Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 8
Vikublað 27.–28. maí 20158 Fréttir
Beco umhverfisvænir kúkapokar
Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is
STÓRIR NIÐURBRJÓTANLEGIRSTERKIR B
rynhildur Lára Hrafnsdóttir
er aðeins sex ára gömul og
greindist á fyrsta ári með
NF1-sjúkdóminn sem er ætt-
gengur og ólæknandi, en afar sjald-
gæfur. Stundum kemur sjúkdómur-
inn stökkbreyttur, sem er raunin í
hennar tilfelli. Sjúkdómurinn veld-
ur æxlagerum sem eru ekki illkynja
en geta valdið miklum skaða. Sjúk-
dómurinn hefur þegar kostað Bryn-
hildi Láru litlu sjónina og getur valdið
enn alvarlegri skaða ef ekki tekst að
finna henni rétt úrræði til meðferðar.
Þrátt fyrir dugnað og fórnfýsi
heilbrigðisstarfsfólks hér á landi
treysta foreldrar Brynhildar Láru
sér ekki til að vera með hana hér
heima lengur vegna vanbúnaðar í
heilbrigðiskerfinu, fjárskorts, álags og
nú síðast – yfir vofandi verkfalla.
Faðir Brynhildar Láru, Hrafn Ótt-
arsson, er nýkominn heim frá Sví-
þjóð, þar sem hann hefur tekið á leigu
húsnæði fyrir fjölskylduna sem flytur
út í sumar.
„Þetta eru smáæxlager, tauga-
æxli sem leggjast á taugar líkam-
ans. Margir ganga með þennan sjúk-
dóm alla ævi einkennalausir eða með
skaðlaus einkenni, til dæmis litla
hnúða undir húð sem angra fólk ekki.
En við fyrstu rannsóknir á Brynhildi
Láru, er hún var á fyrsta ári, komu í
ljós einkenni á sjóntaugum og hún
er núna alveg blind,“ segir Hrafn.
Hrafn segir að læknar hafi staðið ráð-
þrota gagnvart ástandi Brynhildar
Láru. Möguleg lyf hafa afar slæmar
aukaverkanir og ekki verður gripið til
þeirra nema sem neyðarúrræðis. Til
framtíðar verði að finna meðferð sem
ekki virðist í sjónmáli á Íslandi í dag.
„Við erum ekkert feimin við að
koma heim aftur ef þetta gengur
ekki upp til lengdar í Svíþjóð. En það
skiptir okkur miklu máli að komast í
samband við læknavísindin erlend-
is. Ef þetta gengur ekki upp getum
við að minnsta kosti sagt að við höf-
um reynt allt sem við gátum. Þetta
verður auðvitað bæði hræðilega dýrt
og hræðilega erfitt. En við getum ekki
setið hér heima og átt það versta yfir
höfði okkar. Við verðum að gera eitt-
hvað í málunum því það dýrmætasta
sem maður á eru börnin manns, fjöl-
skyldan,“ segir Margrét Grjetarsdóttir,
móðir Brynhildar Láru.
Ítarlega er fjallað um málið á vef
okkar dv.is n agustb@dv.is
Flýja með langveikt barn
Flytja til Svíþjóðar vegna vanda heilbrigðiskerfisins á Íslandi
AðstoðArmennirnir eru
jAfndýrir og ráðherrAr
n Tíu ráðherrar með fjórtán aðstoðarmenn n Þrettán á launum sem slíkir n Árslaunin 139 milljónir
Þ
að kostar ríkissjóð jafnmikið
að greiða tíu ráðherrum
ríkis stjórnarinnar laun á
ári og þrettán aðstoðar-
mönnum þeirra. Alls fá
ráðherrarnir og starfandi aðstoðar-
menn þeirra 278 milljónir króna í
árslaun, 139 milljónir hvor hópur.
Í dag eru aðstoðarmenn ráðherra
fjórtán en þingmaðurinn Ásmundur
Einar Daðason þiggur ekki sérstök
laun sem aðstoðarmaður Sigmund-
ar Davíðs Gunnlaugssonar forsætis-
ráðherra.
Fjórir með tvo aðstoðarmenn
Mikið hefur verið fjallað um þann
fjölda aðstoðarmanna sem ráðherr-
ar núverandi ríkisstjórnar hafa og
hrókeringar á aðstoðarmönnum.
Hefur ríkisstjórnin þurft að bregð-
ast við fréttaflutningi af fjölda að-
stoðarmanna með athugasemdum
um þann fjölda sem tilgreindur hef-
ur verið í fjölmiðlum hverju sinni.
Fjórir ráðherrar hafa nú tvo að-
stoðarmenn sem er sá fjöldi sem
leyfilegur er án sérstaks samþykk-
is í ríkisstjórn. Þessir ráðherrar eru
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jó-
hannsson, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, Bjarni Benedikts-
son, fjármála- og efnahagsráðherra,
og Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Laun á við skrifstofustjóra
Aðstoðarmenn ráðherra og ríkis-
stjórnar eru ráðnir samkvæmt heim-
ild í 22. grein laga nr. 115/2011 um
Stjórnarráð Íslands. Samkvæmt
henni heyra aðstoðarmenn beint
undir ráðherra og er meginhlutverk
þeirra að vinna að stefnumótun
á málefnasviði ráðuneytis undir
yfir stjórn ráðherra og í samvinnu
við ráðuneytisstjóra. Um laun og
starfskjör aðstoðarmanna ráðherra
fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs
um kjör skrifstofustjóra. Fram kom í
umfjöllun Fréttablaðsins í desember
síðastliðnum að aðstoðarmenn ráð-
herra séu því með 764.614 krónur í
mánaðarlaun auk 128.754 krónur í
svokallaðar kjararáðseiningar. Alls
er því hver hinna þrettán aðstoðar-
manna sem þiggja laun samkvæmt
þessu með 893.368 krónur á mánuði,
eða rúmar 10,7 milljónir í árslaun.
Árslaun aðstoðarmannanna þrett-
án nema því rétt rúmlega 139 millj-
ónum króna á ári samkvæmt þessu.
Á þriðjudag var tilkynnt að Sig-
urður Ingi Jóhannsson hefði ráðið
Ágúst Bjarna Garðarsson sem að-
stoðarmann sinn en hann tekur við
af Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur
sem lét af störfum fyrir skemmstu
og hóf störf hjá Arion banka. Eftir
því sem DV kemst næst fór fjöldi að-
stoðarmanna í ríkisstjórn Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks hæst í
16 á kjörtímabilinu.
Launaskrið hjá ráðherrum
DV fjallaði nýlega um kjör ráðherra
ríkisstjórnarinnar og hvernig laun
forsætisráðherra og ráðherra hefðu
frá hruni hækkað umfram launa-
vísitölu. Laun forsætisráðherra um
ríflega 36 prósent en annarra ráð-
herra um ríflega 34 prósent. Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson er
með 1.272 þúsund krónur á mánuði
samkvæmt kjararáði en aðrir ráð-
herrar 1.150 þúsund krónur. Það
þýðir að árslaun forsætisráðherra
eru rúmar 15,2 milljónir en árslaun
hinna níu ráðherranna samtals
124,2 milljónir. Þetta gera árslaun
upp á samtals ríflega 139 milljónir
króna hjá öllum tíu ráðherrum
ríkis stjórnarinnar. n
Þetta er fólkið á
bak við ráðherrana
n Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra
Aðstoðarmenn: Jóhannes Þór
Skúlason, Ásmundur Einar Daðason
n Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra
Aðstoðarmenn: Svanhildur Hólm
Valsdóttir, Teitur Björn Einarsson
n Sigurður Ingi Jóhannsson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Aðstoðarmenn: Benedikt Sigurðsson,
Ágúst Bjarni Garðarsson
n Ólöf Nordal innanríkisráðherra
Aðstoðarmenn: Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir, Kristín Haraldsdóttir
(lögfræðilegur aðstoðarmaður ráðherra)
n Ragnheiður Elín Árnadóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Aðstoðarmaður: Ingvar Pétur
Guðbjörnsson
n Illugi Gunnarsson, mennta-
og menningarmálaráðherra
Aðstoðarmaður: Sigríður Hallgrímsdóttir
n Gunnar Bragi Sveinsson
utanríkisráðherra
Aðstoðarmaður: Sunna Gunnars
Marteinsdóttir
n Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og
auðlindaráðherra
Aðstoðarmaður: Ingveldur
Sæmundsdóttir
n Eygló Harðardóttir, félags- og
húsnæðismálaráðherra
Aðstoðarmaður: Matthías Páll Imsland
n Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra
Aðstoðarmaður: Inga Hrefna
Sveinbjarnardóttir
Upplýsingar um aðstoðarmenn fengnar
af vefsíðum ráðuneytanna
Þrettán aðstoðar-
menn á launum
sem slíkir:
n Laun á mánuði alls: 10,7 milljónir króna.
n Árslaun alls: 139 milljónir króna.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Ríkisstjórn Íslands Árlegur
launakostnaður ríkissjóðs vegna
ráðherra ríkisstjórnarinnar og
aðstoðarmanna þeirra nemur 278
milljónum króna. MyND StJoRNARRAD.IS
Tíu ráðherrar
n Laun á mánuði alls: 11,6 milljónir króna.
n Árslaun alls: 139 milljónir króna.