Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 27.–28. maí 201512 Fréttir
Þ
essar aðgerðir hafa nú þegar
haft mikil áhrif á ýmis fyrir
tæki og eiga eftir að lama
mörg þeirra,“ segir Haukur
Þór Hauksson, aðstoðar
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir
tækja í sjávarútvegi (SFS) um áhrif
verkfallsaðgerða Starfsgreinasam
bandsins (SGS), Flóabandalagsins
og Bandalags háskólamanna (BHM)
á starfsemi félaga SFS.
„Verkfallsaðgerðir þeirra hafa
meðal annars áhrif á fiskvinnsluna
og þar af leiðandi á veiðarnar líka.
Svo hefur verkfall dýralækna áhrif
á útflutning margra fyrirtækja. Þau
eru með ákveðin viðskiptasambönd
erlendis og eiga að afhenda fisk af
ákveðnum gæðum og á ákveðnum
tíma. Þetta er því alvarlegt mál og
mikið í húfi,“ segir Haukur.
Skipin fara ekki til veiða
Félagar í Dýralæknafélagi Íslands,
sem er aðildarfélag BHM, hafa ver
ið í ótímabundnu verkfalli síðan 20.
apríl. Útflutningsfyrirtæki í sjávar
útvegi hafa því ekki mátt selja vör
ur til landa utan Evrópska efnahags
svæðisins (EES) þar sem dýralæknar
þurfa að samþykkja útflutningsleyfi
vegna sendinga til landa utan svæð
isins. HB Grandi er eitt þeirra en
fyrirtækið hefur ekki getað sent upp
sjávarafurðir eins og loðnu til Rúss
lands í meira en mánuð en landið er
einn mikilvægasti markaður þess.
„Við höfum þurft að gera ýmsar
ráðstafanir til að fresta afhendingum
og jafnvel að selja inn á aðra mark
aði. Verkfallið hefur dregist á langinn
og þetta er farið að valda verulegum
óþægindum en við vonum að það
fari að leysast úr þessu. Við erum
fyrst og fremst að tala um frystar
uppsjávarafurðir og loðnuhrogn,“
segir Brynjólfur Eyjólfsson, mark
aðsstjóri HB Granda.
„Ég get ekki sagt mikið um það
hvernig næstu vikur verða ef ekki
verður samið en við þurfum að setj
ast niður og gera einhverjar ráð
stafanir. Við vonum hins vegar að
úr þessi leysist sem fyrst,“ bætir
Brynjólfur við.
Haukur Þór segir verkfallsaðgerð
ir dýralækna einnig setja komandi
makrílvertíð í óvissu þar sem þriðj
ungur af öllum makríl sem veiðist
hér við land sé seldur til Rússlands.
„Við vitum einhver dæmi um að
menn séu hættir að senda skip út
til veiða. Ef þú ert í vafa um að geta
unnið og sent áfram þá verður þú að
draga úr veiðum. Þetta hangir allt á
sömu spýtunni. Þó að þú sért með fé
lag í útgerð en ekki með fiskvinnslu
þá þarftu að selja aflann annað
hvort á fiskmarkað eða beint til
annars fyrirtækis og ef viðtakandinn
er lamaður vegna verkfalla þá kaup
ir hann ekki vörurnar. Það hafa ein
hverjir spurt hvort ekki sé hægt að
fleygja þessu í frystigáma en þú ger
ir það ekki svo auðveldlega. Ef flutn
ingageirinn og flugið fara síðan einnig
í verkföll þá myndi það auðvitað
einnig hafa áhrif og vandamálið yrði
þá ekki einangrað við vinnslurnar og
dýralæknana,“ segir Haukur.
Tapa á „skæruverkföllum"
Guðmundur Smári Guðmundsson,
framkvæmdastjóri G.RUN hf. í
Grundarfirði, segir sjávarútvegs
fyrirtækið eitt þeirra sem hafi þurft
að draga úr veiðum vegna verkfalls
aðgerða. Verkfall dýralækna hafi þar
engin áhrif heldur aðgerðir félags
manna SGS sem hafa leitt til þess að
fiskvinnsla lá niðri í nokkra daga í maí.
„Þessi tveggja daga skæruverk
föll eru að bitna á okkur því við höf
um ekkert við fisk að gera á meðan
vinnslan er lokuð,“ segir Guðmundur
og bendir á að SGS hafi boðað að
næsta lota verkfallsaðgerða þess verði
28. og 29. maí næstkomandi.
„Við erum með tvö skip. Annað
Verkföllin lama sjávarútveginn
n Mikið í húfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að samið verði áður en verkföll skella aftur á n Geta ekki selt fiskinn
Framkvæmdastjóri G.RUN Guðmund-
ur Smári Guðmundsson segir verkföll SGS
helst bitna á félagsmönnum stéttarfé-
lagsins.
Frestað til 2. júní
Verkfallsaðgerðum VR, LÍV, Flóabandalagsins og StéttVest, sem áttu að hefjast 28. maí
næstkomandi, var á mánudag frestað um fimm sólarhringa eða til 2. júní.
„Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila fyrr en að gengið hefur verið
frá drögum að samningi sem lagðar verði fyrir samninganefndir félaganna. Stefnt er
að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 28. maí næstkomandi,“ sagði í tilkynningu
stéttarfélaganna.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is