Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Qupperneq 13
Fréttir 13 þeirra landar að jafnaði á mánudög- um og hitt á miðvikudögum. Þar af leiðandi sendum við ekki hitt skipið á sjó og það verður bundið við bryggju. Sjómenn okkar verða því launalausir og það er mikill urgur í mínu starfs- fólki því það er ekki að fá greidda neina verkfallspeninga,“ segir Guð- mundur. Aðspurður hvort G.RUN, sem veið- ir bolfisktegundir eins og þorsk og ýsu, hafi séð samdrátt í tekjum frá því aðgerðir SGS hófust segir Guðmund- ur að fyrirtækið hafi náð að aðlaga sig aðstæðum. „Við töpum sennilega litlu sem engu á þessu. Þetta hefur fyrst og fremst áhrif á þeirra eigið fólk sem starfar í þessari atvinnugrein. Hér vinna 80 manns og eru tekjulaus í þessum aðgerðum. Mér sýnist að ef Flóabandalagið og VR semja, eins og fjallað hefur verið um í fréttum, þá verði SGS eitthvað úti í móum. Þá verður verkfall á landsbyggðinni eitt- hvað út sumarið og þá þurfum við að gíra okkur enn frekar niður, binda skipin og draga úr pöntunum,“ segir Guðmundur. n Vikublað 27.–28. maí 2015 Augnheilbrigði Hvarmabólga og þurr augu. Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Fæst í öllum helstu apótekum. Thealoz dropar Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Blephagel gel Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað. Blephaclean blautklútar Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á þrota í kringum augun. E F LI R a lm an na te ng s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í sk h ön nu n Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! TT Hraðlest hefst 1. júní Frá og með 1. júní bjóðum við röð af krefjandi og skemmtilegum tveggja vikna námskeiðum. Mæting 5x í viku – samtals 10 síðdegistímar. Fyrir og eftir ferðalagið – eða hvenær sem þér hentar. Njóttu þín í birtunni Innritun hafin í síma 581 3730 Sjá nánar á jsb.is Áreitið óx við fréttaflutning Arna Ýr skilar skömminni heim til þeirra sem eiga hana É g hef fengið mjög góð viðbrögð og fjöldi ókunnugra stráka og manna hefur sent mér löng skilaboð á Facebook þar sem þeir segjast skammast sín fyrir kynbræður sína,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir. DV greindi frá því um helgina að Arna Ýr hefði auglýst bíl sinn til sölu á Facebook-síðunni Brask og brall. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, en reyndust þó öðruvísi en Arna Ýr bjóst við. Hún fékk fjölmargar vinabeiðnir, á samfélagsmiðlum frá karlmönnum og varð ítrekað fyrir kynferðislegri áreitni vegna auglýsingarinnar. Arna Ýr var á myndinni af bílnum sem fylgdi með auglýsingunni en það var af illri nauðsyn. Hún hafði verið að heiman en viljað selja bílinn sem fyrst. Þess vegna ákvað hún að setja inn einu myndina sem að hún átti af bílnum; mynd af henni hæstánægðri með nýja bílinn sinn, sem tekin var fyrir ári, þegar hún keypti bílinn. Arna Ýr segir nú að viðbrögðin við fréttinni hafi orðið til þess að hún hafi fengið góð viðbrögð og sumir sent henni póst og sagt henni að þeir væru beinlínis stoltir af henni fyrir að fara með málið í fjölmiðla og láta þannig karlpeninginn sitja uppi með skömmina. Það breytti þó ekki því að áreitið hélt áfram þrátt fyrir mikinn áhuga á fréttinni. „Áreitið hætti alls ekki,“ segir Arna Ýr og bætir við að sumir hafi gefið í frekar en að draga úr. n Verkföllin lama sjávarútveginn n Mikið í húfi fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að samið verði áður en verkföll skella aftur á n Geta ekki selt fiskinn Ræða við SA í dag Starfsgreinasamband Íslands, sem fer með samningsumboð fyrir 15 aðildarfélög, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem tekið er fram að boðað hafi verið til samn- ingafundar með Samtökum at- vinnulífsins í dag, miðvikudag. Þar er einnig tekið fram að SGS hafi ekki átt í viðræðum við SA síðustu daga og það því ekki í hópi þeirra stéttarfélaga sem hafa ákveðið að fresta verkföllum sínum. Starfsgreinasambandið hafi því ekki tekið neina ákvörðun um að fresta allsherjarverkfalli sem fyrirhugað er 28. og 29. maí né ótímabundnu verkfalli þann 6. júní. Verkfall félagsmanna SGS hófst fimmtudaginn 30. apríl og stóð þá yfir í hálfan sólarhring. Síðar tóku við sólarhringsverkföll dagana 6. og 7. maí. Aðgerðirnar ná til yfir tíu þúsund félagsmanna. Í ólgusjó Haukur Þór Hauksson, að- stoðarframkvæmdastjóri SFS, segir ljóst að verkföll SGS og dýralækna hafi þegar haft mikil áhrif á rekstur fjölmargra félaga samtakanna. Þungar áhyggjur læknaráðs Læknaráð Landspítalans sendi frá sér ályktun í gær þar sem stjórn ráðsins lýsir enn á ný yfir þungum áhyggjum af stöðu mála á spítal- anum vegna yfirstandandi verk- falls félaga BHM. Verkfall þeirra hefur nú staðið yfir í tæplega sjö vikur. „Áhrif þess eru gríðarleg á starfsemi Landspítalans þar sem starfsmenn BHM á spítalanum sinna nauðsynlegum störfum sem lúta að greiningu, meðferð og eft- irfylgni á sjúklingum landsins. Ljóst er að eftir svona langan tíma hefur orðið óásættanleg töf á öll- um þessum þáttum í meðhöndl- un sjúklinga spítalans og uppsafn- aður verkefnalisti er langur,“ segir í ályktuninni. Þar er einnig bent á möguleg áhrif fyrirhugaðs verkfalls um tvö þúsund félagsmanna í Félagi ís- lenskra hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast á miðnætti í gær. „Ljóst er að þá skap ast for- dæma laust ástand á Land spít ala. Ástand sem klár lega er ógn við ör- yggi sjúk linga lands ins og er með öllu ólíðan legt.“ Gagnrýndu Sigmund Davíð Sjö vikur eru nú liðnar frá upphafi verkfallsaðgerða Bandalags háskólamanna (BHM). Samn- inganefnd BHM fundaði síðast með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara á mánudag. Félagið gagnrýndi í kjölfarið ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem hann lét falla um helgina, um að ekki verði samið við BHM fyrr en samið hafi verið á almennum vinnumarkaði. Yfirlýsing forsætis- ráðherra hefði sett viðkvæmar kjaraviðræður í uppnám.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.