Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Side 16
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 16 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 27.–28. maí 2015 Ég er bara rólegur Djammið tók sinn toll Ég varð fimmtugur Hátíð listanna Garðar Gunnlaugsson er ekki að leita sér að kærustu. – DV Heimir Ingimarsson hætti að drekka. – DVSigurvin „Fíllinn“ Jónsson er kominn í átak. – DV N ú um stundir eru það verk- föll og verkfallsátök sem ein- kenna íslenskt samfélag og hamla víða starfsemi. Á sama tíma mótmælir fólk kröftuglega á Austurvelli af ótal ástæðum og vill ríkisstjórnina burt. Efasemdarmenn hljóta reyndar að velta því fyrir sér hvort það myndi nokkru breyta þótt ríkisstjórn annarra flokka en Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks væri við völd. Óánægjuandinn í þjóðfélaginu er mikill og megn og það er engan veginn ljóst hvernig á taka á honum, enda virðast stjórn- málamennirnir svo til úrræðalausir. Við þetta bætist að íslenskri um- ræðuhefð hefur hrakað til muna síð- ustu árin. Menn virðast leyfa sér að segja næstum hvað sem er um ná- ungann og sjálfsögðustu kurteisis- reglur eru brotnar þvers og kruss. Af þessu öllu samanlögðu mætti vel draga þá ályktun að ástandið á Ís- landi væri bæði vont og leiðinlegt. En þótt íslensk stjórnmál og þjóðfélags- umræða mætti sannarlega vera mun skárri þá eru aðrir þættir sem ástæða er til að gleðjast yfir, án þess að þurfa að fara í sérstakan pollýönnuleik. Og er þá komið að hlutverki menningar- innar, sem er órjúfanlegur hluti af samfélagi. Menningarlíf á Íslandi er öflugt, þrátt fyrir að fjárráð séu oft og tíðum ekki mikil. Við eigum framúrskar- andi listamenn á hinum ýmsu svið- um lista sem með framlagi sínu gera líf okkar skemmtilegra og fá okkur til að íhuga og sjá hluti í stærra sam- hengi en áður. Góð list auðgar fólk, dýpkar hugsun þess og gleður það. Við eigum að vera þakklát fyrir það hversu listastarfsemi er mikilvægur hluti af íslensku samfélagi. Þessa dagana er Listahátíð í Reykjavík með fjölda metnaðar- fullra og gleðilegra viðburða sem sumir teygja sig yfir borgarmörkin. Hátíðin er fjölbreytt og hugsuð fyrir alla aldurshópa enda á menningin ekki að vera fyrir útvalda heldur alla. Þetta árið eru verk listakvenna í forgrunni og er það skemmtileg tenging við aldarafmæli kosninga- réttar kvenna. Á hátíð eins og þessari er einmitt brýnt að vekja athygli á af- bragðsgóðri list sem einhverra hluta vegna hefur ekki fengið næga athygli. Ef skortur á viðurkenningu stafar af því að viðkomandi listamaður er ekki af „réttu“ kyni þá er hátíð eins og þessi vel til þess fallin að leiðrétta slíkt snarlega. Um 400 listamenn frá 40 löndum koma fram á Listahátíð þetta árið. Slíkur fjöldi listamanna getur ekki annað en sett sterkan svip á borgar- braginn. Hver kemst ekki í gott skap við að sjá listamenn dansa á hús- veggjum eins og gerðist fyrsta dag hátíðarinnar? Og hvaða Íslendingur er ekki stoltur af Kristni Sigmunds- syni sem mun syngja í Hörpu á sunnudagskvöld? Nú er Listahátíð og við skulum njóta hennar. n Fleyg orð um rof Umfjöllun Eyjunnar um íslensk stjórnmál um liðna helgi var með ágætum en síðastliðinn laugardag voru liðin tvö ár frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum. Eyjan birti meðal annars stór viðtöl við formenn allra stjórn- málaflokkanna á Alþingi og þar vakti viðtalið við Sigmund Dav- íð mikla athygli. Stundum verða orð fleyg á einu augabragði og slík ummæli lét forsætisráðherra falla um helgina. Ljóst er að á næstu vikum og mánuðum verð- ur mikið rætt um rof milli raun- veruleika og skynjunar, í ýmsum birtingarmyndum. Fá sér vatnssopa Ýmsum á vinstri vængnum svíð- ur að Píratar njóti einir góðs af óvinsældum ríkisstjórnarinnar og Samfylking og Vinstri græn séu enn á botninum og Björt framtíð á niðurleið. Illugi Jökulsson fjallar um málið á facebook og seg- ir: „Því miður fyrir allt það góða fólk sem starfar innan Samfylk- ingar og Vinstri grænna, þá eru þeir flokkar báðir þrúgaðir af erfiðri fortíð, andlausir og hug- myndasnauðir. Og Björt framtíð virðist ekkert hafa fram að færa.“ Og hann bætir við: „Með þá öm- urlegu og vondu ríkisstjórn sem nú situr, þá væru þessir flokk- ar í dauðafæri ef þetta væri fót- boltaleikur. En í staðinn fyrir að láta skotið ríða af, þá snúa fram- herjar flokkanna við og dúlla úti á velli og spjalla vingjarnlega við dómarann og fá sér vatnssopa.“ Bara seinna og ekki ég Búist var við fjölmenni á Austur- velli í gær, þar sem boðað hafði verið til byltingar. Ríflega sjö þús- und manns höfðu boðað komu sína til að hefja nýja byltingu. Veðrið var hið ákjósanlegasta. Hægur vindur og frekar stillt veður. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu og nokkrir fjölmiðlar sýndu beint frá Austurvelli. Ríf- lega tvö þúsund manns mættu og veifuðu kröfuspjöldum og hlýddu á dagskrá. Þessi dræma þátttaka var vonbrigði fyrir aðstandend- ur en þykir vottur um að fólk er ekki endilega reitt. Kannski bara pirrað. Tónninn er: Það er fínt að skella í byltingu, kannski bara að- eins síðar og ekki ég. Netheimar=Niflheimar A lgerar eða hálfgerar hlið- stæður og auk þess and- stæður einkenna hegðun þjóða og eru undirstöður eðlis þeirra. Fyrir bragðið er næstum ógerningur að breyta þeim og heiminum þótt stjórnmálamenn bjóði upp á töfralausnir. Yfirleitt ná lausnir ekki lengra en það að verða læti á þingi og í fjölmiðlum. Um þessar mundir liggja í augum uppi hjá okkur hliðstæðurnar Netheimar og Niflheimar. Þjóðfélagið er á öfugri leið til fortíðar í gegnum samtímann. Við heyrum hvað eftir ann- að að málefni fari eins og eldur um Netheima, en um leið eru í Netheim- um Niflheimar og málin æða þar með köldu skítkasti einkum í garð fjármálaheimsins. Einnig fá skáldin á sig kalda drullu, en hún fer minnk- andi, bókmenntir eru orðnar hluti af viðurkenndu skitiríi fjölmiðla. Fjöl- miðlaheimurinn er hluti af Netheim- um og Niflheimum í sömu súpunni. Ef manni tekst að sameina gutl- heimana hefst hann til valda í stjórn- málum og kemst á þing, oft ný- kominn úr áfengismeðferð, laus úr þunglyndisham með eineltisívafi. Allt með stuðningi almennings. Kjósendur eru hallir undir skrípaleik tilfinninganna og taka mark á lævís- um munnvaðli. Almenningur trúir að batnandi manni sé best að lifa, einkum ef hann hefur tekið sig á í vit- leysunni og náð botninum. Þá bíður meðferðar- og miðlungsmannaveg- ur á Alþingi. Nýbatasjúklingurinn ber þar fram hugmyndir sem hljóma eins og hringl í höfuðskel þess sem veit sínu viti en ekkert umfram það. Við sjáum innreið slíkra afvatn- aðra aflaskipstjóra hvarvetna, ekki bara á Alþingi. Allt er hvarvetna á út- sölu eða outlet sem minnir á Rúm- fatalagerinn, aðeins ódýrari. Nú- tímalagerinn höfðar til „fólksins“ eins og það hét á þeim tíma þegar almenningi var sigað áfram eftir að hafa verið hnoðaður sem deig í höndum lýðskrumara. Þetta leiddi til hörmunga „fólksins“, en það rjátl- aði af þjóðum um stund við að sjá hvað þær höfðu verið leiknar grátt og leiðitamar. Þær geta verið leiðitamar til illverka og góðverka. Án meðvirkni væru samfélög ekki til. Menn læra helst við það að vera leiðitamir. Menning er hæfileiki til að vera leiðitamur, kunna að leiða og læra af öðrum, foreldrum og frænd- liði. Í samfélögum nútímans skortir leiðsögn einstaklinga sem vara „fólk- ið“ við að breytast í lýð vegna lof- orðahrópa sem veiða í skrumnetið. Skrumnetið er hvarvetna, á háum stöðum og lágum við hljóðfæraslátt og léttvægt orðalag. Síðan kemur tapið á söngsviðinu. Hetjan fer til fjandans í Net- og Nifl- heimum. Þá kveður við annan tón hjá henni í garð þeirra sem lyftu henni á sviðið með trú um að hún sé „fulltrúi þjóðarinnar“. Hetjan nær ekki árangri úti í „hinum stóra heimi“ sem dvergar þrá að sigra. Hetjan sem féll af sviði segir: „… ég söng af mér rassgatið fyrir hönd Ís- lendinga.“ Hún kemur þá rasslaus heim, ekki borubrött, en heldur að landar hafi hvorki misst sinn rass né innihaldið og segir á Netinu: „… drullið bara yfir mig eða atriðið.“ Þá stendur ekki á kynbótatillögum, líka á Netinu: „Næst sendum við skeggj- aða konu.“ Væri ekki nær að senda kumrandi hrúta. Einmitt núna er hrútaæði í Netheimi eftir að hrúta- myndin var sýnd í Cannes og „fékk góða dóma og henni verður dreift um allar jarðir.“ Verður Ísland enda- laust sama hrútastían og jarmandi kibburnar fá bara að fara rasslausar úr reifinu? n „Einmitt núna er hrútaæði í Netheimi eftir að hrúta- myndin var sýnd í Cann- es og „fékk góða dóma og henni verður dreift um allar jarðir“. Guðbergur Bergsson rithöfundur Kjallari Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.