Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 26
10 Sumarnámskeið - Kynningarblað S kylmingafélag Reykjavíkur býður upp á skylminga- og leikjanámskeið í sumar fyr- ir börn á aldrinum 7–12 ára, skylminganámskeið fyrir börn 10 ára og eldri og skylminga- námskeið fyrir lengra komna. Skrán- ing fer fram á skylmingafelag@gma- il.com eða í síma 898-0533. Að sögn Nikolays I. Mateev, varaformanns Skylmingafélags Reykjavíkur, eru námskeiðin kjör- in leið fyrir börn til kynnast grunn- atriðum skylmingaíþróttarinnar. Nokkrar dagsetningar eru í boði og er skráning hafin og má finna frek- ari upplýsingar á heimasíðunni fencing.is. Skylminga- og leikjanámskeið fyrir 7–12 ára Skylminga- og leikjanám- skeið SFR er fyrir krakka á aldrinum 7–12 ára sem hafa gaman af íþróttum og útivist. Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði skylmingaíþrótt- arinnar. „Við leggj- um mikla áherslu á að námskeiðið sé fjölbreytt, spennandi og skemmtilegt og við nýtum okkur frábæra staðsetn- ingu í Laugardalnum. Farið verður í fjölbreytta og skemmtilega leiki, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og í sund í Laugardalslaug.“ Skylminganámskeið fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri Skylminganámskeið SFR er fyrir börn og unglinga 10 ára og eldri sem hafa gaman af skylm- ingaíþróttinni og vilja kynnast þessari skemmtilegu íþrótt. Á námskeiðinu er stefnt að því að kynna nemendum helstu grunnatriði skylminga- íþróttarinnar. Skylmingar eru mjög skemmtileg íþrótt bæði fyrir stelpur og stráka. Skylm- ingar hafa oft verið kallaðar líkamleg skák. Skylmingamaðurinn heldur til leiks með ákveðna leikaðferð í huga en þarf sífellt að endurskipuleggja leik sinn eftir viðbrögðum and- stæðingsins og leikstíl hans. Að auki þarf skylmingamaðurinn að hafa góða stjórn á líkamanum, gott jafn- vægi og mikla samhæfingu. Einnig þarf hann að geta hugsað hratt undir miklu álagi. Skylminganámskeið fyrir lengra komna Skylmingafélagið býður upp á skylm- inganámskeið fyrir lengra komna í júní og júlí. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni fencing.is og í síma 898-0533. n Vikublað 27.–28. maí 2015 Kjörin leið til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar Skylmingafélag Reykjavíkur: Leikja- og skylminganámskeið Hvetjandi fyrir börnin að fá tækifæri til að spila í Hörpu Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu er sumarnámskeið og tónlistarhátíð tónlistarnema A lþjóðlega tónlistarakadem- ían í Hörpu, Harpa International Music Academy, er alþjóðlegt sumarnámskeið og tónlist- arhátíð tónlistarnema á framhalds- stigi. Verður hún haldin í þriðja sinn dagana 6.–17. júní nk. Námskeiðið fer fram í Hörpu í samstarfi við Sinfóníu- hljómsveit Íslands, Listaháskólann og Tónlistarskólann í Reykjavík. Sumarnámskeiðið er einstakt sinnar tegundar hér á landi, en með- al þátttakenda eru ungir alþjóðleg- ir einleikarar (Young Artists) og verð- launahafar í alþjóðlegum keppnum auk framúrskarandi leiðbeinenda sem koma víðs vegar að. Ungu ein- leikararnir koma jafnframt fram á tónleikum Akademíunnar sem lýkur með Hátíðartónleikum á þjóðhátíðar- daginn 17. júní. Á námskeiðinu er kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó en sérstök áhersla er lögð á kammertónlist auk einka- tíma, masterklassa og hljómsveit- ar. Einnig er boðið upp á námskeið í kammertónlist fyrir fullorðna og nú er í fyrsta sinn starfrækt yngri deild fyrir nemendur 14 ára og yngri. Samstarf við virtar erlendar stofnanir „Akademían er í samstarfi við hina virtu Menhuin-keppni en sigurvegari yngri deildar, Rennosuke Fukuda, verður gestur á hátíðinni og spilar ein- leik eins og fleiri gestir hátíðarinnar,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir fram- kvæmdastjóri. Í samstarfi við Lin Yao Ji Music Foundation of China hefur Akademían tök á að bjóða til sín al- þjóðlegum verðlaunahöfum tónlistar- keppna og viðurkenndum kennurum á heimsmælikvarða. „Lin Yao Ji var mjög þekktur fiðlukennari í Kína og stofnunin er minningar- stofnun um hann. Hann var einnig faðir Lin Wei sem er stofnandi og list- rænn stjórnandi Alþjóð- legu tónlistarakadem- íunnar í Hörpu,“ segir Kristín Mjöll. Námskeiðið hefur hvetjandi áhrif á börnin „Námskeiðið er sam- bærilegt við þau sem í boði eru erlendis, við erum með góða kennara og ungt tónlistar- fólk, sem sigrað hef- ur í keppnum erlendis, kemur og spilar,“ segir Kristín Mjöll. „Allt hefur þetta hvetj- andi áhrif á börnin sem koma á sum- arnámskeið. Svo er auðvitað einstakt að fá tækifæri til að spila í Hörpu.“ Nemendur verða um sextíu talsins og tíu þeirra koma erlendis frá, meðal annars frá Mexíkó, Bretlandi, Noregi og Færeyjum. Nánari upplýsingar má fá á heima- síðu Alþjóðlegu tónlistarakademí- unnar musicacademy.is og á Face- book-síðu Akademíunnar. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.