Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Blaðsíða 28
Sumarnámskeið eru haldin á vegum skólans frá miðjum júní og framyfir miðjan júlí. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8-13 ára og er aldursskipt í hópana. Athugið að yngstu þátttakendurnir þurfta að hafa lokið 2. bekk í grunnskóla. Hvert námskeið stendur yfir í fimm daga og er leiksýning fyrir aðstandendur og vini á lokadegi hvers námskeiðs. Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í einbeitingu, trausti, raddbeitingu og leikgleði. Unnið er markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og að efla sjálfstraust þeirra. Nemendur syngja og dansa en megin áherslan er á leiklist. Opið hús verður fyrir foreldra og aðstandendur hvern föstudag kl. 15:00 þar sem börnin sýna afrakstur námskeiðsins. Kennslan fer fram í Borgarleikhúsinu og að venju munu einungis fagmenntaðir kennarar sjá um kennslu. Hvert námskeið er í fimm daga og er unnið frá kl. 10:00-16:00. (ath. fyrsta námsskeiðið er fjórir dagar*) Nemendur skulu hafa með sér tvöfalt nesti - Hádegis og eftirmiðdags hressingu. Hægt er að fá gæslu frá kl. 9:00-10:00 sem kostar 2.000 kr. fyrir vikuna. Námskeiðstímabil sumarið 2015 15.-19.júní * 22.-26.júní 29.júní-3.júlí 6.-10.júlí 13.-17.júlí Skráning og verð Skráning á námskeiðin fer fram eftir 1. apríl í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000 eða í síma 568-5500 (eftir að starfsfólk miðasölu fer í sumarfrí seinnipartinn í júní). Takmarkaður fjöldi nemenda er á hvert námskeið. Þátttökugjald er 37.000 kr. og ganga þarf frá greiðslu við skráningu. Tekið er við debet- og kreditkortum og hægt er að greiða í gegnum síma. * Námskeiðið er eingöngu fjórir dagar og kostar kr. 29.600 Söngur og leiklist Sumarnámskeið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.