Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2015, Síða 36
Vikublað 27.–28. maí 201524 Menning F ranska kvikmyndahátíðin í Cannes er í raun pólitískt hugarfóstur menningarmála- ráðherra Frakklands, Jean Zay, sem kom hátíðinni á legg árið 1939. Zay vildi koma á menn- ingarviðburði af sama toga og kvik- myndahátíðin í Feneyjum. Úr varð að hátíðin var haldin í Cannes í fyrsta skiptið árið 1939. Það ár fékk meðal annars bandaríski leikstjórinn Cecil B. DeMille verðlaun fyrir lestarvestr- ann Union Pacific sem fjallaði um baráttu bandarískra landnema við að leggja járnbrautarteina þvert yfir landið. Við tók seinni heimsstyrjöldin og kvikmyndahátíðin var sett í salt. Cannes-hátíðin var ekki haldin aftur fyrr en árið 1946 og þá um haustið. Því fagnar hátíðin í raun 60 ára af- mæli sínu í ár. Árið 1946 fékk meðal annars indverski leikstjórinn Chetan Anand aðalverðlaun hátíðarinnar fyrir myndina Lowly City. Anand var fyrsti indverski leikstjórinn til þess að njóta alþjóðlegrar hylli fyrir kvikmyndir sínar, en hann er einnig þekktur fyrir að vera brautryðjandi í indverskum sósíal-realisma í kvik- myndalistinni. Hörð samkeppni En að hátíðinni í ár. Þar eignuðumst við Íslendingar okkar fyrsta sigur- vegara fyrir kvikmynd í fullri lengd, og er óhætt að segja að mynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, sé þegar komin á sama stall og Börn náttúr- unnar, eftir Friðrik Þór Friðriksson, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Og raunar ekki útilokað að Hrútar fari það langt, enda gjaldgeng til Óskarsverðlauna eftir þátttökuna á Cannes. Hrútar unnu í flokknum „Un Certain Regard“ en alls kepptu átján myndir í flokknum. „Ég var að vinna ansi hæfileikaríka leikstjóra hérna, og það gerir sigurinn eigin- lega bara sætari,“ sagði Grímur þegar DV ræddi við hann skömmu eftir að hann sigraði í sínum flokki. Og það er óhætt að taka undir þá full- yrðingu. Verðlaunin er í raun veitt listrænum myndum sem skarta ekki risastjörnum í aðalhlutverki eða fjár- sterkum framleiðendum sem vinna að hag myndanna. Þannig má segja að verðlaunin sem Grímur vann hafi í raun verið hin listrænu kvikmynda- verðlaun ef svo má að orði komast, og er það sá skilningur sem helstu fagtímarit innan kvikmyndaheims- ins leggja í flokkinn. Því er gríðar- lega mikill áhugi á verðlaununum af hálfu fjölmiðla. Japanskur hrollvekjumeistari og ungverskir hundar Meðal mynda sem hafa sigrað í flokknum má nefna hina ótrú- lega áhugaverðu heimsendamynd White God, frá Ungverjalandi. Hún var sýnd í Bíó Paradís og sagði frá uppreisn flökkuhunda í Búda- pest með blóðugum afleiðingum. Myndin var nokkurs konar mynd- líking fyrir þjóðfélagshópa sem mega þola mikla kúgun í Evrópu, svo sem Rómafólk. Eins náði rúmenska myndin The Death of Mr. Lazarescu nokkurri hylli á sínum tíma. Aðrir kvikmyndagerðarmenn sem hlutu verðlaun í sama flokki, þó ekki aðal- verðlaunin, voru meðal annars jap- anski leikstjórinn Kiyoshi Kurosawa, sem leikstýrði myndinni „Journey to the Shore“. Kurosawa er vel þekkt- ur í sínu heimalandi en hann hefur einnig náð nokkurri alþjóðlegri hylli með sálfræðihrollvekjum sem hann hefur leikstýrt. Þá kannast eflaust margir við bandarísku endurgerðina af kvikmyndinni Kairo, en á ensku heitir hún Pulse. Sú náði töluverðri athygli hryllingsmyndaaðdáenda en það var hryllingsmyndakóngur- inn sjálfur, Wes Craven, sem skrifaði handritið að endurgerðinni. Frá Indlandi til Írans Það var svo króatíski leikstjórinn Dalibor Matanic sem hlaut sérstök dómaraverðlaun fyrir mynd sína, The High Sun. Dalibor er ekki mjög þekktur fyrir utan sitt heimaland en nýjasta mynd hans er sú níunda sem hann leikstýrir. Kvikmynd hans, Fine Dead Girls, frá árinu 2002, hlaut mik- ið lof gagnrýnenda og fékk nokkra athygli fyrir utan landsteinana. Þar lýsti hann brjálsemi eftirstríðsáranna í Króatíu með því að búa til þver- skurð af samfélaginu og koma þeim öllum fyrir í einni blokk. Myndin var sögð ótrúlega hugrökk innsýn í væng- brotið samfélag sem hafði mátt þola skelfilegt miskunnarleysi stríðsátaka. Þau Ida Panahandeh og Neeraj Ghaywan deildu svo með sér nýliða- verðlaununum. Ida, sem er frá Íran, gerði myndina Nahid sem fjallar um fráskilda konu sem reynir að sjá fyr- ir sér og syni sínum. Þegar hún verð- ur ástfangin af öðrum manni stend- ur hún frammi fyrir ævafornum íslömskum lögum þar sem hún miss- ir forræði yfir syni sínum ef hún hefur sambúð með öðrum karlmanni. Fyrr- verandi eiginmaður hennar er að auki vonlaus spilafíkill og enn ástfanginn af fyrrverandi eigin konu sinni. Ghaywan er frá Indlandi en mynd hans Masaan, sem þýðir hringrás lífs- ins, segir sögu fjögurra einstaklinga í íhaldssömu indversku samfélagi, og baráttu þeirra við gildi samfélagsins og togstreitu nýrrar kynslóðar við úr- eltar hefðir í Indlandi. Fréttir herma að myndinni hafi verið fagnað gífur- lega með standandi lófaklappi í fimm mínútur. Óvænt úrslit Það kom flestum á óvart þegar Dheepan, eftir franska leikstjór- ann Jacques Audiard, hlaut Gullna pálmann á Cannes í ár. Kvikmynda- áhugamenn og aðrir veðjuðu á lesb- íska dramað Carol, en sú mynd stát- aði af stórstjörnum á borð við hina áströlsku Cate Blanchett og Rooney Mara, sem lék meðal annars í endur- gerðinni af Stúlkunni með dreka- tattúið sem David Fincher leikstýrði. Audiard er 63 ára gamall og marg- verðlaunaður kvikmyndagerðar- maður. Hann vann Bafta-verðlaunin árið 2005 í flokki mynda sem eru ekki á ensku. Það var fyrir myndina The Beat That My Heart Skipped. Hann fékk svo sömu verðlaun nokkru síð- ar fyrir myndina A Prophet en margir hér á landi kannast við þá mynd. Hún er kröftugt fangelsisdrama um lífs- baráttu smákrimma frá Alsír innan veggja fransks fangelsis. Þó að Carol hafi ekki sigrað sem besta myndin þá fékk Rooney Mara verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlut- verki kvenna og sýndi og sannaði að hún er á meðal fremstu leikara ver- aldar. Verðlaunin fyrir besta handritið fóru svo til mexíkóska kvikmynda- gerðarmannsins Michaels Franco sem leikstýrði myndinni Chronic. Þar má sjá gamlan ref, Tim Roth, í aðal- hlutverki. Þess má geta að Franco sigraði í sama flokki og Grímur Há- konarson, „Un Certain Regard“, 2012 með mynd sinni After Lucia. Lærlingur Béla Tarr Líklega er merkilegasti sigurinn á Cannes, hugsanlega að Grími undan- skildum, ótrúlegur árangur Lászlós Nemes. Hann er fæddur 1977 en frumraun hans, helfarardramað Son of Saul, hlaut Grand Prix-verðlaunin í ár, sem eru í raun önnur verðlaun há- tíðarinnar. Það má segja að Nemes sé lærling- ur ungverska kvikmyndagerðar- mannsins Béla Tarr, en Nemes var aðstoðarmaður hans um skeið. Nem- es ólst upp í París en er ungverskur að uppruna. Hann varð hrifinn af hryllingsmyndum í æsku og æfði Óvæntir sigrar og athyglisverðar kvikmyndir Cannes einkenndist af óvæntum sigrum auk þess sem Íslendingar eignuðust sigurvegara á hátíðinni Valur Grettisson valur@dv.is Þær eru nokkrar áhugaverðar myndirnar sem voru á Cannes-hátíðinni í ár. Meðal annars Chronic þar sem Tim Roth fer með aðalhlutverkið en leikstjóri myndarinnar fékk verðlaun fyrir besta handritið. Þá hefur mynd Justin Kurzel eftir einu þekktasta leikriti Williams Shake- speare, Macbeth, vakið töluverða athygli kvikmyndaáhugamanna. Þetta er í annað skiptið sem þessi blóðuga saga er kvikmynduð en Roman Polanski leikstýrði Macbeth árið 1971. Það eru þau Michael Fassbender, sem var algjörlega magnaður í Hunger og Shame, og Marion Cotillard, einhver dáðasta leikkona Frakklands, sem leika konungshjónin. Myndin hefur fengið góða gagnrýni en leikstjórinn gengur svo langt að sviðsetja þessa svakalegu sögu í sjálfu helvíti. Love eftir fransk-argentínska leikstjór- ann Gaspar Noé hlýtur svo að komast á þennan lista. Myndin er afar opinská kvikmynd um kynlíf og í þrívídd að auki. Plaköt myndarinnar hafa þegar valdið gífurlegri úlfúð en þar má sjá konu með lim í munninum og sæði vellur upp úr limnum. Myndin hefur fengið slæma dóma, en þeir sem þekkja til Gaspars vita að hann fer sjaldnast neinar leiðir nema sínar eigin. Þannig gerði hann hina stórkostlegu Irreversible sem er líklega frumlegasta og kröftugasta hefndarmynd sem hefur verið gerð síðasta áratuginn. Into the Void var einnig einstök lífsreynsla en þar var fylgst með eftirlífi fíkniefnasala sem ráfaði um Tókýó. Í stuttu máli; Love er ein af athygl- isverðustu myndum ársins, þó að hún sé langt því frá allra. Áhugaverðar myndir Grímur og keppinautarnir Hörkukvikmyndagerðarfólk atti kappi við Grím sem hafði þó betur að lokum. Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Fermax mynd- dyrasíma kerfi er bæði fáguð og flott vara á góðu verði sem hentar fyrir hvert heimili. Hægt að fá með eða án myndavélar og nokkur útlit til að velja um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.