Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Blaðsíða 6
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 20156 Fréttir
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.isEF
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
s l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
sk
h
ön
nu
n
Staðurinn - Ræktin
Hringdu í síma 581 3730
Nánari upplýsingar á jsb.is
Sumarkort 9.900 kr!
Æfðu með okkur í sumar, frábærir tímar í opna kerfinu
Útskrifa allan
sólarhringinn
Staðgengill forstjóra Landspítal-
ans segir miður ef sjúklingar telji
sig ekki fá úrlausn sinna mála eða
upplifi ónærgætna framkomu í
sinn garð. Hins vegar geti sjúk-
lingar á bráðamóttöku verið út-
skrifaðir á öllum tímum sólar-
hrings. DV greindi í vikunni frá
hjartasjúklingnum Hrafnkeli Gauta
Hákonarsyni sem vakinn var upp
um miðja nótt á Borgarspítalanum
og sendur fótgangandi heim.
Hann hefur þrisvar fengið
kransæðastíflu og á mánudags-
kvöldið fann hann til verkjar sem
leiddi upp í handlegg. Hann tók
því strætisvagn á bráðamóttök-
una. Þar úrskurðaði læknir eftir
rannsóknir að hann ætti að liggja
um nóttina. Á fjórða tímanum
um nóttina var Hrafnkell hins
vegar vakinn og rekinn heim.
Hann sagðist ekki hafa efni á
leigubíl en fékk enga aðstoð við
að komast heim og gekk heim til
sín. Var hann kaldur og máttfar-
inn eftir gönguna.
„Meginhlutverk bráðamóttöku
spítalans er að veita fyrstu
meðferð þegar um bráð veikindi
er að ræða, greina þau frekar og
vísa fólki til viðeigandi meðferðar
í kjölfarið. Það fer eftir eðli
veikindanna hver sú meðferð er
og hversu fljótt hún er veitt, segir
í svari sjúkrahússins. Nánar er
fjallað um málið á DV.is
Verður stærsti hluthafinn
Lífeyrissjóður verslunarmanna bætir við sig í MP Straumi. Kaupir bréf fyrrverandi forstjóra
L
ífeyrissjóður verslunarmanna
er að bæta við sig ríflega 2,5%
eignarhlut í sameinuðu félagi
MP banka og Straums, meðal
annars með kaupum á bréfum
í eigu fyrrverandi forstjóra Straums,
og mun hlutur sjóðsins í kjölfar-
ið verða rétt undir 10%, samkvæmt
heimildum DV. Eftir kaupin verð-
ur Lífeyrissjóður verslunarmanna
stærsti einstaki hluthafi félagsins.
Fjárfestingafélagið Sigla ehf., sem
er stýrt af viðskiptafélögunum Finni
Reyr Stefánssyni og Tómasi Krist-
jánssyni, var fyrir stærsti hluthafi MP
Straums með 7,37% hlut.
Kaup Lífeyrissjóðs verslun-
armanna eru í samræmi við þá
ákvörðun sem var tekin af sjóðnum
síðastliðinn vetur, samkvæmt heim-
ildum DV, að verja hlutdeild sína sam-
hliða samruna MP banka og Straum
fjárfestingabanka. Fyrir sameiningu
átti sjóðurinn 9,74% hlut í MP banka
en eftir að hún kláraðist formlega
hinn 29. júní sl. nam eignarhlutur Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna 7,1%. Líf-
eyrissjóðurinn hyggst hins vegar ekki
eignast meira en 10% hlut í sameinuð-
um banka þar sem sjóðurinn vill ekki
fara með virkan eignarhlut í félaginu.
Fyrrverandi starfsmenn hluthafar
Auk Jakobs Ásmundssonar, fyrrver-
andi forstjóra Straums fjárfestinga-
banka, eiga einnig Haraldur I. Þórðar-
son og Steingrímur Arnar Finnsson
hlut í bankanum sem hefur verið til
sölu allt frá því að þeir hættu störfum
í Straumi undir lok janúar á þessu ári.
Þeir störfuðu báðir í markaðsviðskipt-
um bankans og var Haraldur fram-
kvæmdastjóri sviðsins. Í dag eiga þeir
samtals 40% hlut í verðbréfafyrirtæk-
inu Fossum mörkuðum sem tók til
starfa fyrr á árinu.
Hlutur Jakobs, í gegnum
eignarhaldsfélagið Jakás, nam tæp-
lega 3,5 prósentum í lok júnímánað-
ar á þessu ári sem gerði hann að 10.
stærsta hluthafa sameinaðs banka.
Sé miðað við að bókfært eigið fé
Straums og MP banka nam samtals
liðlega 8 milljörðum króna í árslok
2014 þá gæti hluturinn verið met-
inn á um 280 milljónir króna. Félag
Jakobs átti 8,4% hlut í Straumi en sá
eignarhlutur þynntist út við samein-
ingu við MP banka.
Skömmu áður en samruni bank-
anna gekk formlega í gegn undir lok
júnímánaðar síðastliðinn var til-
kynnt um að Jakob væri hættur
sem forstjóri Straums. Sú tilkynn-
ing kom nokkuð á óvart enda
hafði áður náðst samkomulag
um helstu skilmála samruna
félaganna sem gerðu með-
al annars ráð fyrir því að sam-
einaður banki yrði skipaður
tveimur forstjórum – Jakobi og
Sigurði Atla Jónssyni, forstjóra
MP banka. Fram kom í
fréttatilkynningu að
samkomulag
um að Jak-
ob hætti
störfum
sem forstjóri hefði verið gert að hans
beiðni enda hefði hann frá upphafi
talið það „betra að hafa einn forstjóra í
stafni bankans en tvo.“ Á meðal sumra
hluthafa félaganna, einkum í hlut-
hafahópi MP banka, hafði það hins
vegar ekki verið neitt launungarmál
að þeir töldu afar óheppilegt að sam-
einaður banki myndi hafa yfir að ráða
tveimur forstjórum.
„Við spyrjum að leikslokum“
Ýmislegt hafði gengið á áður
en stjórnir félaganna náðu loks
samkomulagi um að hefja formlegar
samrunaviðræður í febrúar á þessu
ári – og þar kom Lífeyrissjóður versl-
unarmanna, sem einn stærsti hluthafi
MP banka, talsvert við sögu. Þannig
eignaðist Straumur óvænt
tæplega 20% eignarhlut í
MP banka þegar félög-
in Manastur Holding
og Linley Limited í
eigu breska fjárfest-
isins Joseph Lew-
is og Rowland-fjöl-
skyldunnar, sem á
meðal annars Banque
Havilland í Lúxemborg, seldu hluti
sína í bankanum. Í hópi margra stjórn-
enda og hluthafa MP banka var litið á
kaupin sem tilraun til fjandsamlegrar
yfirtöku. Sama dag og þeir höfðu feng-
ið fregnir af kaupum Straums í bank-
anum hafði MP banki, í samfloti með
Lífeyrissjóði verslunarmanna, skrifað
undir samkomulag um kaup á 27,5%
eignarhlut Íslandsbanka í Íslenskum
verðbréfum (ÍV). Markmiðið var sett á
yfirtöku ÍV – og í kjölfarið kanna á ný
sameiningu við Virðingu.
Ekkert varð af þeim áformum
þegar Straumur tilkynnti um viku síð-
ar að bankinn hefði eignast meirihluta
í félagi sem fór með um fimmtungs-
hlut í ÍV. Þannig gat Straumur nýtt sér
forkaupsréttarákvæði með því að stíga
inn í kaup MP banka á hlut Íslands-
banka – og varð það niðurstaðan síð-
ar á árinu. Sumir hluthafar MP banka
brugðust ókvæða við þeirri ákvörðun
Straums að kaupa sig inn í Íslensk
verðbréf og sagði Helgi Magnússon,
varaformaður Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna, þá þriðji stærsti hlut-
hafi MP banka, í viðtali við Morgun-
blaðið þann 7. nóvember í fyrra að
„við kunnum ekki að meta það þegar
samkeppnisaðili læðist svona aftan að
okkur. Það er ekki góður svipur á því.
Við spyrjum hins vegar að leikslokum.“
Tæplega níu mánuðum síðar
er Lífeyrissjóður verslunarmanna
orðinn stærsti hluthafi sameinaðs
banka MP og Straums. n
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Fyrrverandi for-
stjóri Straums
Hlutur Jakobs
í sameinuð-
um banka
var 3,5%.
Sameining Sam-
einaður banki MP og
Straums verður til
húsa í Borgartúni 25.
S í m i: 567 4 8 4 0 • Fu n a h ö fð i 1 • 110 R v k .
bilo@bilo. is • w w w. b i l o. i s
Skoðaðu heimasíðuna okkar
ww
w.
bi
lo
.is
Ef
þú
er
t í b
ílahugleiðingum?
... með okkur!
FRÁ KR. 48.900