Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Síða 11
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015 Fréttir 11
Hægt gengur að bora göngin
Vaðlaheiðargöng lengdust um fjórtán metra í síðustu viku
V
aðlaheiðargöng lengd-
ust um fjórtán metra í síð-
ustu viku en verktakar
unnu þá við gerð útskots og
bergþéttingar í göngunum Eyja-
fjarðarmegin. Göngin voru þá 4.739
metra löng og því búið að bora 60,8
prósent af heildarlengd þeirra.
Framvindan í síðustu viku var
16 metrum minni en vikuna áður
þegar göngin lengdust um 30 metra.
Til samanburðar þá náðu verktakar í
göngunum að bora að meðaltali 60–
70 metra áður en stóra heitavatns-
æðin opnaðist Eyjafjarðarmegin í
febrúar 2014. Eins og komið hef-
ur fram þá hefur tekist að draga úr
flæði heits vatns inn í göngin en enn
streyma um 100 lítrar út úr göngun-
um á hverri sekúndu. Um 260 lítrar
af köldu vatni renna síðan á hverri
sekúndu út úr sprungunni sem
opnaðist Fnjóskadalsmegin í apr-
íl síðastliðnum. Vatnsflaumurinn
nam í apríl rúmum 500 lítrum á
sekúndu og því ljóst að dregið hef-
ur talsvert úr honum. Samkvæmt
Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga
minnkar rennslið nú um tvo lítra á
sekúndu á hverjum degi.
Útlit er fyrir að vatnsleki í
göngunum komi til með að seinka
opnun ganganna um rúmt ár, eins
og kom fram í DV í maí síðastliðn-
um. Þau verði í fyrsta lagi opnuð
haustið 2017 en ekki í desember á
næsta ári eins og upphaflega var
stefnt að. n haraldur@dv.is
úrval nýrra og
nýlegra sendibíla
2011 Renault Trafic L1H1 - Stuttur. Ekinn aðeins
47 þús. km. - Þjónustubók - Einn eigandi - Aksturs-
tölva - Armpúði - Fjarlægðarskynjarar - Fjarstýrð-
ar samlæsingar - Geislaspilari - Litað gler - Líknar-
belgir - Loftkæling - Rafdrifnar rúður - Rafdrifnir
speglar - Útvarp - Vökvastýri - Þjófavörn.
okkar verð: 2.390.000,- án vsk.
(2.963.600,- með vsk.)
bíllinn er á staðnum á frábæru verði!
renaUlT TraFiC sTUTTUr
HEIMILIS
ÞVOTTUR
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
Við tökum við hefðbundnum
heimilisþvotti. Við þvoum, þurrkum
og brjótum saman þvottinn þinn.
Lítil vél
1.890 kr.
Millistór vél
2.590 kr.
Stór vél
3.490 kr.
Fólk með geðraskanir í
húsnæðisvanda Sveitarfélög með umsjón frá 2011
Fólk flytji lögheimili sín til Reykjavíkur
„Reykjavíkurborg stendur mjög framarlega í þessum efnum en borgin
tók alveg við þessum málum árið 2011, frá ríkinu, gagnvart íbúum í
Reykjavík. Það liggur heilmikil vinna við að koma á búsetukjörnum
fyrir geðfatlaða,“ segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri Þjónustu
heim hjá Reykjavíkurborg.
Hún segir útreikninga sem
gerðir voru þegar málaflokk-
urinn var færður frá ríki til
sveitarfélaga ekki hafa staðist.
Eftirspurn eftir búsetu í bú-
setukjörnum hafi verið meiri
en gert var ráð fyrir við yfir-
færsluna.
„Biðlistar eftir búsetu eru
langir. Reykjavíkurborg hef-
ur hins vegar farið af stað
með átaksverkefni og reynt
að sporna við því að biðlistar
myndist og að fólk sé ekki með búsetu á geðdeild.“
Búsetukjarnar í Reykjavík fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að
stríða eru alls 15 talsins og búa þar rúmlega 100 manns.
„Borgin getur hins vegar ekki fjármagnað svona heimili endalaust,
þjónustan þyrfti því að vera margbreytilegri og svo erum við alltaf að
þrýsta á ríkið að setja meira fjármagn í þessi mál og að það viðurkenni
að þörfin sé meiri.“
Berglind segir að þar sem flestir búsetukjarnar séu í Reykjavík séu
dæmi um að fólk úr öðrum landshlutum flytji lögheimili sín til Reykja-
víkur svo það geti fengið þar þjónustu. Álagið geti því oft verið mikið.
Eftirspurn eftir þjónustu í Hafnarfirði
„Við erum með einn búsetukjarna, í Hafnarfirði, fyrir einstaklinga sem
eiga við geðræn vandamál að stríða en reynum líka að útdeila félags-
legu húsnæði til þeirra. Eftirspurnin er til staðar, hér eru einstaklingar
sem þurfa mikla þjónustu,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjöl-
skylduþjónustu Hafnarfjarðar. „Sveitarfélögin tóku við þjónustunni
árið 2011. Við erum að reyna eins og við mögulega getum að efla þjón-
ustu við geðfatlaða. Auðvitað óska sveitarfélögin eftir frekara fé og það
er af skornum skammti. Mikið þarf að byggja upp, þar á meðal atvinnu-
mál fyrir fólk sem á við geðræn vandamál að stríða.
Málaflokkurinn sveltur af ríkinu
„Við höfum tekið frá lóð við
Arnarnesvog þar sem byggja
á búsetuúrræði fyrir fatlað
fólk. Ekki er ákveðið hvort
það verði einungis fyrir þá
sem glíma við geðræn vanda-
mál,“ segir Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri Garðabæjar. Enn
hafa ekki verið reistir byggða-
kjarnar í Garðabæ.
„Það að byggja er auðvitað
kostnaðarsamt. Ýmislegt er
enn óuppgert varðandi það
hvað sveitarfélögin eigi að fá mikið fé fyrir að taka yfir þessa þjónustu.
Við eigum því enn von á lagfæringu þar að lútandi og verður það fé
notað í þessi mál.“
Gunnar segir að þegar málefni geðfatlaðs fólks hafi verið flutt yfir
til sveitarfélaga hafi legið fyrir ákveðin stefnumótun af hálfu velferð-
arráðuneytisins. „Það er svo sem minnsta mál að búa til stefnumótun
í ráðuneytum og ætla öðrum að fylgja því eftir, fjármagnið verður hins
vegar að fylgja með. Ef sveitarfélög landsins ættu að fara eftir þessari
stefnumótun þyrfti meira fé til. Þessi málaflokkur hefur hins vegar ver-
ið sveltur af ríkinu,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er jafnvel til tals hjá
sumum sveitarfélögum að skila þessum málaflokki aftur til ríkisins.“
Fagleg og fjárhagsleg ábyrgð á framkvæmd þjónustu við þá sem eiga við geðræn
vandamál að stríða fluttist frá ríki til sveitarfélaga í byrjun árs 2011. Líkt og María
Einisdóttir benti á hefur gengið misjafnlega að starfrækja slíka þjónustu hjá
sveitarfélögum landsins, búsetukjarna þar á meðal.
sér, heyra raddir eða líður mjög illa,
þótt þeir séu ekki bráðveikir. Það er þá
sem endurhæfingin þarf að taka við.“
Afleitt að þjónustu-
keðjan sé ekki liprari
„Auðvitað skýtur það skökku við að
fólk sem hefur fengið endurhæf-
ingu þurfi að bíða á Landspítalan-
um í mörg ár því engin búsetuúrræði
eru fyrir hendi. Þegar þú ert fær um
að búa á eigin vegum í búsetukjarna
sættirðu þig varla við að bíða á spít-
ala,“ segir María.
„Það er ömurlegt að bíða. Biðin
fer illa með fólk og fólki fer aftur.
Vonleysið hellist yfir það, sem er
bæði slæmt fyrir geðheilsu þeirra og
sjálfsmynd.“
Hún segir það raunar vera
óviðunandi að geta ekki útskrifað
fólk af endurhæfingardeildum og að
allir ættu að geta útskrifast. „Fyrir
þennan hóp er bara ekkert sem tek-
ur við nógu fljótt. Hinn möguleik-
inn væri að útskrifa fólk út á götu.“
Afleitt sé að þjónustukeðjan sé ekki
liprari en svo. n