Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Side 12
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201512 Fréttir J ón Viðar Matthíasson, slökkvi- liðsstjóri höfuðborgarsvæðis- ins, segir að slökkviliðið myndi eiga mjög erfitt með að bregð- ast við ef mikill eldsvoði eða sprenging yrði í Hvalfjarðargöngun- um. Slökkviliðsstjórinn vill að göngin verði tvöfölduð til að auka öryggi og auðvelda aðkomu björgunarmanna, en Spölur, eigandi ganganna, segir það ekki á dagskrá næstu fjögur árin hið minnsta. Engin björgunaræfing hefur verið haldin í göngunum síð- astliðin tíu ár. „Þetta er verkefni, að fara inn í göngin og bregðast við eldsvoða, sem við eigum ofsalega erfitt með að ráða við. Ekki bara við heldur slökkvilið al- mennt. Þegar þú ferð í björgunarað- gerð í gegnum göng sem eru eitt rör í sjálfu sér er það erfitt verkefni að glíma við. Við erum ekki með öflugan búnað sérstaklega í það,“ segir hann. Kemst ofsalega stutt inn í göngin Stutt er síðan sprenging varð í neðan- sjávargöngunum Skatestraum í Nor- egi þegar tengivagn losnaði frá olíu- flutningabíl og rakst utan í vegg. Bíllinn var að flytja 16.500 lítra af eldsneyti þegar óhappið varð. Nítján manns komust út úr göngunum og enginn slasaðist alvarlega en sex fóru á sjúkrahús eftir að hafa andað að sér reyk. Göngin eru um 1.900 metra löng en Hvalfjarðargöng eru 5.770 metrar, þar af eru 3.750 metrar und- ir sjó. Um 5.300 ökutæki óku að jafn- aði um göngin á hverjum sólarhring í fyrra. „Í Noregi réð slökkviliðið illa við þetta verkefni og þannig er stað- an mjög víða, sérstaklega í göngum sem eru orðin ákveðið gömul,“ seg- ir Jón Viðar en Hvalfjarðargöngin voru opnuð sumarið 1998, eða fyrir sautján árum. Jón Viðar segir að slökkviliðs- menn komist bara ákveðið langt inn í Hvalfjarðargöng ef þar verður alvar- legt slys. Í reykköfun dugar magn- ið á loftkútunum aðeins í ákveðinn tíma. „Þú kemst ofsalega stutt inn og þarft að vera á öruggu svæði þegar þú skiptir um kút. Ein hugmynd var að þú gætir verið með stærra loft- hylki þannig að þú gætir verið leng- ur inni. Eins að þú færir hraðar yfir ef þú værir á rafmagnsbíl heldur en að vera fótgangandi,“ segir slökkviliðs- stjórinn. Annar bíllinn tilbúinn til notk- unar Spölur keypti tvo slíka bíla, sem eru svipaðir golfbílum, fyrir þremur árum en aðeins annar þeirra er tilbú- inn til notkunar. Öðrum var ætlað að vera vestanmegin ganganna og hin- um sunnanmegin. Enn sem komið er eru þó báðir vestanmegin, á Akra- nesi. Að sögn Gylfa Þórðarsonar, fram- kvæmdastjóra Spalar, var annar bíll- inn mjög fljótt tilbúinn til notkun- ar. „Við kostuðum nauðsynlegar breytingar sem þurfti að gera á hon- um. Það stóð til boða fyrir hinn bíl- inn líka og stendur enn. Það er ekki á hreinu hvaða útfærslu þeir vilja og þar að auki eru þeir ekki tilbúnir með húsnæði,“ segir hann og á við slökkvi- liðið á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi telur líklegt að bíllinn verði geymdur í nýrri slökkvistöð í Mosfellsbæ. Tvívegis hafa slökkviliðsmenn á Akranesi farið á rafmagnsbílnum sem er tilbúinn niður í göngin til að prófa hvernig hann virkar. „Þetta létt- ir okkur að þurfa ekki að labba niður,“ segir Þráinn Ólafsson, slökkviliðs- stjóri á Akranesi. Farið inn vestanmegin vegna vindáttar Þráinn tekur fram að ef mikill elds- voði eða sprenging verður í Hval- fjarðargöngunum þá þyrfti að fara inn um göngin vestanmegin vegna vindáttarinnar sem sé í suður. „Það er bara lögmál í göngunum. Það er meiri möguleiki að gera eitthvað að vestanverðu vegna þess að hit- inn er meiri að sunnanverðu. Þess vegna leitar hann suður. Við eigum alla vega möguleika á að gera eitt- hvað þeim megin en þá þurfum við að flytja mannskap yfir. Við ráðum ekkert við það einir, það er vonlaust,“ segir hann. Slökkviliðsmenn frá höf- uðborgarsvæðinu þyrftu þá að keyra Hvalfjörðinn til að aðstoða kollega sína af Akranesi eða þá að þyrla yrði notuð til að flytja mannskap á milli staða. „Við þurfum að gera miklu betur í þessum málum,“ segir Þráinn. Einn í fullu starfi á Akranesi Hann segir öryggismyndavélakerf- ið samt sem áður gott í Hvalfjarðar- göngum, auk þess sem Spölur hafi útvegað Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar hitamyndavél sem getur greint hita í 400 metra fjar- lægð. Margt þurfi þó að lagfæra hvað varðar brunavarnarmál á svæð- inu þar í kring og þar skipi stóriðj- an sem er í næsta nágrenni sinn sess. Til dæmis er Þráinn eini slökkviliðs- maðurinn í fullu starfi á Akranesi og kalla þarf á hina sem eru í hlutastarfi ef eitthvað kemur upp á. Það hafi sinn áhrif á viðbragðstímann og úr þessu þurfi að bæta. Kolaportið er umkringt af bílastæðahúsum. Vesturgata · Mjóstræti Fjöldi stæða 106 Ráðhúsið · Tjarnargata 11 Fjöldi stæða 130 Traðarkot · Hverfisgata 20 Fjöldi stæða 270 Kolaportið · Kalkofnsvegur 1 Fjöldi stæða 270 K V IK A Opið alla verslunar- mannahelgina Laugardag, sunnudag og mánudag frá 11-17 Slökkviliðið ekki búið undir mikinn eldsvoða í Hvalfjarðargöngum n Búnaður og aðstæður af skornum skammti n Slökkviliðsstjóri bindur vonir við tvöföld göng Jón Viðar Matthíasson Slökkviliðs- stjóri höfuðborgarsvæðisins telur að erfitt yrði að bregðast við miklum eldsvoða eða sprengingu í Hvalfjarðargöngum. Gylfi Þórðarson Segir að kallað hafi verið eftir fleiri björgunaræfingum á síðustu árum. „Þetta er verk- efni sem við eig- um ofsalega erfitt með að ráða við. Ekki bara við heldur slökkvilið almennt. Þegar þú ferð í björgunar- aðgerð í gegnum göng sem eru eitt rör í sjálfu sér er það erfitt verkefni að glíma við Hvalfjarðargöng Engin björgunaræfing hefur verið haldin í Hvalfjarðargöngum í áratug. Freyr Bjarnason freyr@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.