Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Síða 13
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015 Fréttir 13
Dalshrauni 13
220 Hafnarfirði
Sími 565 2292
Settu fókusinn á
Þýsk gæði í gegn
Sumarútsalan
hafin í Hjólaspretti
20 - 50% afsláttur af völdum hjólum
Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir
Rykmoppur og
sápuþykkni frá
Pioneer Eclipse
sem eru hágæða
amerískar hreinsi-
vörur.
Teppahreinsivörur
frá HOST
Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942
Frábærar þýskar
ryksugur frá SEBO
Decitex er
merki
með allar
hugsanlegar
moppur og klúta í þrifin.
UNGER gluggaþvottavörur,
allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með:
Marpól er með
mikið úrval af
litlum frábærum
gólfþvottavélum
Tilboð fyrir hótel og
gistiheimili í apríl/maí!
Slökkviliðið ekki búið undir mikinn
eldsvoða í Hvalfjarðargöngum
n Engin brunavarnaræfing í áratug
Bindur vonir við tvöföldun
Jón Viðar bindur miklar vonir við
að Hvalfjarðargöngin verði tvö
földuð, eins og umræða hefur ver
ið uppi um. Þá verði auðveldara fyr
ir slökkviliðsmenn að athafna sig ef
alvarlegt slys verður þar.
„Það eitt og sér eykur möguleika,
bæði þeirra sem lenda í einhverju
atviki í göngum og eins líka björg
unaraðila að ná árangri,“ segir
hann. Slökkviliðsmenn myndu þá
fara ofan í þau göng þar sem ekkert
vandamál væri til staðar og þaðan
færu þeir yfir í hin göngin í gegnum
þvergöng. Þau yrðu samt ekki það
stór að hægt væri að keyra í gegn
um þau.
„Hvalfjarðargöngin eru erfitt ver
kefni fyrir viðbragðsaðila og þess
vegna er gífurlega mikilvægt að
menn virði þau fyrirmæli sem eru í
gangi varðandi göngin, eins og með
hraða ökutækja og hvenær má flytja
ákveðinn farm í gegnum göngin og
í hvaða magni. Eins þarf maður að
vera þolinmóður þegar maður fer í
gegn og virða fjarlægð á milli bíla,“
segir hann.
Engin göng næstu fjögur ár
Gylfi Þórðarson segir að ekki verði
ráðist í tvöföldun Hvalfjarðarganga
að frumkvæði Spalar. Engin göng
séu á dagskrá næstu fjögur árin.
„Spölur á og rekur þessi göng þang
að til þau eru orðin skuldlaus og
búið er að greiða allt sem þarf að
greiða. Það er áætlað að það verði
fyrir mitt ár 2019,“ segir hann. Eftir
það ákveður ríkið hvort það vilji tvö
föld göng. „Þetta er allt spurning um
peninga og hvað umferðin vex mik
ið.“
Tíu ár frá síðustu æfingu
Síðasta björgunaræfing var fram
kvæmd í Hvalfjarðargöngum árið
2005, eða fyrir áratug síðan. Í bruna
varnaráætlun Slökkviliðs Akraness
og Hvalfjarðarsveitar sem gildir frá
2012 til 2016 segir að halda þurfi
reglulegar æfingar í göngunum, til
dæmis annað hvert ár. Í reglugerð
Umhverfisráðuneytisins um bruna
varnir í samgöngumannvirkjum
frá árinu 2004 segir sömuleiðis að
slökkviliðsstjóri skuli reglulega halda
æfingar með eiganda samgöngu
mannvirkis og lögreglu í samræmi
við fyrirmæli viðbragðsáætlunar.
Jón Viðar segir það rétt að langt
sé um liðið frá síðustu björgunaræf
ingu. Í staðinn hafi verið haldn
ar minni æfingar, svokallaðar fjar
skiptaæfingar. „Stærri, umfangsmikil
æfing hefur ekki verið haldin lengi í
göngunum og í raun og veru er kom
inn tími á það. Menn hafa haft á bak
við eyrað að fara í það, í kjölfar þess
að það er búið að endurskoða við
bragðsáætlunina,“ segir hann og
vonast eftir því að björgunaræfing
verði haldin í haust.
Slík æfing myndi kosta margar
milljónir en Jón Viðar segir málið
ekki snúast um kostnað eða hver eigi
að greiða fyrir hana. „Það hefur ver
ið mikið í gangi hjá öllum. Það hafa
verið úrbætur í gangi hjá Speli varð
andi hin og þessi öryggisatriði og
menn hafa verið að bíða eftir að það
klárist. Núna er það komið fyrir horn.
Svo hefur líka verið mikið álag á við
bragðsaðilum. Við vorum í nokkur ár
með upp í loft samninga við sjúkra
flutningana og þá riðlast öll starf
semin. En það eru allir sammála um
að það megi gera betur.“
Strandar á peningum
Þráinn segir að margoft hafi ver
ið rætt um að halda björgunaræf
ingar í Hvalfjarðargöngunum. „Það
er búið að tala um það ár eftir ár að
halda æfingar en því hefur ekki verið
hrint í framkvæmd,“ segir hann og tel
ur málið stranda á peningum. „Mér
eru skammtaðir peningar af sveitar
félögunum Akranesi og Hvalfjarðar
sveit og maður er að reyna að halda
þessu gangandi,“ segir hann.
Standast þarf kröfur frá Mann
virkjastofnun. Til dæmis þurfa
slökkviliðsmenn að standast læknis
skoðun með því að fara í þrekpróf,
auk þess sem halda þarf ákveðið
margar slökkviliðsæfingar á ári. Því sé
ekki peningur á lausu til að fara í um
fangsmikla björgunaræfingu í Hval
fjarðargöngum. „Það er að mörgu að
hyggja,“ segir Þráinn.
Spurður út í björgunaræfingarnar
segir Gylfi að þeim þurfi að fjölga. „Við
höfum í gegnum árin ýtt mikið á eftir
því að hafa örari æfingar. Þetta fór að
eins af stað fyrir einu til tveimur árum
og vonandi verður ein góð áður en
við hættum.“ Aðspurður segir hann
að brunavarnarmál Hvalfjarðarganga
séu í samræmi við reglur ESB. „Þar af
leiðandi hlýtur allt að vera fullnægj
andi, þó að eflaust sé alltaf möguleiki
á að fara fram úr reglunum. Það hefur
enginn gert athugasemdir við bruna
varnirnar nú á síðari árum.“ n
Rafmagnsbíll Tveir rafmagnsbílar eru til taks hjá Slökkviliðinu á Akranesi. Aðeins annar
þeirra er nothæfur.
F
lugfélagið Air Greenland
hefur keypt 30% hlut í þyrlu
þjónustunni Norðurflugi
fyrir tvö hundruð milljón
ir króna. Með kaupunum tekur
Norðurflug yfir tvær þyrlur frá Air
Greenland auk þess sem önnur
verður í láni í vetur og næsta sum
ar. Þannig mun þyrlum í rekstri
Norðurflugs fjölga úr tveimur í
fimm.
Það var mbl.is sem greindi frá
málinu á vef sínum í gær. Þar er
haft eftir Birgi Ómari Haraldssyni,
framkvæmdastjóra Norðurflugs,
að fé lög in hafi átt í góðu sam starfi
í tæp lega fimm ár en fyr ir tækið
hef ur meðal annars áður verið
með þyrlurn ar tvær frá Air Green
land í láni.
Mik ill vöxt ur hef ur verið í starf
semi Norður flugs á liðnum árum
sem hef ur notið góðs af aukn um
fjölda ferðamanna. „Vöxt ur inn frá
ár inu 2009 er mjög áhuga verður
en þá byrjuðum við að bjóða upp
á þess ar vin sælu pakka ferðir,“ seg
ir Birg ir í samtali við mbl.is, en
áður fyrr hafi aðeins verið rukkað
fyr ir hverja klukku stund í lofti. Á
heimasíðu Norður flugs eru sex tán
mis mun andi pakka ferðir í boði,
sem kosta allt frá 25.500 krón um
til 399.900 krón ur á mann. n
Kaupir 30% hlut í Norðurflugi fyrir 200 milljónir
Fá tvær þyrlur frá Air Greenland með kaupunum
Norðurflug Þyrluflugmenn Norðurflugs
á flugi yfir eldgosinu í Holuhrauni.