Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Side 20
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201520 Fólk Viðtal E ftir hressandi sundsprett í ísköldu Norður-Atlantshaf- inu settumst við Þórunn nið- ur, gæddum okkur á ostum og hafrakexi, og byrjuðum að spjalla. Talið barst fyrst að æsku Þórunnar og voveiflegu fráfalli föð- ur hennar. „Við pabbi vorum að byrja að kynnast þegar hann dó. Hann bjó með konunni sinni í Ólafsvík og var sjómaður. Um páskana 1985 átti ég að fara til hans, nánast í fyrsta skipti. Hann átti að vera í fríi, en einn af áhöfninni var veikur og hann var kallaður út. Kvöldið áður en frétt- irnar bárust hafði ég hringt í konuna hans pabba til að tala um hvenær ég kæmi til þeirra, en eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Hún var mjög undarleg í símtalinu – mér fannst þetta skrýtið en ég var bara 12 ára og gat ekki túlkað þessa til finningu frekar. Morguninn eftir hringdi föð- uramma mín og talaði við mömmu, mamma þurfti svo að segja mér hvað hafði gerst.“ Fjórir karlmenn úr sömu fjöl- skyldu og pabbi Þórunnar, Sveinn Hlynur Þórsson, fórust með Bervík- inni þann 27. mars 1985. „Eftir þetta sjóslys var þeirri reglu komið á að það mættu ekki vera fleiri en tveir úr fjöl- skyldu saman í áhöfn. Þetta slys hjó svo djúpt skarð í einu og sömu fjöl- skylduna að það hreinlega varð að bregðast við.“ Barnung móðir Þórunn átti unga mömmu. Hún var bara 14 ára þegar Þórunn fæddist, og ein af þremur í sínum árgangi á Sauð- árkróki sem eignuðust börn þetta skólaárið. Þórunn hefur átt gott sam- band við mömmu sína alla tíð, en þær mæðgur bjuggu hjá móðurömmu Þór- unnar framan af. „Mamma var svo ung að amma tók móðurhlutverkið meira að sér. Það er fyndið að segja í dag að ég sé fjörutíuogeitthvað og að mamma sé fimmtíuogeitthvað. Mamma hafði ekki mikið talað um hvernig það var að vera svona ung mamma, fyrr en fjallað var um ungar mæður í Brestum á Stöð 2 um daginn. Hún kannaðist við margt sem þessar stelpur eru að ganga í gegnum og gat sett sig í þeirra spor. Til dæmis hvernig hún var litin hornauga þegar hún mætti í mæðraskoðun, og fólk vorkenndi ömmu skelfilega yfir því að eiga hana.“ „Mér fannst ekkert skrítið að eiga unga mömmu. Nema kannski að því leyti að aðrar vinkonur mínar áttu vel stæða foreldra sem voru búnir að koma sér fyrir – við höfðum ekki efni á fínum fötum eða íburði. Ástandið jaðraði við fátækt en mamma vann í kjötvinnslunni, svo við vorum frekar oft með stuttar pylsur og sprungin bjúgu á diskunum,“ segir Þórunn. „Ég man hvað mig langaði að fá venju- legar pylsur sem pössuðu í pylsu- brauðin. Áleggin voru endar sem við púsluðum á brauðið. Auðvitað var þetta matur og það skipti mestu. En ég öfundaði vinkonur mínar þegar ég heimsótti þær – skinkusneiðarnar á þeim heimilum pössuðu á brauðið.“ Leitar að skýringum Þórunn ólst upp til fjögurra ára aldurs á Sauðárkróki. Hún minnist þess að einn daginn fóru mamma hennar og stjúpi suður. „Þau fóru en ég vissi ekki alveg af hverju. Svo var ég allt í einu rifin upp, það var pakkað í tösku og ég send suður í flugvél. Ég fór úr 300 fer- metra húsi ömmu minnar, þar sem ég lifði góðu lífi með fullt af vinkonum í nágrenninu, frænkum og ömmum, í agnarlitla íbúðarholu í Álftamýri þar sem ég svaf í svefnsófa frammi í stofu. Mamma segir að ég hafi fengið einhvers konar taugaáfall við þetta, ég held að það sé rétt hjá henni. Ég var rifin upp með rótum úr stórum garði og sett í pínulítinn blómapott. Við fluttum aftur á Krókinn áður en ég byrjaði í skóla. Það var mikill létt- ir, en ég held að þetta sitji í mér, hafi verið áfall. Ég er dálítið að leita í barn- æskunni að skýringum, eða einhverju sem gæti hjálpað mér að skilja hvern- Þórunn Elva Sveinsdóttir er konan sem komst í fréttirnar ekki alls fyrir löngu þegar upp komst um stórfelldan fjárdrátt á Sauðárkróki. Þessi þriggja barna móðir lifði frekar venjulegu lífi en varð spilafíkn að bráð. Hún fékk þriggja mánaða dóm og á að endurgreiða milljónirnar 26 sem hún dró sér í starfi hjá bæjarskrifstofum Sauðárkróks. Ragnheiður Eiríksdóttir settist niður með Þór- unni eftir hressandi sjósund og þær spjölluðu um lífshlaup hennar – föðurmissi í æsku, hvernig fíknin náði tökum á henni og hvernig lífið heldur áfram eftir skiln- að, brottflutning af æskuslóðum og umtalið sem fylgdi dómsmálinu. Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is „Ég stal 26 milljónum“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.