Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Page 21
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 2015 Fólk Viðtal 21 ig ég lenti í vítahring fíknar og þung­ lyndis. Ég veit ekki hvort eitthvað alvarlegra gerðist.“ Þurfti alltaf kærasta Frá unglingsárunum átti Þórunn alltaf kærasta. „Þetta var eitthvert öryggis­ atriði, ég gat aldrei verið ein. Eftir all­ nokkra kærasta, nokkrar sambúðir og fæðingu elsta barnsins míns hitti ég loks manninn minn. Við erum ný­ lega skilin en hann er yndislegur og ég held að hann hafi bjargað mér. Hann fann að það var ekki í lagi með mig og áttaði sig á því að ég væri þunglynd. Þegar þau hjónin voru búin að eignast tvö börn saman, fór eiginmað­ ur Þórunnar að vinna í virkjun og var í burtu svo vikum skipti. „Ég stóð eftir ein með þrjú börn og þoldi það mjög illa. Ég hefði líklega aldrei getað orðið sjómannskona. Á þessum tíma kynnt­ ist ég ircinu, gömlu spjallrásinni, og fór að spjalla við fólk. Ég hætti að hitta vini mína og var alltaf í tölvunni. Við vorum með innhringimódem og þetta var hræðilega dýrt spaug. Þarna kynntist ég fyrst tölvufíkn­ inni – uppgötvaði að á ircinu gat ég verið einhver allt önnur – það var ótrúlega lokkandi fyrir mig. Ég sagði ekki frá mínum aðstæðum heldur tók mér annað hlutverk og var stöð­ ugt í einhverjum leik. Þegar ég horfi til baka sé ég hvað þetta var sjúk­ leg hegðun. Ég vissi ekkert hvaða fólk var á bak við nöfnin á skjánum, þannig að þetta var engin raunveru­ leg tenging við aðra. Tölvufíknin fór stigversnandi og þróunin var hröð. Ég var farin að eyða stórum hluta dags­ ins í þetta, og annað sat á hakanum. Maðurinn minn reyndi að hringja heim á kvöldin en það var alltaf á tali því ég var að nota línuna til að tengj­ ast netinu – þetta var fyrir tíð gemsa og háhraðatenginga.“ Þunglyndi tók við Þegar maður Þórunnar hætti í virkj­ uninni og fór að vera meira heima sá hann strax að það var eitthvað bogið við þessa hegðun. Þórunn tók sig á og hætti að dvelja langtímum saman á ircinu, en þá virtist hún missa fót­ anna enn frekar. „Þegar ég hafði ekki lengur tölvusamskiptin og tengslin við þennan gerviheim hrapaði ég nið­ ur í djúpt þunglyndi.“ Þórunn gekk í nokkra mánuði til geðlæknis sem vann á þeim tíma á Sauðárkróki, en fékk afskaplega litla hjálp. „Hann var gamall og ótrúlega steiktur. Í hvert skipti sem ég kom þurfti ég að útskýra hver ég væri. Hann ruglaði mér saman við hverja einustu konu sem var í meðferð hjá honum og þetta var mjög undarlegt. Eftir nokkra mánuði sá ég að þessar heimsóknir voru ekkert að gera fyrir mig og hætti að ganga til hans. Ég fór í staðinn til heimilislæknisins míns sem stakk upp á því að ég færi á þung­ lyndislyf sem var nýtt á þeim tíma. Lyfin hjálpuðu á þann veg að þung­ lyndið lét undan, en á sama tíma var eins og allar tilfinningar yrðu flatar. Ég fann hvorki sorg né gleði, var alltaf flöt og ekkert hreyfði við mér. Mér leið eins sama hvað var í gangi, fann al­ veg sömu tilfinningar í jarðarförum og brúðkaupum. Ég var í Hollandi, andlegu flatlendi, á meðan aðrir voru í ítölsku ölpunum, með eðlilegar til­ finningasveiflur. Eftir á að hyggja vildi ég að einhver hefði sparkað í mig og opnað augu mín fyrir því hvað ég var flöt – ég fann það ekki sjálf.“ Matarfíkn, súkkulaði og lakkrís Þarna byrjaði matarfíknin að láta á sér kræla. „Munstrið mitt virtist vera þannig að ég fann mér nýja og nýja fíkn til þess að fylla upp í tilfinninga­ lega tómið. Ég man eftir að hafa hellt niður mjólk til að hafa afsökun til að fara út í búð – og alltaf keypti ég sæl­ gæti í leiðinni. Ég borðaði í leyni, faldi mat og sælgæti eins og dóp. Ég var með nammi alls staðar, í nærfata­ skúffum og innst í skápum. Súkkulaði og lakkrís eru minn Akkilesarhæll. Ég fór ekki út í búð fyrir minna en tíu súkkulaðistykki, ég át þau kannski ekki öll í einu, en alltaf nokkur. Til­ finningin þegar ég var búin var alltaf sú sama – „djöfull ertu ógeðsleg“ – þá leið mér illa og fór beint í næsta súkkulaðistykki til að reyna að deyfa mig. Ekta vítahringur.“ Þórunn, sem er 162 cm á hæð, varð þyngst 130 kíló og notaði á þeim tíma gallabuxur númer 54. „Það kom að því að heilsan fór að gefa sig og þá varð ég hrædd. Ég vissi að ég mundi deyja ef ég gerði ekkert í mínum málum. Ég fékk hjartsláttartruflan­ ir, blóðþrýstingurinn var orðinn hár, ég var komin með kæfisvefn og hraut eins og brjálæðislega stór karlmað­ ur, stoðkerfið í molum og sykursýki 2 var örugglega alveg á næsta leiti. Ég fékk áfall í síðasta skiptið sem ég flaug svona stór, ég gat ekki spennt beltið og þurfti framlengingu. Það var svo skelfilega vandræðalegt, mig langaði að deyja úr skömm.“ Missti helming líkamsþyngdar Þórunn segist ekki hafa fengið nein­ ar athugasemdir að ráði frá fjöl­ skyldunni þó að hún þyngdist stöð­ ugt. „Það var einna helst mamma sem sagði eitthvað við mig. Systir mín fór á undan mér í magaminnkunar­ aðgerð, hún er lægri en ég og varð 160 kíló – ég féll kannski dálítið í skugg­ ann af henni.“ Heimilislæknir Þórunnar benti henni á að námskeið væri að fara af stað á Króknum fyrir fólk sem væri að íhuga magaminnkunaraðgerð. „Ég ákvað að taka þátt og þetta var frábært námskeið með sálfræðingum, nær­ ingarfræðingum og þjálfurum. Svip­ að og er í gangi á Reykjalundi. Mér tókst þarna að byrja að léttast, en það var forsendan fyrir því að ég kæmist í aðgerðina. Svo ákvað ég að slá til, og fólkinu mínu létti greinilega mikið við þá ákvörðun. Um leið og ég vaknaði úr svæfingunni fann ég að þetta hafði verið rétt ákvörðun.“ Þórunn er búin að missa milli 60 og 70 kíló, eða um helming af líkams­ þyngd sinni. „Mesta þyngdin rann af mér nánast strax, það tók ekki nema nokkra mánuði. Ég var alltaf að kaupa mér föt. Ég labbaði út úr búð með ný föt í poka og þau voru nánast orðin of stór þegar ég kom út í bíl. Ég fór úr buxnastærð 54 niður í 36. Þetta eru næstum því tuttugu númer.“ Ég spyr Þórunni hvort hún hafi haft miklar væntingar til að hefja nýtt líf í léttari líkama – hvort aðgerðin hafi staðist væntingar hennar varðandi líðan og ró í huganum. „Ég tók ekki eftir miklum sálarlegum breyting­ um fyrst. Það snerist meira um lík­ amann, allt varð léttara. Þegar ég fór að fara meira út á meðal fólks og fá ýmiss konar athugasemdir og hrós á götu leið mér undarlega. Ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessari miklu og jákvæðu athygli. Mér fannst fólk vera að hæðast að mér og á sama tíma undarlegt að öllum fyndist sjálfsagt að ræða líkama minn á þennan hátt.“ Fíknin var ekki farin Þrátt fyrir líf í nýjum líkama blundaði fíknin innra með Þórunni og ekki leið á löngu þar til hún steig næsta skref – að þessu sinni inn í hyldýpi spilafíkn­ ar. „Þetta byrjaði af alvöru eftir að­ gerðina, ég var laus undan namminu en lítið búin að vinna með fíknina. Auglýsingar í sjónvarpinu komu mér á sporið og ég byrjaði að þræða mig í gegnum pókersíðu eftir pókersíðu á netinu. Fljótlega var ég búin að sprengja öll kreditkortin. Á einhvern undarlegan hátt tókst mér alltaf að fela þetta fyrir manninum mínum. Hann hafði ekki grænan grun um að ég væri að spila póker á netinu – hefði líklega fundist það algjör fjarstæða. Þetta var stórt leyndarmál.“ Í upphafi var pókerspilið spennandi, en Þórunn eyddi ekki mjög löngum stundum við tölvuna. Það breyttist þó fljótt. „Þetta framkall­ aði ákveðna adrenalínvímu – stund­ um vann ég eitthvað og þá var kikkið svakalegt. Auðvitað vatt þetta upp á sig og ég missti algjörlega stjórn. Líð­ an mín versnaði og skömmin var mik­ il, samt sótti ég í þetta. Þetta virkar eins og eiturlyf, ómótstæðilegt en meiðandi. Tíminn flaug og ég gat setið við tölvuna sex klukkutíma án þess að taka eftir því. Allt annað stopp­ aði, ég hafði auðvitað ekki tíma til að sjá um heimilið – hvorki þrífa, baka né annað. Áður var ég bara eðlileg manneskja hvað þetta varðaði. Þegar ástandið var sem verst tímdi ég ekki að fara á klósettið og sturtuferðir urðu æ sjaldgæfari. Ég gerði ekkert nema að spila, það átti hug minn allan.“ Stjórnleysi fíkilsins Þórunn lýsir hugsanagangi spilafík­ ilsins fyrir mér. „Þú ætlar alltaf að vinna, ferð að skulda svo mikið og ert alltaf með stóra planið sem gengur út á að borga allt sem þú skuldar, og eiga afgang. Upphæðirnar verða hærri og hærri, þetta byrjar kannski á tíuþús­ undkalli, þú skuldar hann, leggur sömu upphæð undir til að vinna fyr­ ir skuldinni og tíu þúsund auka – svo þegar þú tapar er skuldin komin í tutt­ ugu þúsund – og svona gengur þetta koll af kolli. Mínusinn vex og stjórn­ leysið með. Ég ætlaði alltaf að koma út í gróða og þá sjaldan það gerðist þá lagði ég bara meira undir, ég hætti ekki. Ég spilaði með mjög háar fjár­ hæðir og lagði undir allt að því millj­ ón í einstökum spilum.“ Aðgengi að milljónum Þórunn stundaði netpóker í frí­ „Ég vildi óska að ég hefði ekki gert þetta og ég vildi óska að spilafíknin hefði ekki heltekið mig með þessum afleiðingum Matarfíkn, spilafíkn og fjárdráttur Saga Þórunnar er lyginni líkust, en þrátt fyrir allt lítur hún björtum aug- um á framtíðina. MyndIR SIgtRygguR ARI „Ég stal 26 milljónu “ Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Fáðu gust úr vandaðri Honeywell viftu Gæða viftur - margar gerðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.