Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Qupperneq 22
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201522 Fólk Viðtal tíma sínum en á þessum árum starfaði hún sem aðalbókari og síðar fjármála- fulltrúi hjá Sauðárkróksbæ. Í ágúst í fyrra var sagt frá því í fjölmiðlum að rúmlega fertug kona hefði verið hand- tekin fyrir að draga að sér 26 milljónir í starfi hjá Sauðárkróksbæ. Þessi kona var Þórunn. Fjárdrátturinn byrjaði árið 2009 og stóð yfir í fjögur ár. „Ég hafði aðgang að nokkur hundr uð milljónum í starfi mínu. Ég man þegar ég gerði þetta fyrst – mér fannst það spennandi – og ég ætlaði alltaf að borga peninginn til baka. Ég leit á þá sem lán til að byrja með, svo var þetta komið langt yfir öll mörk. Ég skil ekki að háskólamenntaðir endur- skoðendur frá KPMG skyldu ekki sjá þetta. Þeir fóru í gegnum þrjú árs- uppgjör án þess að sjá að það vantaði margar milljónir í reksturinn. Auð- vitað átti ég aldrei að gera þetta og ég vildi svo innilega að þeir hefðu séð þetta fyrr.“ Húsleit og handtaka Mikil vanlíðan fylgdi fjárdrættinum og að lokum kom að því að hún sá sér ekki fært að sinna starfi sínu lengur. „Ég sagði upp starfi mínu, fór heim og svo beið ég bara eftir því að það kæm- ist upp um mig. Ég vissi að dagurinn mundi renna upp – ég stal 26 millj- ónum! Biðin tók þrjá mánuði. Hinn 1. apríl 2014 bankaði her manna upp á hjá mér. Þeir veifuðu blaði með hús- leitarheimild og ruddust inn. Börn- unum mínum var vísað út og mér var skipað að setjast á stól. Ég spurði hvort þetta væri aprílgabb. Þetta var áfall en líka ótrúlegur léttir – ég var búin að bíða eftir þessum degi. Fólk- ið mitt vissi ekkert hvað var í gangi. Ég fékk að kalla út um gluggann að ég mundi hringja í þau seinna.“ Mennirnir með húsleitarheim- ildina voru frá saksóknara fyrir sunn- an, þeir héldu að Þórunn hefði jafn- vel falið peningana og leituðu vel og vandlega á öllu heimilinu. Sími Þór- unnar og tölvur voru gerðar upp- tækar og sjálf var hún handtekin. „Ég var sett inn í lögreglubíl og keyrð 50 metra spöl á lögreglustöð- ina. Þar beið ég í dálítinn tíma eft- ir Stefáni Ólafssyni lögfræðingi, sem kom frá Blönduósi. Ég játaði brot mín strax og hann birtist. Hann var yndislegur frá fyrstu stundu og hefur reynst mér mjög vel.“ Eftir yfirheyrslu og játningu var Þórunni sleppt og við tók erfið- ur tími með fjölskyldunni. „Maður- inn minn varð mjög reiður – skiljan- lega. Við tókum strax ákvörðun um að segja börnunum sannleikann og leyfa þeim að spyrja þeirra spurninga sem mundu kvikna. Þarna voru yngri börnin okkar 16 og 17 ára. Þarna um kvöldið upplifði ég að sonur minn stóð upp sextán ára gamall og faðm- aði mömmu sína. Þegar maðurinn minn jafnaði sig á reiðinni helltist yfir hann mikil sorg. Við hættum að sofa í sama herbergi – ég vil samt ekki meina að þetta hafi verið ástæðan fyr- ir skilnaði okkar. Hjónabandið okkar var eins og barmafullt glas sem stóð á borðbrún og það þurfti ekki mikið til að kollsteypa því.“ Búin að eyðileggja allt En hvernig líður konu sem er nýbúin að játa tugmilljóna fjárdrátt og stend- ur frammi fyrir ráðvilltri fjölskyldu sinni? „Mér fannst ég búin að eyði- leggja allt. Við fengum aðstoð sál- fræðings, Ingvars Guðmundssonar, hittum hann saman og hvort í sínu lagi. Hann benti mér á að ég þyrfti að losna við þunglyndislyfin hið fyrsta og hefur aðstoðað mig við niðurtröppun þeirra. Þetta er búið að vera eins og að hætta á eiturlyfjum. Ég hef feng- ið alls konar líkamleg fráhvarfsein- kenni, kippi og svitaköst, titring og kulda, ógleði og svima. Sem betur fer er ég nánast komin á leiðarenda. Ég er ennþá á örlitlum skammti og sé fram á að vera orðin lyfjalaus í ágúst.“ Manneskja í speglinum Þórunn lýsir því sem miklum létti að losna undan lyfjunum. „Allt í einu fór ég að sjá manneskju í speglinum. Ég uppgötvaði að ég hafði ekki séð mig svo árum skipti. Þetta var léttir en á sama tíma talsvert áfall. Það voru nánast engir speglar á heimilinu og núna finnst mér eins og ég hafi aldrei séð meira en svörtu punktana í aug- unum þá sjaldan að ég leit í spegil – ég sá ekki persónu. Ég málaði mig aldrei því ég sá mig ekki.“ Ég spyr Þórunni hvaða tilfinningar þetta hafi framkallað. Þótti henni vænt um það sem hún sá eða fann hún fyrir gömlu sjálfsfyrirlitningunni? „Mér þótti ekki vænt um það sem ég sá. Það er þó byrjað að lagast núna. Ég hélt að þessi manneskja myndi bara hverfa aftur, en hún er þarna ennþá og ég er byrjuð að vinna í að kynn- ast henni. Ég á mikla sjálfsvinnu fram undan. Ég er til dæmis nýbúin að læra að það er í lagi að eiga slæma daga og það er í lagi að gera mistök.“ Ekki velkomin á AA-fund Þórunn fór í meðferð við spilafíkn hjá SÁÁ og á meðan hún bjó enn á Sauðárkróki sótti hún 12 spora fundi á Akureyri með öðrum spilafíklum á hverjum laugardegi. „Ég var með mikla fordóma til að byrja með. Var eina konan í hópnum og fannst karlarnir allir hálfskrýtn- ir og vitlausir. Það rjátlaðist af mér þegar ég sá að við vorum öll með svipaða reynslu og sama vandamálið. Ég spurði hvort ég mætti mæta á AA- fundi á Sauðárkróki en þangað var ég ekki velkomin.“ Ákæra og dómur Í ágúst 2014 var ákæran gefin út. Ákæruvaldið krafðist refsingar og þess að Þórunn myndi endurgreiða þær 26 milljónir sem hún dró að sér. „Það stóð til að Héraðsdómur Norðurlands vestra myndi taka mál- ið fyrir, en sem betur fer var ákveðið að færa þinghaldið. Ég er mjög þakk- lát fyrir það. Dómurinn er til húsa á mínum gamla vinnustað og umhverf- ið stóð allt of nærri mér. Þetta er stórt vandamál í svona litlum samfélögum.“ Dómurinn féll í byrjun janú- ar á þessu ári. Þórunn fékk samtals þriggja mánaða dóm og þar af að sitja í fangelsi í einn mánuð. Einnig á hún að endurgreiða milljónirnar 26 sem hurfu úr bókhaldi bæjarfélagsins. Hrakin burt úr heimabænum Dvölin í heimabænum varð æ erfiðari eftir að dómurinn féll og brot Þórunn- ar varð opinbert. „Ég frétti af alls kyns umtali um mig. Fólk var hneykslað á því að ég léti hreinlega sjá mig úti í búð. Ég veit ekki hvar ég hefði átt að sækja mat fyrir fjölskylduna annars – og það var ým- islegt mjög rætið og alls konar ósann- indi sem ég heyrði utan að mér.“ Við þetta fór Þórunn að einangra sig í ríkara mæli og fór minna og minna út úr húsi. „Það er dásamlegt að tilheyra svona litlu samfélagi og ala börnin sín upp en ef eitthvað svona kemur upp á ertu tekin af lífi. Þetta var mjög erfitt en á sama tíma fékk ég að kynnast því hverjir raunverulega eru vinir mínir. Ég ætlaði að þrjóskast við og ekki láta hrekja mig úr bænum, ef mér hefði tekist það hefði ég orðið „heimaskrýtin“. Það versta var þegar ég fékk skriflegt bréf um að ég væri ekki velkomin í hlaupahópnum. Þá gafst ég nánast upp og upplifði algjört niðurbrot.“ Þarna fór Þórunn að hugsa alvar- lega um að flytja suður og þau hjón- in ræddu æ oftar um skilnað. Ég spyr hana hvort hún hafi einhvern tíma verið nálægt því að tékka endan- lega út – að enda líf sitt. „Já, ég neita því ekki. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar ég komst næst því. Þá var ég að keyra til Reykjavíkur til að fara í meðferðina hjá SÁÁ. Ég var næstum því búin að keyra fram- an á flutningabíl sem keyrði á móti mér. Ég stoppaði bílinn og þurfti að jafna mig og anda. Það sem kom í veg fyrir að ég gerði þetta var missir sem dóttir mín hafði nýlega upplifað. Vinkona hennar lést í skelfi- legu slysi sem átti sér stað á þenn- an hátt – ég gat ekki lagt þetta á hana. Sem betur fer varð sú hugsun yfir- sterkari.“ Unglingar yndislegir Þórunn fann sér fleiri og fleiri afsakan- ir til að þurfa ekki að fara út úr húsi og tók minni og minni þátt í lífinu. „Það eina sem kom mér út úr húsi var að ég fór í Fjölbrautaskólann til að vinna mig í átt að stúdentsprófi. Krakkarn- ir tóku mér frábærlega og voru for- dómalaus þrátt fyrir að eflaust vissu þau mína sögu. Þau hvöttu mig til að taka þátt í félagslífi og sýndu mér ótrú- lega hlýju. Þeir urðu mínir félagslegu bjargvættir. Unglingar eru í algjöru uppáhaldi hjá mér eftir þessa reynslu.“ „Auðvitað þykir mér mjög vænt u Skagafjörð og Sauðárkrók. Það eru mínir heimahagar og þar á ég mína ættingja og rætur. Ég er flutt burtu núna, en ég fer og mun halda áfram að fara reglulega að heimsækja mitt fólk. Hlýja tilfinningin sem altekur mig þegar ég keyri niður Þverfjallið og sé eyjarnar á firðinum er einstök. Ég mun samt ekki mæta á Sæluvikuna eða þorrablót – hvað þá skella mér á barinn.“ Ég spyr Þórunni hvernig tilfinn- ing það sé að hafa verið hrakin burt úr heimabæ sínum. „Ég er mjög leið yfir því og iðrast þess sem ég gerði. Ég vildi óska að ég hefði ekki gert þetta og ég vildi óska að spilafíknin hefði ekki hel- tekið mig með þessum afleiðingum. Á sama tíma er ég sár yfir því að ég fái ekki tækifæri til þess að bæta mig og verða betri manneskja í augum sam- félagsins.“ Nýir tímar og óvissa Í haust ætlar Þórunn í leiðsögu- mannanám. Framtíðin er að öðru leyti óviss þar sem úrræði fyrir kon- ur til að sitja af sér fangelsisdóma á Íslandi eru engin um þessar mundir. „Ég er að læra að lifa í núinu – ég get ekki haft áhrif á neitt annað. Ég kvíði því ekki að sitja í fangelsi, finnst ég al- veg eiga það skilið og get auðvitað tek- ið því. Auðvitað er erfitt að vita ekkert hvernig þetta verður eða hvenær það skellur á. Ég skulda þessar 26 milljón- ir en í dag á ég engan pening og engar eignir svo um þann hluta ríkir líka mikil óvissa. Það hefur hjálp- að mér mikið að læra aðferð- ir hugrænnar atferlismeðferð- ar, ég get farið í matvörubúð núna og horft framan í fólk, hleyp ekki í gegn eins og áður, dauðhrædd um að einhver taki eftir mér. Uppbyggingin er rétt að byrja, ég vissi að ég ætl- aði í sjósund í dag, svo í viðtal, en ekkert meira. Ég finn fyr- ir meira umburðarlyndi, ég var áður svo hrædd við höfnun að ég brynjaði mig, fannst margir vera bján- ar og gaf fólki ekki séns. Núna ætla ég að gefa öllum séns. Fíknin blundar í mér, hún er enn- þá verk efni, en núna vonast ég til að fá einhverja góða fíkn, líkams- rækt eða eitthvað.“ En var þessi reynsla jákvæð að einhverju leyti? „Ég veit ekkert hvert ég stefni, ég finn já- kvæðar breytingar en mikla óvissu líka og þrátt fyrir allt lít ég björtum augum á framtíðina.“ n „Ég gerði ekkert nema að spila – það átti hug minn allan Gamlárskvöld 2010 Þarna var Þórunn orðin 130 kíló og heilsan farin að gefa sig. „Fíknin blundar innra með mér“ Þórunn gerir sér grein fyrir því að baráttunni við fíknina er ekki lokið. ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.