Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Síða 26
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201526 Sport
Fæst í apótekum og verslunum um land allt
FRÁBÆRT Í FERÐALAGIÐ
Sótthreinsiklútar
alltaf við hendina
Sótthreinsigel í
handhægum umbúðum
Neðanþvottaklútar
ómissandi í útileguna
Farðahreinsiklútar
mildir og rakagefandi
Hand- og andlits hreinsiklútar
fyrir klístraða krakkaALLAN
HRINGINN
Af hverju er Zlatan sá eini
frá Skandinavíu í toppliði?
Þ
egar ég var að alast upp
voru Skandinavar hjá bestu
liðunum og landsliðin náðu
frábærum árangri. Svíar fóru
í undanúrslit á EM 92 og 94.
Danir urðu Evrópumeistarar 92 en
frá því Svíar fóru í undanúrslit á HM
94 hefur ekkert gerst hjá landsliðun-
um á stórmótum. Nema einstaka
sætir sigrar eins og hjá Norðmönn-
um á Brasilíu á HM 98 og Spánverj-
um á EM 2000.
Á níunda og tíunda áratugnum
voru leikmenn frá Svíþjóð, Noregi
og Danmörku áberandi meðal þeirra
bestu. Í Evrópusmeistaraliði PSV árið
1988 voru þrír Danir með Sören Ler-
by fremstan í flokki, Michael Laudr-
up var í Juventus, Barca og Real Ma-
drid, Preben Elkjær hjá Verona (sem
þá var stórlið og var ítalskur meist-
ari 1985), Jan Mölby hjá Liverpool og
Peter Schmeichel hjá Man Utd besti
markvörður heims. Anders Limp-
ar hjá Arsenal og Thomas Brolin hjá
Parma. Síðan kom norska sprengj-
an í enska boltann. Þar sem norskir
leikmenn fóru mikinn hjá Manche-
ster United, Chelsea og sérstaklega
Liverpool. Og svona má lengi telja.
Meira að segja Finnar, sem eru utan
Skandinavíu áttu frábæra leikmenn.
Jari Litmanen var einn besti fram-
herji Evrópu þegar hann lék hjá Ajax
og Sami Hyypia var harður í horn að
taka í Liverpool-vörninni.
En á undanförnum fjórum
til fimm árum hefur aðeins einn
Skandinavi verið í flokki bestu fót-
boltamanna heims. Svíinn Zlat-
an Ibrahimovic sem er 34 ára fram-
herji PSG í Frakklandi. Vissulega eru
efnilegir strákar á leiðinni frá Norð-
urlöndunum en sannleikurinn er sá
að Zlatan er eini Norðurlandabúinn
sem er að gera eitthvað hjá stórliði.
Hver er ástæðan? Til að að komast
að því þarf að fara í hávísindalega
rannsókn. Ég er aðeins að kasta
þessu fram þar sem ég hef orðið var
við þessa umræðu í fjölmiðlum í Sví-
þjóð, Danmörku og Noregi. Sumir
segja að flest börnin fái uppeldi án
ögrunar og þau hreinlega hafi það of
gott. Aðrir segja að þjálfunin sé ekki
nógu góð, því öfugt við það sem við
þekkjum hér á landi þar sem mennt-
aðir þjálfarar þjálfa börnin okkar eru
það oftast pabbar í liðunum sem
þjálfa í Skandinavíu. Þá er bent á það
að áherslan á að allir séu jafnir sé of
mikil í þessum löndum sem þýði að
þeir sem skari fram úr fái ekki verk-
efni við sitt hæfi. En hver sem ástæð-
an þá er þá er staðreyndin sú að nú
þegar leiktímabilið 2015/2016 er að
hefjast þá er Zlatan sá eini sem er að
gera eitthvað hjá stórum klúbbi. n
Hjörvars Hafliðasonar
Hápressa
5 Ragnar Sigurðsson (Ísland) – Fyrir mér besti varnarmaður Norður-landanna. Kannski vanmetnasta púslið í öskubuskuævintýri íslenska landsliðsins.
Á heima í sterkara liði en hefur það eflaust gott í Rússlandi.
Við eigum fleiri
Við Íslendingar sem erum utan
Skandinavíu erum aðeins 330 þús-
und en stöndum okkur vel og fram-
leiðum líklega mun fleiri atvinnu-
menn og toppleikmenn heldur
en eðlilegt getur talist. Þrátt fyrir
einstakan árangur landsliðsins á
undanförnum árum þá er Gylfi Sig-
urðsson sá eini sem leikur í topp
4 deild á næstu leiktíð (Spánn,
Þýskaland, England og Ítalía.)
Hörður Magnússon er vissulega
leikmaður Juventus en ólíklegt
verður að teljast að hann leiki með
ítölsku meisturunum á næstu leik-
tíð. Samkvæmt mínum heimild-
um hafa Verona á Ítalíu og Werder
Bremen áhuga á kappanum.
2 Gylfi Sigurðsson (Ísland) – Einstakur
spyrnu maður. Fjölhæfur leikmaður
sem getur bæði skorað og lagt upp.
3 Cristian Eriksen (Danmörk) – Litla
útgáfan af Gylfa. Hættulegur í
föstum leikatriðum, með mikinn
leikskilning.
4 Kasper Schmeichel (Danmörk) – Besti markvörð-
ur Norðurlandanna. Væri enn betri ef
hann tæki af sér 3–4 kíló af fitu.
5 bestu
leikmenn
Norður-
landanna
1 Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð) – Langbesti
leikmaður Norðurlandanna. Er einhver
ósammála?
Zlatan
Ibrahimovic