Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2015, Page 34
Helgarblað 31. júlí–4. ágúst 201534 Menning Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Elskan, ég minnkaði ofurhetjuna M argar varúðarbjöllur fóru í gang þegar tilkynnt var að Ant-Man yrði nýjasta ofur- hetjumynd Marvel, kannski ekki síst sökum sögupersónunn- ar sjálfrar. Mauramaðurinn er svo ómerkilegur að hann hefur varla verðskuldað eigin blöð, hvað þá bíó- mynd. Og það að minnka sig eru tak- markaðir ofurkraftar, svo takmarkaðir að strax í öðru Avengers-blaðinu sem hann kom fram í gat hann stækkað sig líka og nefndist þá Giant-Man. Helsta afrek hans er að skapa ofurskúrkinn Ultron, en Tony Stark stal af honum glæpnum í síðustu Avengers-mynd. En Marvel bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Eftir hina of- hlöðnu Avengers 2 er nánast gott að byrja aftur frá grunni og kynna eina hetju til sögunnar svo andi fyrstu Iron Man svífur yfir vötnum. Og ofur- kraftar hans reynast skemmtileg til- breyting sem bjóða upp á frumlegar og spennandi hasarsenur með maurum og leikfangalestum. Vissulega er margt hér sem minnir á Honey, I Shrunk the Kids, Sexy Beast eða jafnvel 2001, en þó er nógu mikill hressileiki yfir þessu öllu til að úr verði úrvals sumarskemmtun. Marvel-kvikmyndaheimurinn er nú orðinn svo stór að hægt er að henda í aukapersónur og vísanir út og suður án þess að tapa þræði. Nýjustu tæknibrellurnar í Holly- wood snúast þó um að yngja leikara og tekst vel til. Í T5 sáum við Arnie sem lík- amsræktarkappa og hér er það Mich- ael Douglas sem er aftur orðinn eins og í Romancing the Stone. Kannski getur Fordarinn aftur orðið Indy eftir allt saman. En í millitíðinni bíðum við spennt eftir næstu Marvel-mynd. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Ant-Man IMDb 7,9 RottenTomatoes 79% Metacritic 64 Leikstjóri: Peyton Reed Handrit: Edgar Wright og fleiri Aðalhlutverk: Paul Rudd, Evangeline Lilly og Michael Douglas 117 mínútur Metsölulisti Eymundsson 22.–28. júlí 2015 Íslenskar bækur 1 Konan í lestinniPaula Hawkins 2 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson 3 Hamingjuvegur Liza Marklund 4 NicelandKristján Ingi Einarsson 5 DavíðsstjörnurKristina Ohlsson 6 Íslenski vegaaltasinnÝmsir 7 Blóð í snjónumJo Nesbø 8 Ljós af hafi M.L.Stedman 9 Einn plús einnJojo Moyes 10 I Was Here Kristján Ingi Einarsson Falinn skógur í fjörunni n Hönnun úr rekaviði sýnd í gamalli síldarverksmiðju í Djúpavík á Ströndum Þ egar keyrt er í átt að Djúpa- vík á Ströndum, nánast yfir- gefnu sjávarþorpi á aust- urhnakka Vestfjarða, getur maður ekki annað en tek- ið eftir hrúgum af rekaviði sem liggja víðs vegar við strandlengj- una. Í landi sem er svo skóglaust að þekktur brandari hvetur þá sem týnast í skógi að standa upp, hef- ur þetta timbur gegnt mikilvægu hlutverki í hönnunarsögu landsins – hvort sem það hefur verið nýtt í húsabyggingu, girðingastaura eða smærri smíðagripi. Lengi vel trúðu Íslendingar því að trén yxu á hafs- botni fyrir norðan landið – en nýj- ustu rannsóknir benda hins vegar til að trén reki alla leið frá stórfljót- um Síberíu. Þessi faldi nytjaskóg- ur í fjörunni er viðfangsefni nýrr- ar hönnunarsýningar sem fram fer í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík. „Rekaviðurinn var áður fyrr mikil auðlind á þessu svæði og var kannski okkar eini skógur,“ segir Dóra Hansen, húsgagna- og innan- hússarkitekt, sem stendur að sýn- ingunni Falinn skógur – rekaviður í hönnun ásamt Elísabetu V. Ingv- arsdóttur hönnunarfræðingi. Verk- efnið er unnið í samvinnu við Hótel Djúpavík sem á síldarverksmiðjuna og heldur úti sögusýningu þar ásamt fleiri viðburðum. Andstæðan við erlenda fjöldaframleiðslu „Í minni hönnun hef ég mikið velt því fyrir mér hvaðan efnið kem- ur. Mitt markmið hefur verið að nota „lókal“ efni og vinnslu. Þetta er andstæðan við erlenda fjölda- framleiðslu og byggist á umhverfis- og samfélagsvitund eða sjálfbærni. Hugmyndin að setja upp sýningu í síldarverksmiðjunni kviknaði hjá okkur báðum á svipuðum tíma en þó hvort í sínu lagi. Okkur langaði að vinna sýningu inn í þetta rými og það lá beint við að hafa þemað rekavið í nútímahönnun. Við vild- um að sýningin virkaði sem hvatn- ing fyrir nýtingu á staðbundu hrá- efni, ekki bara á þessu ákveðna, því ýmis staðbundin efni má finna víð- ar og eru eflaust vannýtt auðlind á fleiri stöðum á Íslandi,“ segir Dóra. „Við veltum líka fyrir okk- ur spurningunni hvað sé íslensk hönnun – og hvað geri hönnun ís- lenska – er hún úr íslensku efni, er hún framleidd á Íslandi eða hef- ur hún einhver ákveðin sérkenni? Skiptir það máli? Önnur spurning sem kviknaði hjá blaðamanni var: hvað er íslenskt efni? „Já, er rekaviður íslenskur? Hann náttúrlega rekur bara til okk- ar. Það gera svo ýmis önnur efni: plast og annað drasl. Kannski er líka hægt að nýta annan reka í hönnun, ekki bara rekavið,“ segir Dóra. Veit aldrei hvað maður er með í höndunum Sýningin dregur fram hvern- ig „íslenskur“ rekaviður er nýttur í hönnun í dag, allt frá arkitektúr til eldhúsáhalda, frá húsgögnum til leikfanga og skartgripa. Dóra segir það hafa komið þeim á óvart hversu mikil áhugaverð notkun á rekaviði ætti sér stað meðal hönnuða. „Fyrst vorum við að stefna á að sýna hluti eftir þrjá til fimm hönnuði, en þeir enduðu á að vera tuttugu og sex. Sýnendur eru flestir íslenskir hönnuðir eða arkitektar en einnig erlendir hönnuðir og handverksfólk af svæðinu,“ segir Dóra. Út frá nýtingarsjónarmiðum og sjálfbærnihugsjón er ljóst að notk- un rekaviðarins er gagnleg en er eitt- hvað við efnið að öðru leyti sem ger- ir það spennandi fyrir hönnuði að nýta sér? „Viðurinn sem slíkur er eins og hver annar viður. Þetta er yfirleitt ljós viður sem rekur hingað: fura, greni eða lerki. Það er mjög lítið af dökkum harðviði. Það sem mér persónulega finnst spennandi við hann er að maður veit aldrei alveg hvað maður er með í höndunum og þarf að skoða hvern trjábol fyr- ir sig. Þannig er maður svolítið nær náttúrulega upprunanum held- ur en ef maður færi bara í Byko og keypti fjalir sem litu allar eins út,“ segir Dóra. „Við val á sýninguna leituðum við eftir hlutum sem gætu sýnt hvað má nálgast efnið á fjölbreyti- legan hátt og möguleikar á vinnslu þess margir. Þetta er eflaust eitt af því sem heillar fólk við hönnun úr rekaviði – hver hlutur getur verið einstakur. Í sjálfu sér er líka einstakt að eiga hlut úr efni sem hefur ferð- ast á þennan hátt til landsins,“ bæt- ir hún við. „En rekaviðurinn hefur líka þennan eiginleika að vera náttúru- lega fúavarinn. Á sýningunni eru til dæmis sýndar myndir af verk- um fjögurra arkitektastofa, þar sem arkitektar hafa til dæmis not- að rekavið í byggingar, bæði sem máttarvið og sem klæðningu.“ Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Rekaviðurinn var áður fyrr mikil auð- lind á þessu svæði og var kannski okkar eini skógur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.