Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Síða 4
Helgarblað 14.–17. ágúst 20154 Fréttir Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. Fagna frestun Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulags- og byggingaráði Reykjavíkurborgar fagna þeirri ákvörðun stjórnenda Landsbank- ans að staldra við og endurskoða áform um uppbyggingu sextán þúsund fermetra höfuðstöðva á Hörpureitnum. „Austurbakki er lykilsvæði í þróun miðborgarinnar og því mikilvægt að hugsa vandlega öll þau skref sem þar eru stigin,“ seg- ir í fundargerð frá fundi ráðsins á miðvikudag. Á fundinum lögðu fulltrúar flokksins það til að unnið verði með Landsbankan- um að því að finna viðunandi framtíðarstaðsetningu í borginni fyrir höfuðstöðvar bankans. Verður af út- svarstekjum Aðeins þrír af sjö helstu yfir- mönnum Reykjanesbæjar eru með lögheimili í sveitarfélaginu sem þýðir að fjórir greiða ekki útsvar til sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vefnum Local Suðurnes. Fræðslustjóri bæjarins býr í Hafnarfirði, hafnarstjóri býr í Grindavík og sviðsstjóri stjórn- sýslusviðs í Garði. Ljóst má vera að Reykjanesbær verður af tölu- verðum tekjum vegna þessa. Eiga á hættu að verða félagslega einangraðir Hópur pólskra kvenna starfrækir félagsmiðstöð fyrir unga innflytjendur P ólskir unglingar sem koma hingað til lands virðast lenda á milli í kerfinu sem leiðir til þess að þeir einangrast auð- veldlega,“ segir Donata Bu- kowska, einn meðlima Winda, félags áhugafólks um pólska og íslenska menningu, en félagið fékk nýverið styrk til að efla félagsmiðstöð fyrir unga innflytjendur, þar á meðal Pól- verja, og ber heitið Vængur. Markmið verkefnisins er að þjóna ungmennum sem tala ekki mikla ís- lensku og eiga á hættu að verða fé- lagslega einangraðir. Þau þurfa því á sjálfstyrkingu að halda en Vængur- inn mun bjóða upp á afþreyingu og ráðgjöf á ýmsum tungumálum, með- al annars við atvinnu- og námsleit. Mikil þörf á þjónustu fyrir unga innflytjendur Donata er grunnskólakennari og túlkur en með henni starfa Katarzyna Rabeda grunnskólakennari, Aneta Włodarczyk þjónustustjóri, Renata Paciejewska, ritari á Landspítalan- um og Magdalena Bojczuk mennta- skólanemi. Winda þýðir „að lyfta“ á pólsku, en Donata og fyrrnefndar konur stofnuðu samtökin þar sem þeim fannst vanta vettvang fyrir fólk sem hefur áhuga á pólskri og íslenskri menningu. Út frá því vaknaði hug- myndin um Væng en Donata seg- ir drauminn vera að starfrækja virka félagsmiðstöð fyrir unglinga sem eru af erlendu bergi brotnir. „Við höfum allar orðið varar við mikla þörf á þjónustu fyrir unga inn- flytjendur, unglinga, og vildum því taka málin í okkar hendur. Auðvitað hefur vel verið hlúð að yngri börn- um en unglingar sem koma hing- að til lands frá heimalandi sínu eiga erfiðara uppdráttar, sérstaklega þar sem erfitt er fyrir þá að læra nýtt tungumál.“ Upplifa sig eina í heiminum „Það vantar aðhlynningu fyrir útlenda unglinga þegar þeir koma til landsins, þeir tala ekki íslensku, sumir tala ekki ensku heldur, og þeir einangrast því auðveldlega. Þar að auki eru þeir á afar viðkvæmum aldri og ofan á allt saman kemur sorgin sem fylgir flutningunum; krakkar skilja við fjölskyldur sínar og vini til að fara á hinn enda heimsins. Þeim finnst þeir vera einir í heiminum.“ Hún bætir því við að Vængur byrji með að þjónusta pólska unglinga enda séu þær allar pólskar, þekki ágætlega inn á aðstæður ungra Pól- verja og þeir stærsti hópur innflytj- enda á Íslandi. „Hins vegar eru allir velkomnir og við viljum að Vængur verði á endan- um fyrir alla unglinga. Ef við fengj- um til okkar Spánverja sem vildi taka þátt í verkefninu með okkur yrðum við mjög ánægðar með það.“ Hún segir mikilvægt að félags- miðstöðin verði á föstum stað. „Við viljum gjarnan sjá fastan stað fyr- ir krakkana þar sem þeir geta bara mætt og þurfa ekki að aðlagast á nokkurn hátt. Það er mikilvægt að þau finni að þeir eru bara eins og all- ir í kringum þau, finni að við erum saman í þessu, þau séu ekki ein.“ Frekara fjármagn nauðsynlegt Nú þegar hefur Vængur staðið fyr- ir nokkrum viðburðum. „Við erum búnar að halda spilakvöld og fara í göngur. Okkur vantaði hins vegar fjármagn í starfsemina og nú er það komið að einhverju leyti þannig að við höldum áfram.“ Til stendur að bjóða innflytjend- um sem eru að gera skemmtilega hluti á Íslandi til að koma og kynna starf sitt. „Tungumálið þarf ekki að vera forsenda fyrir því að maður geri margt skemmtilegt, það er mikilvægt að krakkarnir átti sig á því. „Það er margt sem við erum að plana en til að framkvæma þetta allt saman þurf- um við fjármagn.“ Unglingaveikin setur strik í reikninginn Donata segir það persónubund- ið hvernig erlend börn og unglingar aðlagist íslensku samfélagi. „Auð- vitað er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort börn frekar en unglingar eigi auðveldara með að komast inn í íslenskt samfélag. Unglingaveikin getur hins vegar sett verulegt strik í reikninginn og þá verða hlutirnir yf- irleitt erfiðari.“ Hún segir yngri börn líklegri til að lenda í aðstæðum þar sem tungu- mál er ekki endilega nauðsynlegt en þess konar tengslamyndun geti verið mikilvæg og íslenskan komi í fram- haldinu. „Hins vegar veit maður um ung- linga sem hvorki tala íslensku né ensku en rokka einfaldlega félags- lega og verða hrókur alls fagnaðar.“ Íslensk stjórnvöld vinni með innflytjendum Aðspurð segir Donata íslensk stjórn- völd bjóða upp á ýmiss konar þjón- ustu fyrir innflytjendur en þó vanti að unnið sé í samstarfi við þá. „Við vitum hvað það er sem þarf til. Maður getur rétt ímyndað sér að það sé flókið fyrir íslensk stjórnvöld að gera þetta og hitt fyrir ákveðinn hóp því þá kemur sá næsti og bið- ur um það sama, enda þarf að gæta jafnræðis. Auk þess hafa þau nægum verkefnum að sinna.“ Hún segir aðstandendur Vængs- ins líta málið öðrum augum. „Við erum sjálfar innflytjendur og sjáum að þörfin er þessi. Þá þýðir ekki bara að bíða heldur gera eitthvað í málun- um. Við viljum gera þetta á okkar forsendum og að krakkarnir komi til okkar þar sem þau þurfa ekki að að- lagast sérstaklega, íslenskir krakkar eru auðvitað velkomnir líka – í þetta skiptið mega þeir koma til okkar, ekki við til þeirra.“ n Donata Bukowska Segir mikla þörf á þjónustu fyrir innflytjendur á táningsaldri. Frá vinstri Donata Bukowska og Katarzyna Rabeda. Upplifa félagslega einangrun Ung- menni sem tala ekki mikla íslensku og eiga á hættu að verða félagslega einangraðir þurfa á sjálfstyrkingu að halda. MynD SigtryggUr Ari JohAnnSSon „Tungumál- ið þarf ekki að vera forsenda fyrir því að maður geri margt skemmtilegt Birna guðmundsdóttir birna@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.