Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 14
Helgarblað 14.–17. ágúst 201514 Fréttir eru Skráðir erlendiS en afplána hér D V sagði í júlí síðastliðnum frá því að fjórir fyrrverandi stjórnendur Kaup- þings og sakborningar í Al-Thani- málinu væru með lögheimili sín skráð erlendis þrátt fyrir að þeir hafi hafið afplánun hér á landi fyrir fjórum til sex mánuðum síðan. Þeir beri því enga eða tak- markaða skattskyldu hér á landi samkvæmt skattalögum. Er þar um að ræða Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarfor- mann bankans, Ólaf Ólafsson, sem átti stóran hluta í bankanum fyrir hrun, og Magnús Guð- mundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg. Fjórmenningarnir eru ekki á listanum sem Creditinfo tók saman fyrir DV enda starfa þeir ekki sem framkvæmdastjórar hjá íslenskum fyrirtækjum. Eins og kom fram í frétt RÚV í desember 2013 þá mega þeir ekki sitja í stjórnum eða vera framkvæmdastjórar íslenskra hlutafélaga fyrr en þremur árum eftir að þeir hlutu sinn dóm í héraði. Þeir hafi allir verið fundnir sek- ir samkvæmt almennum hegningarlögum og lögum um verðbréfaviðskipti. „Sigurður Einarsson situr ekki í stjórn íslensks fyrirtækis, en Hreiðar Már Sig- urðsson er framkvæmdastjóri ALDIN, sem meðal annars rekur veitinga- staðinn Happ, og situr í stjórn Hvíts- staða, sem sér um leigu á landi og landréttindum, ferðaþjón- ustufyrirtækisins Gistivers og eignarhaldsfélagsins Valens. Magnús Guðmundsson er stjórnarmaður MG, sem veitir ráðgjöf á sviði upp- lýsingatækni, og Ólafur Ólafs- son situr í stjórn Landbúnað- arsafns Íslands og Miðhrauns. Þeir þurfa að víkja úr stjórnum þessara fyrirtækja, og mega ekki sinna stjórnarstörfum fyrr en að þremur árum liðnum,“ sagði í frétt RÚV. n Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings eru ekki á listanum „Kemur á óvart“ Þ orsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins (SA), segir ómögulegt að segja til um hvort búast megi við áframhaldandi fjölgun í hópi stjórnenda íslenskra fyrirtækja sem eru búsettir erlendis. „Ástæður fyrir búsetuvali eru fjölmargar en þegar kemur að al- mennum rekstri fyrirtækja hljóta stjórnendur þeirra að kjósa það að búa þar sem þungamiðjan er og sérstaklega ef það er auk- in áhersla á erlenda markaði. Ef þungamiðjan er hér þá hljóta þeir að búa hér. En ef við sjáum aukna áherslu hjá íslenskum fyr- irtækjum á starfsemi erlendis má búast við því að það verði fram- hald á þessari þróun en það er erfitt að spá fyrir um það,“ segir Þorsteinn. „Við erum hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi og það er ekkert óeðlilegt við það að fólk sé bú- sett annars staðar en sé í atvinnu- rekstri eða starfræki fyrirtæki hér á landi. Þetta er partur af fjór- frelsinu innan Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) og eðlilegur þáttur í alþjóðlegu efnahagslífi og að sjálfu sér fagnaðarefni að fólki sé fært að gera þetta.“ Þorsteinn gefur lítið fyrir gagnrýni Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um að fyrirtækin séu með þessu í ákveðinni mótsögn við markmið um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. „Samfélagsábyrgð fyrirtækja snýr auðvitað að því að þau hátti starfsemi sinni af fyllstu ábyrgð í öllum málum, þar á meðal inn- kaupum, umhverfismálum og skattamálum, en það verður að gera greinarmun á því að við erum með reglur í okkar lögum sem snúa að því hvar þú ert skatt- skyldur,“ segir hann og rifjar upp kosti 183-daga reglunnar. „Þá telst þú vera skattskyldur hér óháð því hvar lögheimilið þitt er skráð. Auðvitað á að gera kröfur til allra um að þeir greiði skatta þar sem þeir raunverulega búa óháð því hvar lögheimilið er skráð.“ n Þróunin fagnaðarefni É g kem af fjöllum því ég vissi ekki að þessi fjöldi stjórn- enda byggi erlendis á sama tíma og þeir eru í föstu reglu- bundnu starfi hér á landi,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands (ASÍ). „Við vitum öll að það eru íslensk fyrirtæki sem starfa á alþjóðavett- vangi eins og Marel, Actavis og Öss- ur og það kemur til dæmis ekki á óvart að Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, sé búsettur erlendis. En umfangið á þessu kemur á óvart.“ Gylfi segir skatta hér á landi ekki háa, þegar miðað sé við ýms- ar nágrannaþjóðir, og bendir með- al annars á að auðlegðarskatturinn hafi verið afnuminn. „Í einhverjum tilvikum má gagnrýna þetta út frá samfélags- legri ábyrgð þessara fyrirtækja og stjórnenda þeirra því það er svo- lítið skrýtið að fyrirtæki í samfélagi eins og Íslandi, sem byggja afkomu sína á því að landsmenn eigi í við- skiptum við þau, samþykki það að stjórnendur þeirra deili ekki með okkur kjörum hvað varðar búsetu og skattskyldu. Mér finnst það vera mótsögn en satt best að segja vissi ég ekki af þessu og ég hef talsverð- ar áhyggjur af því hvaða siðferði býr þarna að baki.“ n Framkvæmdastjóri SA segir ómögulegt að spá fyrir um þróunina næstu ár Gylfi Arnbjörnsson gagnrýnir búferlaflutningana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.