Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 17
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 Fréttir Erlent 17
Er skipulagið í lagi...?
Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki
Brettarekkar
Gey
mslu
- og
dekk
jahi
llur
Mikil burðargeta
Einfalt í uppsetningu
KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00
Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax 567 3609
ATN Zebra 16
Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin
• Diesel
• Vinnuhæð: 16,4m
• Pallhæð: 14,4m
• Lágrétt útskot: 9,3m
• Lyftigeta: 230kg
• Aukabúnaður: Rafmagns-
og lofttenglar í körfu.
• Til afgreiðslu strax
Ýmsar aðrar ATN spjót- og
skæralyftur til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara.
Á tíræðisaldri með kókaín í sápustykkjum
Tekinn fyrir smygl frá Nýju-Delí til Sydney
K
arlmaður á tíræðisaldri hef-
ur verið ákærður fyrir smygl
á kókaíni til Ástralíu.
Maðurinn, Victor Twartz,
sem er 91 árs skurðlæknir á eftir-
launum, er talinn hafa komið kóka-
íninu fyrir í sápustykkjum, en sjálf-
ur segist hann hafa verið gabbaður
til að vera burðardýr.
Lögreglan hefur fyrir vikið var-
að ferðamenn við því að taka ekki
að sér að flytja varning á milli landa
nema þeir viti nákvæmlega hvað
þeir eru að taka. Hann hefur verið
látinn laus gegn tryggingu, en má
búast við þungum dómi þegar mál
hans fer í aðalmeðferð í október.
Við þingsetningu tók hann ekki af-
stöðu til ákærunnar.
27 sápustykki, troðfull af kóka-
íni, fundust í farangri Twartz. Lög-
regla segir að ef Twartz kom kóka-
íninu ekki sjálfur fyrir hafi hann að
líkindum verið gabbaður af glæpa-
hring, fólki sem hann kynntist áður
en hann fór frá Nýju-Delí til Sydn-
ey. Fólkið hitti hann rétt áður en
hann fór í flugið og fékk í hendurn-
ar tösku sem honum var sagt að
innihéldi gjafir handa fólki í Ástr-
alíu. Var hann beðinn um að koma
þeim til skila.
Þegar blaðamaður spurði hann
hvort að glæpamennirnir hefðu
notfært sér góðmennsku hans,
svaraði Twartz: „Alltaf, alltaf.“ n
Sápan Maðurinn
taldi sig vera að flytja
gjafir á milli landa.
Þ
að er allt lagt í þær en þegar
Ólympíuleikunum lýkur,
hvað verður þá um alla leik-
vangana, hallirnar og híbýlin?
Þar sem eitt sinn voru áhorf-
endur að hvetja af kappi og íþrótta-
menn sem höfðu lagt allt í sölurnar til
að komast á leikana, er nú ekkert ann-
að en rándýrt húsnæði í niðurníðslu –
draugabyggingar og slysahættur.
Ljósmyndarar Reuters hafa
smellt af myndum af fyrrverandi
ólympíuleikvöngum sem eru ekki
svipur hjá sjón. n
Yfirgefnir
ÓlYmpíudraumar
Þegar ÓL lýkur standa heilu hallirnar eftir yfirgefnar
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Stóðu á sviðinu Á þessum
verðlaunapalli stóðu áður glæstir
íþróttamenn sem höfðu verið
sjálfum sér, landi og þjóð til sóma.
Nú eru þetta rústir einar í Sarajevó,
höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu.
Vetrarólympíuleikarnir fóru fram
þar árið 1984 og á víð og dreif um
Sarajevó má sjá leifar þessa annars
tignarlegu leika.
Á kafi Það er hægt að ímynda sér að
þetta svæði hafi eitt sinn verið ólympíuleik-
vangur með smá ímyndunarafli. Hér má
líta svæði fyrir kanóa og kajaka í Aþenu
frá Ólympíuleikunum 2004. Svæðið er
ekkert notað í dag og er í raun lítið annað en
slysahætta. Þótt Ólympíuleikarnir hafi verið
umvafðir þjóðarstolti Grikkja á sínum tíma
fylgir þeim nú mikil reiði og eru þáverandi
stjórnvöld sökuð um að hafa eytt um efni
fram og látið glysgirni hlaupa með sig í
gönur. Dæmi hver fyrir sig.
Punterað Það sama gerðist í Kína.
Hér er maður að nota kajakbrautina frá
Ólympíuleikunum í Peking 2008 til að athuga
með hjóladekk. Maðurinn er að athuga hvort
viðgerðin á hjólinu virkaði. Hér voru áður
fjölmargir íþróttamenn sem höfðu unnið að
því af krafti að komast á Ólympíuleikana, en
nú er ekkert annað en leikvöllur sem hefur
ekki verið snertur í áraraðir.
Allt situr á hakanum Hér má sjá
blakvöllinn, Faliro, í Aþenu. Hann grotnar
niður eins og flestir ólympíuleikvangar
sem byggðir voru fyrir Ólympíuleikana árið
2004. Öllu var til kostað til að leikarnir yrðu
sem glæsilegastir. Undanfarin ár hefur
engu viðhaldi verið sinnt á leikvöngum
Ólympíuleikanna í Aþenu og er sorglegt að
sjá aðstöðuna núna. Eins og sést er talsvert
langt síðan leikvangurinn fékk að njóta
sín, fullur af áhorfendum og þróttmiklum
íþróttamönnum. Grikkir hafa undanfarin
ár glímt við mikinn efnahagsvanda og
hafa því ólympíuleikvellir verið látnir sitja
á hakanum. Talið var að Ólympíuleikarnir,
2004, yrðu til þess að mikil uppgrip yrðu í
landinu. Þá voru vonir bundnar við að ímynd
Grikklands á alþjóðavettvangi og sýnileiki
yrði Grikkjum mikill happafengur. Það virðist
ekki hafa skilað sér nema að litlu leyti.
Rækilega merktur Það eru fleiri
blakvellir sem liggja undir skemmdum. Það
er nokkuð óumdeilanlegt að Ólympíuleik-
arnir í Peking voru einir þeir glæsilegustu í
seinni tíð. Allt það besta sem Kína hafði upp
á að bjóða, og meiru, var tjaldað til. Sumir
leikvellirnir í Peking hafa hins vegar, smám
saman, grotnað niður af notkunarleysi
og hirðuleysi. Það eru helst tveir staðir,
sundhöllin sem var byggð fyrir leikana, og
þjóðarleikvangurinn, sem enn eru notaðir
en aðrir, líkt og þessi blakvöllur, hafa fallið
í gleymsku íþróttasögunnar. Nokkrir leik-
vangar hafa verið rifnir og nýtt húsnæði
byggt á þeirra grunni. Á blakvellinum hafa
graffítí-listamenn tekið til sinna ráða og
merkt völlinn rækilega.