Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 21
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 um við öll“ mælti hann þá og brosti. Mikið hefur verið skrifað um leið- togafundinn í Höfða 1986. Lyktir fundarins urðu flestum vonbrigði, en eftir því sem tíminn líður hefur mik- ilvægi Reykjavíkurfundarins aukist í hugum manna. Pylsa með sinnepi Frá því að Reagan var hér hefur enginn Bandaríkjaforseti komið til landsins meðan hann sat í embætti. Tveir forsetar hafa aftur á móti heim- sótt Ísland eftir að þeir létu af emb- ætti. Fyrrverandi forsetahjón Banda- ríkjanna, Bill og Hillary Clinton, komu hingað til lands árið 2004 og héldu þá ásamt fylgdarliði til Þing- valla, þar sem Sigurður Líndal, fyrr- verandi lagaprófessor, fræddi þau um sögu staðarins. Er þau höfðu gengið niður Almannagjá gaf Clinton sér tíma til að ræða við blaðamenn og sagði: „Mig hefur alltaf langað til að koma hingað“ og kvaðst hann þekkja vel sögu hins forna Alþingis. Mikið uppistand varð í miðbæn- um þegar Clinton rölti þar um, keypti íslenskt handverk og skoðaði verk Erró á Listasafni Reykjavíkur. Líkt og Nixon, rúmum þremur áratugum fyrr, spjallaði Clinton við vegfarend- ur. Var eftir því tekið hve „afslappað- ur“ hann var í framkomu, klæddur gallabuxum og peysu. Er hann gekk framhjá Bæjarins bestu kallaði Mar- ía Einarsdóttir pylsusali til hans og spurði hvort hann vildi ekki prófa „heimsins bestu pylsur“. Clinton var nú heldur betur til í það. „Ég sagði að það væri í boði hússins þegar hann ætlaði að fara að borga. Hann vildi bara með sinnepi þegar upp var stað- ið,“ sagði María í blaðaviðtali. Sérsmíðuð veiðistöng Tveimur árum síðar kom George Bush eldri hingað til lands öðru sinni og var við laxveiðar með Orra Vigfús- syni, formanni Verndarsjóðs villtra laxastofna. Áður en haldið var til veiða afhentu íslensku forsetahjón- in honum sérsmíðaða íslenska veiði- stöng, ásamt veiðihjóli. Á blaðamannafundi upplýsti Bush að för hans væri heitið í Selá. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sagði að þar með hefði Bush ljóstrað upp leyndarmáli, því reynt hefði verið að halda því leyndu hvert för hans væri heitið. Ólafur tók fram að með þessari uppljóstrun fælist ekki boð til blaðamanna um að fylgjast með forsetanum fyrrverandi að veiðum og ekki er annað vitað en þeim tilmælum hafi verið fylgt. n Heimildir: Frásagnir dagblað- anna og bók Páls Valssonar: Vigdís. Kona verður forseti. Umræða 21 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Rín Mósel Basel Nevada Roma T Með nýrri AquaClean tækni er nú hægt að hreinsa nánast alla bletti aðeins með vatni! Erfiðir blettir eins og eftir tómatsósu, léttvín, kaffi, te, meira að segja kúlupenna, nást á auðveldan hátt úr áklæðinu. OG DRAUMASÓFINN ÞÍNN ER KLÁR GERÐ (90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) ÞÚ VELUR ÍSLENSKIR SÓFAR SNIÐNIR AÐ ÞÍNUM ÞÖRFUM Áklæði Torino Bandaríkjaforsetar á Íslandi n Johnson klifraði upp á grindverk n Clinton fékk sér pylsu í miðbænum Vigdís Finnbogadóttir tekur á móti Ronald Reagan á Bessastöðum „Hann var hlýr maður á sinn hátt og sjarmerandi,“ sagði Vigdís. George Bush og Ólafur Ragnar Vel fór á með þeim á blaðamannafundi á Bessastöðum. Lyndon B. Johnson varaforseti Klifraði upp á grindverk fyrir framan Stjórnarráðið til að halda ræðu. Richard M. Nixon Bandaríkjaforseti og George Pompidou Frakklandsforseti Umræðuefni forsetanna hér á landi var nýr Atlantshafssáttmáli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.