Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 22
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
22 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Pontus Järvstad um Róttæka sumarháskólann. – DV
Róttækni er barátta
fyrir fjölbreytileika
M
álefni fanga eru mér hug-
leikin. Við erum með kerfi
sem er þannig að við dæm-
um fólk í fangelsi en það
er ekki þar með sagt að við viljum
dæma það úr leik í lífinu. Það má ekki
verða þannig og mér finnst það vera
skylda okkar að hjálpa þeim sem vill-
ast af braut til að takast aftur á við líf-
ið utan fangelsismúranna. Ég held að
allir geti lent á glapstigum. Sumir eru
heppnari en aðrir í lífinu. Sumir fá
allt upp í hendurnar, aðrir fá ekkert.
Sumir geta unnið sig út úr erfiðleik-
um, aðrir ekki. Sumir fá aðstoð þegar
áföll verða, aðrir ekki. Sumir höndla
áfengi án nokkurs vanda, aðrir ánetj-
ast við fyrsta sopa. Það fæðist enginn
sem afbrotamanneskja en örlögin
geta stundum hagað því þannig að
sumir leiðast út í glæpi. Margir sem
taka út sína refsingu brjóta aldrei af
sér aftur en allt of margir lenda aft-
ur í fangelsi.
Það er eins og þessi málaflokk-
ur hafi setið á hakanum og það get-
ur reynst okkur dýrkeypt. Forstjóri
Fangelsismálastofnunar sagði í frétt-
um nýlega að nú væru 160 fangar í
150 plássum og 450 manns bíða eft-
ir að geta hafið afplánun. Nýtt fang-
elsi á Hólmsheiði leysir ekki allan
þann vanda. Þetta þýðir að afbrota-
menn halda sumir áfram í afbrot-
um á meðan þeir bíða dóms og svo
er hitt að dæmdir einstaklingar
þurfa að bíða allt of lengi áður en
þeir hefja afplánun. Sumir hverj-
ir eru þá komnir á beinu brautina,
með vinnu, fjölskyldu hugsanlega og
margir mánuðir, ár jafnvel, hafa liðið
frá því að afbrotið átti sér stað. Þá er
ekki eins og dómskerfið vinni mjög
hratt, það er líka fjársvelt og ofhlað-
ið og oft tekur allt of langan tíma að
fá dómsniðurstöðu, ekki síst ef dómi
er áfrýjað.
Tvö markmið
Við ættum að hafa tvö markmið: Að
sem fæstir leiðist út í afbrot og að
þeir sem það gera og lenda í fang-
elsi komi út sem betri manneskjur.
Að fangelsisdvölin nýtist sem best til
að auka líkurnar á að fangi nái að fóta
sig þegar afplánun lýkur. Þá skiptir
máli að fangar fái aðstoð svo sem sál-
fræðihjálp, aðstoð frá námsráðgjafa,
sé gert kleift að stunda nám, fái að-
stoð við vímuefnavanda og stuðning
þegar afplánun lýkur.
Vitað er að stór hluti fanga glímir
við ofvirkni og athyglisbrest (ADHD)
eða aðrar skyldar raskanir sem og
vímuefnavanda. Þessar raskanir eru
án nokkurs vafa mjög stór þáttur í
því að þeir lenda utangarðs í samfé-
laginu, hætta jafnvel í skóla og ánetj-
ast áfengi og öðrum vímuefnum. Það
er því mjög mikilvægt að greina þess-
ar raskanir sem fyrst og bregðast við
þeim.
Mótum til langs tíma
Ef við ætlum að breyta um kúrs í
fangelsismálum þarf að móta stefnu
til langs tíma. Við getum sparað til
lengri tíma með því að bæta kerf-
ið í dag. Hver fangi kostar ríkið um
9 milljónir króna á ári er mér sagt. Ef
við tökum upp öfluga betrunarstefnu
eru meiri líkur á að fangar sem hafa
lokið afplánun verði virkir samfélags-
þegnar og komi ekki aftur í fangelsi.
Vandinn er hins vegar sá að við
erum alltaf að spara til skemmri
tíma. Við hugsum allt í fjórum árum.
Stjórnvöld setja ekki pening í eitt-
hvað í dag sem mun skila sér til baka
mörgum árum síðar. Ég veit ekki
einu sinni hvort stjórnvöld hafi ein-
hverja stefnu í fangelsismálum aðra
en að skera niður hjá Fangelsismála-
stofnun. Það þarf að hugsa þetta upp
á nýtt og móta stefnu til margra ára
og draga alla að borðinu, gera alla
„samábyrga“. Það er nefnilega líka
of algengt að ný stjórnvöld hætti við
góð verkefni fyrri stjórnvalda af því
þau áttu ekki hugmyndina. Það er
allavega tímabært að endurskoða
fangelsismálin og refsistefnuna og
Björt framtíð lýsir sig reiðubúna til
þess verks. n
Hættur hjá LEX og snýr
sér að kennslu
Heimir Örn Herbertsson hæstarétt-
arlögmaður hefur hætt störfum
hjá lögmannsstofunni LEX og
mun taka við stöðu lektors við
lagadeild Háskólans í Reykjavík.
Heimir Örn hefur verið einn af
eigendum LEX allt frá því að fé-
lagið sameinaðist Nestor, sem þá
var lögmannsstofa Jóns Steinars
og Karls Axelssonar, fyrir tíu
árum. Heimir Örn, sem hef-
ur meðal annars verið lögmað-
ur Eiðs Smára Guðjohnsen, hefur
á undanförnum árum verið einn
helsti sérfræðingur landsins á
sviði samkeppnisréttar og lög-
gjafar um samkeppnismál fyrir-
tækja.
B
jört framtíð var á sínum tíma
stofnuð utan um tiltölulega
óljós málefni. Snemma var þó
greinilegt að flokksmenn vildu
skera sig frá öðrum þingmönnum
hvað varðar framkomu og kurteisi. Í
viðtölum lögðu þeir ítrekað áherslu
á hversu mikilvægt þeim fyndist að
stunda nýja tegund stjórnmála og taka
ekki þátt í gamaldags karpi og skítkasti
á þingi. Þessi áhersla komst vel til skila
og reyndar það rækilega að hún er svo
að segja eina áherslumálið sem fólk
tengir nú við Bjarta framtíð, fyrir utan
kannski nokkuð sérkennilegan áhuga
einstaka flokksmanna á að breyta
klukkunni. Fyrir vikið fékk Björt fram-
tíð snemma á sig þann stimpil að
vera vel meinandi en fremur mál-
efnasnauður flokkur. Óhjákvæmilega
hlaut fylgið að dala.
Það var síðan ekki til að auka
traust á flokknum þegar fyrrverandi
stjórnarformaður hans, Heiða Kristín
Helgadóttir, steig fram og gagnrýndi
Guðmund Steingrímsson, formann
flokksins, harðlega. Almenningur
er ekki líklegur til að kjósa flokk þar
sem meira fréttist af innanflokksátök-
um en pólitískum áherslum. Engin
sérstök ástæða er til að ætla að Björt
framtíð muni rétta úr kútnum – ekki
einu sinni þótt þar verði formanns-
skipti. Flokkurinn virðist dæmdur til
að lognast út af. Ef það gerist má segja
að málefnaleysið hafi orðið honum að
bana. Annar stjórnmálaflokkur, Sam-
fylkingin, á í vondri tilvistarkreppu.
Vegna áherslu sinnar í Evrópumálum
hefur sá flokkur verið kallaður eins-
málsflokkur. Þingmenn flokksins töl-
uðu linnulaust um þá blessun sem
myndi koma yfir íslenska þjóð gengi
hún í Evrópusambandið og tæki upp
evru. Nú er það sannarlega hið besta
mál að stjórnmálaflokkur sé Evrópu-
sinnaður en mistök Samfylkingarinn-
ar voru að gera Evrópustefnuna að
kennisetningu. Flokkurinn var sleginn
trúarblindu. Þingmenn Samfylkingar-
innar vitnuðu eins og hinir heittrúuðu
sem hafa fundið hinn eina rétta veg og
horfðu ekki í aðrar áttir. Það var ekki til
neitt plan B. Enginn sá ástæðu til að
hanna það, því eina rétta leiðin lá í átt
að Evrópusambandinu.
Um leið og fór að fjara undan
Evrópusambandinu, vegna ótal vand-
ræða, var Samfylkingin komin í til-
vistarkreppu. Aðild að Evrópusam-
bandinu næstu árin var ekki lengur
raunhæf. Í staðinn fyrir að horfast í
augu við þá staðreynd og vinna sam-
kvæmt því var gripið til hins auðvelda
ráðs að segja formann flokksins mis-
heppnaðan. Farið var í vanhugsað
framboð gegn honum, sem gerði ekk-
ert annað en að opinbera harðar inn-
anflokksdeilur, sem voru síst til þess
fallnar að auka trú kjósenda á flokkn-
um. Fólk veit mæta vel að flokkur sem
er sundurtættur innan frá á ekkert er-
indi í ríkisstjórn.
Stjórnmálamenn ættu að læra af
mistökum þessara flokka. Björt fram-
tíð lagði meiri áherslu á snotra ímynd
sína en málefni og galt fyrir það. Sam-
fylkingin lagði alla sína krafta í bar-
áttu fyrir Evrópusambandsaðild og
hirti ekki um að búa til varaáætlun
ef forsendur breyttust. Þegar ljóst var
að Ísland yrði ekki aðildarþjóð næstu
árin var eins og Samfylkingin ætti ekki
lengur erindi við þjóð sína.
Betra er seint en aldrei, segir mál-
tækið. Samkvæmt því ætti Samfylk-
ingin enn að hafa ráðrúm til að búa til
plan B. Það er að segja, ef flokksmenn
geta komið sér saman um það – sem
er reyndar alls óvíst. n
Málefnaleysi og plan B„Stjórnmálamenn
ættu að læra af
mistökum þessara flokka.
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Fangelsi og forgangsröðun
Brynhildur Pétursdóttir
þingkona Bjartrar framtíðar
Kjallari
Sigrún Þuríður Geirsdóttir synti yfir Ermarsundið. – DV
Ég er komin hingað út, ég hef
tækifæri til að reyna þetta.
Baldur Sæmundsson, sem segir okkur vanta mun fleiri þjóna. – DV
Það er eins og fólk vilji ekki
fara út á landsbyggðina.