Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 26
Helgarblað 14.–17. ágúst 201526 Fólk Viðtal
F
ríða tekur á móti mér, faðm-
lagið er hlýtt og brosið bjart
og maginn framstæður. Hún
á von á sínu öðru barni með
eiginmanninum, Arnari
Gíslasyni kynjafræðingi, en fyrir eiga
þau dótturina Ronju sem er 7 ára.
Við byrjum á að spjalla um það sem
Fríða er að gera í dag.
„Ég byrjaði fyrir 4 árum að vinna
með Kvenréttindafélaginu en er
nýorðin formaður þess. Félagið hefur
á undanförnum árum haft ákveðin
verkefni en ekki mikinn sýnileika í
samfélaginu eða umræðunni. Verk-
efnin hafa til dæmis falist í umsögn-
um fyrir Alþingi, um hin og þessi
frumvörp og einstaka yfirlýsingar
verið sendar út. Með tímanum höf-
um við þróast út í að verða meira
sýnilegar og það hagsmunafélag sem
ég held að Bríet Bjarnhéðinsdóttir
hafi verið að stofna, fyrir 107 árum.
Bríet var rosaleg hugsjónamann-
eskja og ég held að hún hafi hugsað
mjög langt, ekki bara fyrir sig og ekki
bara um samtímann, heldur fyrir
heildina og framtíðina. Núna höfum
við verið að rífa félagið upp, skerpa
röddina.“
Stuðningur við mannréttinda-
baráttu
Ég spyr Fríðu um hvert skilgreint
hlutverk félagsins sé. „Að vernda
réttindi kvenna, berjast fyrir aukn-
um réttindum kvenna og vera eins
konar akkeri, eða hjartalína sem hef-
ur náð að vera til í gegnum tíðina þó
að allskonar önnur félög hafi starf-
að um lengri eða skemmri tíma. Þar
get ég nefnt rauðsokkur, kvennalist-
ann, Bríet og femínistafélagið – allt
kvennaöfl sem hafa komið fram í
baráttunni. Kvenréttindafélagið hef-
ur oft verið á mikilli skjön við rót-
tæk félög og það hafa orðið árekstrar
milli mismunandi félaga í kvenna-
baráttu gegnum tíðina. Baráttan
breytist líka mikið með tíðarand-
anum. Núna eru hinsegin málefni
mikið á döfinni og mesta gróskan
í mannréttindabaráttu á Íslandi er
líklega þar um þessar mundir. Nýjar
skilgreiningar á kynhneigð og kyn-
ferði eru að koma fram og fólk er að
opna fyrir nýjan skilning á því hvert
það er. Við erum að læra að allskon-
ar hlutir séu til sem við vissum lítið
um áður. Kvenréttindafélagið þarf að
fylgjast með því sem er að gerast og
vera í takti við, og styðjandi fyrir þá
baráttu. Hún tengist mikið kvenna-
baráttu eins og reyndar öll barátta
jaðarhópa.“
Miðaldra hægrimaður spyr
Ég ákveð að bregða mér í líki mið-
aldra karlmanns á hægri kantinum
eitt stundarkorn og spyr Fríðu að
því hvort jafnrétti sé ekki náð. Fríða
brosir góðlátlega og byrjar svo að út-
skýra hvers vegna hún telur að svo sé
alls ekki.
„Núna er ég til dæmis nýbyrjuð í
verkefni hjá RIFF kvikmyndahátíð-
inni og er að skoða þátt menningar-
innar sem ég hef ekki áður komið að
– kvikmyndagerð. Ástandið þar seg-
ir mér ýmislegt um að jafnrétti sé
langt frá því að vera komið á í sam-
félaginu. Nýlega birtist listi yfir topp-
myndir síðustu 5 ára á Íslandi. Það
eru allt karlamyndir, neðst eru tvær
kvennamyndir. Tölurnar eru sláandi.
Í samfélaginu er mikil virðing borin
fyrir kvikmyndagerð og hún er mik-
ilvægur miðill fyrir hugmyndir og
menningu og allt sem er að gerast í
samtímanum. Þetta þarf því að leið-
rétta svo raddir kvenna fái að heyrast
til jafns við raddir karla.
Annað dæmi sem ég get nefnt
er byltingin sem hófst í Beauty tips
hópnum á facebook varðandi opna
umræðu um kynferðisbrot. Sú opn-
un sýnir mjög skýrt hvað kynferðsof-
beldi er kynjað og í hvaða mæli
konur eru kúgaðar og það á kerfis-
bundinn hátt. Þó að það sé ekki ein-
hver einn sem stjórnar, þá er þetta
kerfisbundin kúgun. Maður sér það
á að lesa þessar frásagnir, það er ekki
til manneskja sem fær ekki sjokk við
að lesa þetta, þetta er svo sláandi.
Það eru engin mörk á því hvað hef-
ur komið fyrir konur. Hvar þær hafa
orðið fyrir ofbeldi, í sínu nánasta
umhverfi, í aðstæðum sem áttu að
vera öruggar, í skólum, í leikskól-
um, á heimilum og alls staðar. Allt
þetta er að koma fram og sýnir á
mjög sterkan hátt að við búum ekki
við jafnrétti. Sameinuðu þjóðirnar
hafa verið að benda á að Ísland er
ekki að standa sig aðallega á tveim-
ur sviðum, hvernig tekist er á við,
eða ekki tekist á við, kynferðisbrota-
mál í dómskerfinu, og launamálin.
Launamunur er ennþá mjög mikill
og það sýnir að við erum ekki búin
að ná jafnrétti. Svo verð ég að nefna
að umönnun barna er alls ekki jafnt
skipt í samfélaginu, það er að gerast
smám saman að feður taki fæðingar-
orlof til jafns við konur, en ennþá
„bitna“ barneignir að mestu leyti á
konum, frama þeirra, launum, fram-
tíðarhorfum og öllu hinu. Ef þú ert
kona á ákveðnum aldri, er gert ráð
fyrir að þú sért ekki alveg eins traust-
ur vinnukraftur og karl í sömu stöðu.
Ég verð samt að segja að það var ver-
ið að ráða mig núna í verkefni hjá
Reykjavíkurborg – kasólétta – ég var
geðveikt hissa og glöð. Það var ekki
spurt um neitt varðandi það, bara
tekið sem hluta af lífinu. Skál fyrir
því.“
Fóstureyðingar baráttumál
Fríða segir mér næst frá helstu ver-
kefnum Kvenréttindafélags Íslands
um þessar mundir. „Við tókum upp
umræðuna um fóstureyðingar á að-
alfundi félagsins og gáfum í kjölfar
hans út samþykkt. Fundurinn var
stórmerkilegur því að þegar sam-
ræðurnar byrjuðu vorum við alls
ekki sammála. Þarna komu allar
mýturnar fram – hvað ef konur fara
að nota þetta sem getnaðarvörn,
hvað með að fara í svæfingu, er það
ekki hættulegt og öll runan af gamal-
grónu mýtunum um fóstureyðingar.
Við fórum í gegnum þessi mál – tók-
um umræðuna – manneskja sem var
alveg á móti frjálsu aðgengi að fóst-
ureyðingum gat fengið upplýsingar
og endurmetið sitt álit. Örfáar voru
því á móti þegar samþykktin var tek-
in til atkvæðagreiðslu.“
Að sögn Fríðu gengur barátta fé-
lagsins út á að fóstureyðingar eigi að
vera ákvörðun konunnar. „Fóstur-
eyðingar ganga út á að konur ráði yfir
sínum líkama og á meðan við getum
ekki látið báða aðila taka ábyrgð á
þungun, það virðist ekki vera hægt
að setja samfélagið upp þannig - þá
er meginábyrgðin á manneskju og
setur hana í allt aðra stöðu en hina
manneskjuna sem tók þátt í þessari
þungun. Þetta getur þess vegna ekki
verið jafnt.“
Amnesty og vændið
Fréttir af ályktun Amnesty
International um lögleiðingu vænd-
is og tengdrar starfsemi hefur verið
mikið í umræðu síðustu daga. Mér
leikur forvitni á að vita hver afstaða
Fríðu er í því máli.
„Vændi er mál sem ég hef rann-
sakað og skoðað og hef mikinn áhuga
á. bæði vændi og vændiskaupum.
Það vantar svo í umræðuna hvað
kaupin eru skaðleg – það er ekki bara
skaðlegt að vera í vændi og selja sig,
heldur líka fyrir unga óreynda leit-
andi í kynlífi að kaupa vændi.“
Við höldum áfram að tala saman
um vændi og talið berst að sænsku
leiðinni sem var sett í íslensk lög árið
2009 og gerir vændiskaup ólögleg en
söluna ekki.
„Það voru að koma nýjar tölur
frá Noregi um það hvernig sænska
leiðin hefur virkað þar í landi. Það
sem hefur átt sér stað eftir að lögin
voru innleidd þar er að ungir menn,
14–20 ára, eru ekki lengur að kaupa
sér vændi. Þetta er mjög gott dæmi
Hún er blóðheitur femínisti, formaður Kvenréttinda-
félags Íslands, mannfræðingur og mögulega
Íslendinga fróðust um vændi og mansalsmál.
Fríða Rós Valdimarsdóttir bauð Ragnheiði
Eiríksdóttur blaðamanni í huggulegt kaffi á skrifstofu
Kvenréttindafélagsins á Hallveigarstöðum þar sem
myndir af femínískum formæðrum prýða veggi.
„Ég fékk
femíníska
vitrun“
Ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is
Vitrun hjá ömmu og afa
Þegar Fríða var unglingur fór
hún að spá í femínisma eftir
vitrun heima hjá ömmu og afa.
Mynd SigtRygguR ARi