Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 31
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 Fólk Viðtal 27 um skaðaminnkun.“ En skyldum við vita hvaða ár- angur hefur náðst á Íslandi eftir að sænska leiðin var tekin upp? „Það sorglega er að við munum aldrei fá að vita það, það hefur aldrei verið gerð rannsókn á vændiskaup- um á Íslandi. Líklega vegna áhuga- leysis. Ég tók tvö ár í að þrýsta á bæði Reykjavíkurborg og ráðuneytin, til að fá peninga til að gera rann- sókn, en það var ekki vilji til þess. Af hverju ætli það sé? Kannski er það enn stærra rannsóknarverkefni – að kanna af hverju þetta er ekki rannsakað. Það er búið að rannsaka vændi – hvaða fólk er í vændi, og ým- islegt varðandi vændi – en aldrei ger- endur. Eins og ég sagði í ræðu minni á 19. júní, hversu lengi á kvenna- hreyfingin að vera með Stígamót, Kvennaathvarfið, Aflið, Drekaslóð og allt þetta, áður en stjórnvöld taka að sér einhverja forvarnavinnu. Það er engin forvarnavinna um nauðg- unarmenningu á Íslandi. Það er svo ógeðslega klikkað. Ætlum við ekki að skoða þá sem kaupa vændið og þá sem nauðga? Þeir þurfa auðvitað að vera til staðar til að viðhalda þessari menningu, eða meini. Þarna liggur vandinn.“ Hvað með sjálfsákvörðunar- réttinn? Ég bregð mér aftur í karlalíkið og skelli fram spurningunni um hvort fóstureyðingar og vændi séu ekki skyld mál þegar kemur að sjálfsá- kvörðunarrétti konunnar yfir líkama sínum. „Þetta er mjög flókið mál. Það sem einkennir vændi, og maður heyrir hjá þeim sem hafa komið sér úr þeim aðstæðum, eru afleiðingar sem eru bæði líkamlegar og and- legar og er hægt að bera saman við afleiðingar af verstu áföllum sem fólk verður fyrir. Áfallastreitan er svip- uð og fólk upplifir sem lendir í stór- um missi, stríði, náttúruhamförum eða slysum. Hermenn sem drepa, eru gerendur og nota allan lík- amann sinn til að drepa, sýna sömu merki. Það verður til einhvers konar sturlunarástand eftir að þeir komast úr aðstæðunum, það gerist líka hjá fólki sem hefur verið í vændi. Þessu hefur verið líkt við þrælahald. Þegar þrælahald var lagt af í Bandaríkjun- um voru þrælar sem börðust gegn afnáminu, vildu halda í ástandið. Ég sé ekki mikinn mun á vændi og þrælahaldi. Mér finnst þetta vera það sama. Í báðum tilfellum er fólk í aðstæðum þar sem það hefur ekki mikið gerendarými í lífi sínu, það er þrengt að þér, þú getur ekki sagt frá því hvað þú ert að gera og getur ekki lifað eðlilegu lífi. Ég hef þessa þekk- ingu frá fólki sem hefur losnað úr vændi - þú réttlætir ástandið fyrir þér út í hið óendanlega þegar þú ert í að- stæðunum, en þær eru samt skemm- andi. Ég get auðvitað ekki talað fyrir alla, það getur vel verið og ég mundi aldrei útiloka að það sé til fólk sem líður vel í vændi. En það sem eftir stendur er að vændi í dag er stjórn- að af karlmönnum – þeir græða á því og við erum ekki ennþá með í praksís leiðir til að skilja almennilega á milli mansals og vændis. Við höfum ekki verkfæri til þess. Orðræða samtím- ans leyfir okkur það ekki.“ Endurskilgreint vændi En væri mögulega hægt að endur- skilgreina vændi og búa til samfélag þar sem það gæti þrifist fyrir opnum tjöldum? „Þetta eru merkilegar pælingar. Gætum við gert vændi að einhverju öðru? Mundum við þá vilja þjálfa fólk í vændi? Mundum við hafa starfsþjálfun eins og fyrir iðngrein- ar, eða mundi þetta verða námsgrein á menntaskóla- eða háskólastigi, eða í endurmenntun? Mundi þetta vera ríkisrekið eða ætlum við að setja það á einkamarkað? Umræðan um lögleiðingu eða ekki kemur oft upp – en sjáum við fyrir okkur ein- hvers konar góða vændisstarfsemi og mundi einhver kaupa hana? Ætl- um við að hafa eitt herbergi í ráðu- neyti þar sem sýslað er með vændis- mál? Eða herbergi á heilsugæslunni þar sem vændisþjónustan er veitt? Mundi einhver koma þangað, og fara í röð? Eða ef það væri aðgangur að múffu á almenningsklósettum í bás – mundi það slá í gegn? Hvað er ver- ið að kaupa?“ Fríða heldur áfram og segir mik- ilvægt að muna eftir valdasam- spilinu sem á sér stað við vændi og vændiskaup. „Það er ekki hægt að taka það úr jöfnunni. Þú getur ekki talað um vændi og annan kynlífs- iðnað án þess að tala um valdamis- ræmið. Ég gæti talað endalaust um það. En í alvöru, hvað er gott vændi – er það BS-gráða handa vændis- fólki eða diplóma – ef við mundum gera það löglegt einn, tveir og núna, mundum við vilja hafa það inni á kampavínsklúbbunum, eða opna ný vændishús? Það hefur verið ansi erfitt að koma upp einhvers konar kerfi til að uppræta mansal á Íslandi og reyndar í öllum heiminum. Verð- ur það auðveldara ef vændi er lög- leitt? Ég sé ekki alveg tenginguna þar á milli. Hvað viljum við hafa í vændi og hverju viljum við ná fram? Snýst það um aðgengi allra að kynlífi, þegar þeim þóknast?“ Moldvörpur Hvað með rökin um að það sé eina rétta leiðin að hafa vændi ekki refsi- vert, því annars fari neðanjarðar- starfsemi að blómstra? „Ég elska þessi rök – ég sé þetta fyrir mér eins og einhverjar mold- vörpur í leynistarfsemi undir gras- inu. Þetta hefur til dæmis ekki gerst í Svíþjóð og Noregi. Ég skil varla hvað þetta þýðir og kaupi ekki þessi rök. Vændi hefur aldrei verð á yfir- borðinu – eðli vændis og drifkraftur- inn er leyndarmálið og feluleikurinn. Ólöghlýðnin. Eitthvað forboð- ið. Rannsóknir sýna að helming- ur vændiskaupenda eru giftir. Þetta snýst heldur ekki um að menn geti ekki náð sér í konu til að ríða á ann- an hátt. Dönsk rannsókn, stærsta sem ég hef séð á vændiskaupendum, sýndi að það var mjög lítill hluti sem keypti sér vændi vegna þess að kyn- líf bauðst ekki annars staðar. Stærsti hluti kaupenda var að fikta eða prufa eitthvað spennandi – kaupa konu.“ Femínísk vitrun Hvernig skyldi þetta hafa byrjað? Var Fríða alin upp í femínískri komm- únu eða hvaðan kemur eiginlega þessi eldmóður? „Ég fékk femíníska vitrun. Amma og afi áttu prentsmiðju og það var mjög skýr verkaskipting á þeirra heimili - þau höfðu hefðbundin hlutverk sem voru alveg í takt við þeirra samtíma. Hún eldaði og þau fóru alltaf heim í hádegismat. Ég vann hjá þeim sem unglingur og fór þá alltaf með þeim í mat. Einhvern tíma var ég ógeðslega þreytt og kem inn í húsið – þetta er eitthvað svo dá- samlega myndrænt – amma fer til vinstri inn í eldhúsið að búa til mat- inn og afi fer til hægri inn í sófa og leggst þar eins og vant var – hlustaði á fréttirnar, slappaði af – svo borðaði hann, amma vaskaði upp og afi lagði sig á meðan yfir veðurfréttunum. Mér datt aldrei í hug að fara með afa – minn staður var alltaf í eldhúsinu með ömmu. Mér fannst bara asna- legt að liggja einhvers staðar á með- an amma var að vinna. Þennan dag áttaði ég mig á því hvað þetta var skrýtið, ég hugsaði um hvora áttina ég ætti að fara í og fór að velta því fyrir mér hvers vegna ég valdi alltaf eldhúsið með ömmu. Hvað mundu bræður mínir gera? Pælingarnar fóru um víðan völl. Út frá þessu fór ég mikið að pæla í hlut- verkum kynjanna, algjörlega ein með sjálfri mér. Ég fékk þess vegna ekki eitthvað tryllt femínískt uppeldi heldur kom þetta til mín. Ég man ekki nákvæmlega allt sem gerðist í kring um þetta, kannski var ég með kennara sem kveikti eitthvað innra með mér en þessi atburður skipti miklu máli í að ég valdi þessa braut. Þetta var í loftinu og hitti mig á hár- nákvæman stað. Þarna var Kvenna- listinn búinn að vera með framboð og margt að gerast í femínisma. Ég fer að pæla meira og meira í þessu og 2–3 árum seinna fór ég að kynn- ast öðrum manneskjum í sambæri- legum pælingum, þetta varð hluti af lífinu, eins og einhver íþróttaiðkun.“ Ég stoppa Fríðu og spyr hvort hægt sé að iðka femínisma eins og íþrótt. „Nei, einmitt ekki,“ segir Fríða og hlær, „kannski alls ekki. En kannski væri svalt að þetta yrði bara hluti af starfsemi KR – kona mundi mæta á femínistaæfingu – æfa aðgerð- ir til niðurrifs feðraveldisins, kasta á milli bolta og hrópa femínískar stað- hæfingar.“ Okkur Fríðu finnst þetta óskaplega fyndin hugmynd og org- um úr hlátri smástund. Á túr og eltingarleikurinn við Ninu Hagen Hún heldur áfram með söguna af femínistanum Fríðu. „Um miðbik menntaskólans vorum við þrjár vin- konur sem stofnuðum hljómsveitina Á túr og urðum í öðru sæti Músíkti- launa. Það var ótrúlega skemmtileg- ur tími. Það er merkilegt að konur í hljómsveitum eru ekki í hljómsveit, þær eru alltaf í stelpuhljómsveit. Margar eru að rísa gegn þessu núna, ég man ekki einu sinni til þess að mér hafi dottið í hug að berjast gegn því þá. Við vorum fengnar til að spila á alls konar stöðum og hátíðum. Fór- um til dæmis í tónleikaferð til Banda- ríkjanna – algjörlega á eigin spýtur. Við ætluðum að hitta Ninu Hagen, átrúnaðargyðju okkar, sem svo beil- aði á okkur á síðustu stundu. Enduð- um þá í L.A. alveg villtar og vissum ekkert hvað við áttum að gera. Redd- uðum okkur húsnæði og einhverj- um giggum í smábæjum. Við vor- um elskaðar af stórum hóp lesbískra kvenna sem fannst við æði, við sung- um um túr og píkur og ömurlega kalla, það var sjúklega gaman. Svo gáfum við út eina plötu hjá Smekk- leysu – vorum þar hluti af verkefni þar sem Smekkleysa gaf út plötur átta nýrra og óþekktra banda. Frum- kvöðlaverkefni – mjög flott og fullt af skemmtilegum plötum í þeirri röð.“ Kvennalistinn og Bríet Tónleikar fyrir fund Kvennalistans á Úlfljótsvatni áttu eftir að hafa af- drifaríkar afleiðingar fyrir hljóm- sveitina og femíníska framtíð Fríðu. „Þetta var sögulegur ársfundur þar sem Kvennalistinn splundraðist og ýmislegt dramatískt gerðist. Okk- ur fannst Kvennalistinn æði og átt- um fullt af aðdáendum í þeirra hópi. Við vorum á þessum tíma stór vina- hópur sem langaði að gera eitthvað með femínískar pælingar okkar og vorum að leita okkur að farvegi. Við fundum okkur ekki endilega í starfi Kvennalistans, vorum á aldrinum 18–21 og fannst við ekki passa við þingflokk. En voru svo elskulegar að bjóða okkur húsnæði sitt til frjálsra afnota. Við fengum þarna húsnæði til að funda og upp úr þessu varð Brí- et til – það félag er þannig skilgetið afkvæmi Kvennalistans, án þess þó að hafa verið hefðbundin ungliða- hreyfing. Það var ómetanlegt og skipti öllu fyrir okkur að hafa hús- næði. Þegar Kvennalistinn hætti urð- um við húsnæðislausar og það gerði starfið allt mun þyngra. Við héld- um reyndar lengi áfram. Í dag erum við ekki formlegur hópur, en erum tengslanet fyrir hver aðra í þjóðfé- laginu – vinnum á ólíkum sviðum en höldum ekkert formlegu sambandi. Þegar Bríet var starfandi var mjög mikil nauðgunarmenning í samfé- laginu. X-ið var upp á sitt ógeðsleg- asta og útvarpaði stöðugt nauðg- unarbröndurum, þetta var svo ljótt. Ég man sérstaklega eftir einum topp-10 lista um það hvernig þú áttir að geta komist upp með að misnota frænku þína án þess að hún segði frá – toppurinn var að hóta að drepa hana. Við stóðum fyrir fræðslu í skól- um og létum til okkur taka. Það var ekki mikið um annan vettvang fyrir femínisma á þessum tíma. Svo hætt- um við, Femínistafélagið var stofnað undir lokin, starfsemin skaraðist að- eins þannig að sumar úr Bríeti fóru að vinna með nýja félaginu. Þarna reis upp risahreyfing – það var svo gott fyrir íslenskt samfélag að fá rót- tækt femínískt félag og þekkingin innan samtakanna var gríðarmik- il. Þarna voru ungar manneskjur með ferskar nýjar hugmyndir en líka reynsluboltar í fjölmiðlum, femín- isma og lífinu. Þegar félagið var sem öflugast var það mjög sterk rödd í þjóðfélaginu.“ 2015 mikilvægt ár Mér leikur forvitni á að vita hvernig Fríða metur landslagið núna? Hvað stendur upp úr í samtímanum? Fríða leiðir talið aftur að sprengingunni á Beauty tips. „Þetta er stærsta sam- félagsbylting sem ég hef upplifað á minni ævi. Þarna eru ungar kon- ur og eldri konur, breiddin er mikil og mér finnnst svo fallegt að þarna segja konur það sem þær þurfa eða vilja segja þó að það sé með brotinni röddu. Sumar konur sögðu kannski fjögur orð, en það var nóg. Það var risastór saga í þessum fjórum orð- um. Hver og ein sagði sögu með sinni röddu. Þó svo að allir hafi ekki aðgang að þessum hópum hafa fjöl- miðlar verið duglegir við að halda þessu á lofti og við erum að sjá alls konar hópa aktívista verða til upp úr átakinu. Við erum á einhverju byltingarári. 2015 verður árið sem við munum líta á í baksýnisspegl- inum og sjá að eitthvað stórkostlegt gerðist. Kúgaði hópurinn sprengdi sig fram.“ Palestína „Ég flutti til Palestínu sem styðj- andi eiginkona – manninum mínum bauðst verkefni á vegum íslensku friðargæslunnar fyrir Palestínuskrif- stofu UN-Women sem sérfræðingur í kynjasamþættingu. Hann vakti mig á morgni um páska og spyr mig hvort ég vilji flytja til Ísrael – ég svaraði að bragði „nei“ – þá spurði hann hvort Palestína hljómaði betur og ég fór að hlusta. Þremur mánuðum seinna lögðum við af stað full af ævintýra- þrá. Ég hafði fylgst vel með hernám- inu á þessu svæði og hélt mig vita helling um Palestínu og út á hvað málin gengu þar um slóðir – eftir viku í landinu var ég búin að átta mig á því hvað ég var fordómafull. Það var svo skrýtin tilfinning að fylgjast með íslenskum fjölmiðlum, flytja svo út og vera með mjög lélega nettengingu og ekki í neinu sam- bandi við fréttamiðlana. Eftir dálít- inn tíma fór ég aftur að skoða frétta- flutning á Íslandi, bæði um Palestínu og um múslima og áttaði mig á því hvað allt er sýkt af fordómum gegn múslimum. Ég vissi ekki að þetta væri svona ríkjandi í allri umræðu um hvað sem er tengt múslimum, moskum eða öðru. Þetta var ótrú- legt, hugtökin öll á hvolfi og engin virðing borin fyrir málefnum þessa risastóra hóps. Ég veit ekki hverju er um að kenna – hvort þetta er starfs- fólk fjölmiðlanna eða hvaðan frétt- irnar koma en það er þörf á að skoða þetta.“ Fríða og Arnar, maður hennar, bjuggu í Palestínuhluta Jerúsalem með Ronju, 7 ára dóttur þeirra. „Við fundum fyrir átökum á hverj- um degi. Við bjuggum á jaðri palest- ínska hluta borgarinnar – næst ísraelska svæðinu. Það voru mik- il læti við húsið okkar þar sem verið var að leggja veg að ísraelskri land- tökubyggð og þar með verið að taka enn meira landsvæði sem tilheyrði Palestínumönnum. Í borginni eru hermenn og lögregla úti um allt – og allir með risastórar byssur hangandi utan á sér. Umhverfið er svo undar- legt að alls konar samsæriskenn- Fríða í Palestínu Fríða, Arnar og Ronja, dóttir þeirra, bjuggu í ár í palestínska hluta Jerúsalem. MyNd SvEiNBjörg BjarNadóttir „Það vantar svo í umræðuna hvað kaupin eru skaðleg, það er ekki bara skað- legt að vera í vændi og selja sig, heldur líka fyrir unga óreynda leitandi í kynlífi að kaupa vændi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.