Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Qupperneq 32
Helgarblað 14.–17. ágúst 201528 Fólk Viðtal Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins DV óskar eftir góðu og jákvæðu símasölufólki Umsóknir sendist á atvinna@dv.is Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera kurteis, samviskusamur, jákvæður og hafa gott vald á íslenskri tungu. Umfram allt vera duglegur og góður sölumaður. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. ingar fara að dúkka upp í höfðinu á manni. Svo áttuðum við okkur á að þær áttu flestar við rök að styðjast, maður fær staðfestingar á öllu því óhuggulega. Við gátum til dæmis ekki hringt á leigubíl heim til okk- ar því hann hefði ekki komið inn í hverfið. Rútan frá flugvellinum keyrði heldur ekki inn í hverfið. Alla daga og allan daginn sérðu byssur og ógn. Palestína og Palestínuhluti Jerúsalem er algjörlega svelt fyrir krakka. Það eru kannski tveir rólu- vellir og allt í glerbrotum og niður- níðslu. Erlendir krakkar einangrast líka vegna þess að það er almennt lítið traust á milli fólks. Með Ronju var þetta oft erfitt. Við fórum að leita í borgina Ísraelsmegin fyrir hana því þar var nóg í boði.“ Fríða segir áfallastreituna í sam- félaginu vera nánast áþreifanlega. „Ég var búin að vera þarna í nokkra mánuði þegar ég áttaði mig á þessu á fyrirlestri hjá konu sem hafði borið saman kvíða og áfallastreitu í Jerúsalem og Haifa, annarri borg á svæðinu – munurinn var sláandi. Svo margir eru hrædd- ir, ofbeldissagan er svo löng og svo margir skelfilegir atburðir hafa átt sér stað. Maður getur ímyndað sér að afleiðingarnar séu álíka langvar- andi og geislavirkni. Áfallastreitan er svo lengi að fara úr samfélaginu á svona stríðshrjáðum svæðum.“ Stríðið í götunni Mánuði áður en fjölskyldan flutti heim braust stríðið út – nánast beint fyrir utan húsið þeirra. „Sem betur fer höfðum við sent Ronju til ömmu sinnar í Noregi 10 dögum áður en stríðið braust út. Í aðdragandanum var 17 ára palest- ínskum dreng rænt, farið með hann út í skóg og hann brenndur lifandi. Skömmu áður höfðu 3 ísraelskir piltar horfið og það var komið í ljós að Palestínumenn höfðu tekið þá. Ég var þarna að koma aftur til Jer- úsalem af Nordisk Forum ráðstefn- unni og ég fann svo vel að spenn- an í loftinu hafði breyst og magnast. Brjálaðar óeirðir byrjuðu nánast fyr- ir utan húsið okkar, en herinn og lögreglan lögðu mesta áherslu á að óeirðirnar bærust ekki út úr hverf- inu. Húsið á móti okkur breyttist í löggustöð í einu vetfangi. Ég komst að því að Ísraelar passa upp á að eiga íbúðarhús á jöðrum allra mik- ilvægra svæða í þessum tilgangi. Vikurnar áður hafði húsið verið gert upp, víggirt, kastarar og myndavél- ar settar upp og allur annar öryggis- búnaður uppfærður.“ Fljúgandi drónar við gluggann Ísraelsmenn fylgdust að sögn Fríðu vel með friðsömu Íslendingun- um. „Þeir fóru að fljúga drónum frá þessu húsi, til dæmis kíktu þeir á okkur inn um gluggann og fylgd- ust með ferðum okkar úti á götu. Hergögn Ísraela eru endalaus. Út- göngubannið var erfitt og ég streitt- ist á móti. Einu sinni fór ég út með myndavél og tók myndir af því sem var að gerast. Maðurinn minn var heima og gat ekki farið í vinnuna. Hann skrapp út og lögregla kom á móti honum sem tilkynnti að ef við kæmum aftur út yrðum við hand- tekin. Ég var ekki hrædd þarna, en ótrúlega reið, sérstaklega á afmæl- isdaginn minn þegar ég upplifði þessa miklu innilokun. Ég talaði við Guðrúnu Margréti vinkonu mína sem hefur upplifað borgarastyrj- öld í Jemen, hún sagði mér að þetta væri ekki tíminn til að vera töffari, nú þyrfti ég að slaka á og sitja hjá. Það var mjög gott ráð. Ég stalst út til að kaupa mér afmælisköku … en svo slakaði ég á. Við flýttum heim- ferðinni ekki vegna stríðsins en í 7 vikur var stelpan okkar hjá ömmum sínum og öfum, ég gat ekki hugsað mér að skilja manninn minn eftir einan, það hefði ekki verið hollt fyr- ir okkur.“ Fríða leiðir talið aftur að man- sali og útskýrir fyrir mér hvern- ig stríðsrekstur og mansal tengjast. „Stríðið og hermennska hefur mörg einkenni mansals. Ég get ekki séð hvernig við getum kallað það eitt- hvað annað. Það er búið að hefta ferðafrelsi þitt, fá þig til að gera hluti sem þú vilt ekki gera og þvinga þig inn í aðstæður.“ Netanyahu fær að vaða uppi Ég spyr Fríðu hvernig dvölin í Palestínu breytti henni. „Það var svo sárt að komast að sannleikanum um það hvernig við á Vesturlönd- um erum að hata múslima. Þetta er stækkandi hópur í heiminum og við, hvíta forréttindafólkið á Vesturlönd- um, bregðumst svo ógeðslega við þessu, eins og þetta fólk sé ógn eða meinsemd. Það tók mig einhverja mánuði að hætta að vera hræði- lega reið eftir þetta stríð. Horfa upp á Gaza og heyra frá vinum og sam- starfsfólki þar – heyra um börnin og hryllinginn. Lýsingar á róluvöllum sem eru sprengdir upp, tómum stól- um í skólastofum og sögur af grát- andi börnum sem heyra daglega af föllnum vinum. Svo fær Netanyahu endalaust að vaða uppi og segja sína skoðun, fjölmiðlar éta það allt upp gagnrýnislaust. Hættiði þessu – það eru fjöldamorð í gangi þarna. Við getum ekki verið að líta á svona fólk sem einhverja heimsálitsgjafa. Hann getur réttlætt stríðið endalaust og ég sé svo oft umfjallanir í fréttum hérna heima sem eru augljóslega teknar upp úr heimskulegum ísraelskum miðlum, þeir hafa peninga á milli handanna og geta sent út ýmislegt á ensku – annað en palestínskar frétta- stöðvar.“ Pólitík? Í lokin spyr ég Fríðu hvenær hún ætli í pólitík. „Ég er búin að prófa það,“ segir Fríða og skellir upp úr, „ég var um tvítugt og fór í framboð fyr- ir Kvennalistann í aðdraganda stofn- unar Samfylkingarinnar. Það var stöðugt verið að reyna að hanka mig og reyna að sýna fram á að ég vissi ekki nógu mikið um Jónas frá Hriflu eða sögu íslenskra stjórnmála.“ Reynslan gerði Fríðu afhuga póli- tík, en hún ætlar samt að leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. „Ég hef ýmiss konar plön og marga vettvanga til að vinna að mínum hugsjónamálum. Vinnan mín hjá Riff núna felst í því að rétta af kynja- skekkjuna í kvikmyndabransanum. Femínistar eru komnir í valdastöður víða í samfélaginu og ég veit að bar- áttan er að skila árangri.“ n Óeirðir handan við útidyrnar Fríða og fjölskylda upplifðu að stríð braust út í götunni þeirra. Vændi er þrælahald Fríða sér ekki muninn á þessu tvennu og veltir fyrir sér hvort mögu- legt sé að endurskilgreina vændi. MyNd Sigtryggur Ari „En í alvöru, hvað er gott vændi, er það BS-gráða handa vændisfólki eða diplóma? Næg verkefni Kven- réttindafélag Íslands hefur í nægu að snúast undir stjórn Fríðu og er orðið sýnilegra á samfélagsmiðlum. MyNd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.