Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Síða 35
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 Fólk Viðtal 31
mál verður það stærsta í heimi. En ef
ég lít til baka held ég að það sé mun
erfiðara að vera unglingur í dag en
þegar ég var að alast upp. Hraðinn er
orðinn svo mikill og kröfurnar sem
krakkarnir upplifa miklar. Þeir þurfa
að standa sig í öllu, fá sem flest „like“
og vera vinsælir í hópnum. Svo er það
skepnuskapurinn á netinu sem er al-
veg ömurlegur. Ég hef spilað í jarðar-
förum fjögurra stelpna sem voru allar
yngri en 16 ára þegar þær kvöddu. Ég
man ekki eftir svo alvarlegum vanda-
málum þegar ég var sjálfur ungling-
ur.“
Hallærislegi pabbinn
Af eigin unglingi segist hann ekki
hafa miklar áhyggjur. „Hún er svo
frábær, svo klár og yfirveguð og tek-
ur engar ákvarðanir út í loftið. Ég hef
litlar áhyggjur af henni,“ segir hann
og játar því að hafa verið tilbúinn
fyrir foreldrahlutverkið þegar Em-
elíana kom inn í hans líf. „Við höf-
um farið í gegnum ýmislegt saman.
Ég var lengi vel hallærislegi pabb-
inn og hef nú farið allan hringinn. Ég
átti alveg von á slíkum tíma en það
var ekki skemmmtilegt; alveg sama
hvað maður reyndi, maður var alltaf
hallærislegur í hennar augum. Í dag
er það breytt – þótt hún myndi aldrei
segja mér það,“ segir hann og brosir.
Aðspurður segist hann telja sig
ágætan pabba. „Ég er örugglega
mjög skrítinn pabbi en ég held að ég
sé góður pabbi. Ég er ekki mikið fyrir
flóknar reglur. Bæði ég og börnin höf-
um skap og suma daga er maður al-
veg eins og hinir þreyttu foreldrarnir
og missir sig. Sumir dagar eru erfið-
ir en aðrir frábærir. Oftast er þetta
alveg frábært. Það er mikilvægt að
muna að þetta er ekki hjörð heldur
fjórir einstaklingar og allir með sín-
ar þarfir.“
Músíkin á hjartað
Stefán og Hilda kynntust árið 2005
á Húsavík. „Ég var að spila á Sölku
á fimmtudagskvöldi. Það voru fáir
mættir og hún kom þarna með
frænda mínum og við spjölluðum
aðeins í hléinu og á eftir. Svo eft-
ir nokkra daga fékk ég sms frá henni
þar sem hún sagðist vilja læra á gít-
ar. Hún hefur nú ekki lært á gítar enn-
þá en við erum búin að búa til þrjú
börn,“ segir hann brosandi og bæt-
ir við að Hilda styðji við hann í tón-
listinni. „Þetta var það sem ég var að
gera þegar við kynntumst og það væri
mjög ósanngjarnt af henni að ætlast
til þess að það breyttist. Það væru
vörusvik. Þessu er lýst ágætlega í
texta með Bubba, Fuglinn er floginn:
„Músíkin á hjarta mitt og hefur alltaf
átt.“ Þetta gengur vel þótt það komi
auðvitað upp hlutir sem maður þarf
að tækla.“
Ættingjar hjálpa
Aðspurður segir hann Hildu hafa
heillað sig við fyrstu sýn. „Hún var
öðruvísi í fasi; svo róleg og yfirveguð
og í sixties-kjól. Það var eitthvað sér-
stakt við hana, hún var ekki inni í þess-
um ramma eins og hinar stelpurnar.
Við erum mjög góðir vinir, sem bet-
ur fer, enda með stórt heimili þar sem
þarf í mörg horn að líta. Þetta verður
vonandi aðeins auðveldara þegar sá
minnsti verður meira sjálfbjarga. Þá
minnkar kannski álagið,“ segir hann
og bætir við að þau fái einnig hjálp
frá fjölskyldunni. „Amman og afinn
hlaupa gjarnan undir bagga, annars
væri þetta ekki mögulegt. Sem bet-
ur fer höfum við gott bakland og þá
fyrst og fremst foreldra okkar beggja
og svo líka í systur minni. Þótt hún sé
með stórt heimili er hún dugleg að
hjálpa. Og svo eru það allir vinirn-
ir og ættingjarnir sem gjarnan skjóta
yfir mann húsaskjóli þegar maður
kemur suður.“
Enginn í fjölskyldunni falskur
Foreldrar Stefáns eru Edda Stefáns-
dóttir, sem í dag er heimavinnandi,
og Jakob Stefánsson sem starfar í
Kröfluvirkjun. Stefán á eina systur,
Guðrúnu, sem er þremur árum
eldri og býr á Akureyri ásamt sín-
um manni og sex börnum. Aðspurð-
ur segir hann mikið um tónlist í fjöl-
skyldunni. „Það er mikið sungið og á
ættarmótum er alltaf sungið í rödd-
um. Mér finnst alltaf jafn skrítið að
fara á ættarmót þar sem ekki er sung-
ið í röddum. Ég man ekki eftir nein-
um í fjölskyldunni sem er falskur eða
hefur ekki tóneyra. Að sama skapi
glamra margir á hljóðfæri þótt það
sé mismikið. En við erum afskap-
lega músíkölsk,“ segir Stefán sem
ólst upp við Kim Larsen, HLH-flokk-
inn og rokkabillítónlist pabba síns
og Nat King Cole, Aretha Franklin
og Barry White í gegnum mömmu
sína. „Svo var ég sjálfur að hlusta á
Queen, Metallicu, Pearl Jam og Nir-
vana sem unglingur. Ég held að mér
finnist engin tónlist leiðinleg, ekki
ef það er einhver sannleikur í henni.
Ef þeir sem flytja hana eru að meina
það sem þeir eru að gera þá kann ég
að meta hana. Ég var til að mynda dá-
lítið lengi að fatta ýmislegt í íslensku
poppi og fannst það oft á tíðum „feik“
en í dag finnst mér það mjög gott af
því að ég veit að það er búið til með
hjartanu. Og það er nóg fyrir mig.“
Heillaðist af fagmennskunni
Kaflaskipti urðu í lífi Stefáns þegar
meðlimir Dimmu höfðu samband
við hann í mars 2011. Hann seg-
ir tónlist Dimmu hafa verið sér að
skapi en viðurkennir að það hafi þó
tekið hann tíma að finna sinn stað
í sveitinni. „Ég tók við af söngvara
sem var allt öðruvísi en ég og var
ekki kominn til að vera framlenging
af honum heldur til að vera ég sjálf-
ur. Það tók tíma að aðlagast sveitinni
og fyrir þá að aðlagast mér, að púsla
þessu öllu saman. Fyrstu tónleikarn-
ir voru svo 7. júní og svo tókum við ár
í að gera nýja plötu. Það sem heillaði
mig mest við Dimmu er fagmennsk-
an. Ég átti ekki erfitt með að komast
í hljómsveit en fannst oft vanta þetta
„dedication“ eins og ég fann strax hjá
þeim.“
Enn skíthræddur við skóla
Þrátt fyrir slæma reynslu af skóla-
kerfinu ákvað Stefán að reyna fyrir
sér í háskóla. „Ég komst inn bakdyra-
megin, þrátt fyrir að vera ekki með
stúdentspróf, þar sem ég var orðinn
þetta gamall. Ég er gríðarlega ánægð-
ur með það og finnst alveg stórmerki-
legt að ég skuli vera kominn með há-
skólagráðu en það er eitthvað sem ég
bjóst aldrei við að eiga eftir að upp-
lifa. Ég sem féll í stærðfræði á sam-
ræmdu prófunum og rétt slefaði í
hinu. Í grunnskóla skrópaði ég mikið
og lagði allan minn metnað í félags-
lífið. Þegar ég kom í háskólann voru
forsendurnar aðrar. Ég var samt ekki
með neitt sjálfstraust þegar ég byrjaði
og þurfti að telja í mig kjark til að þora
þessu. Ekki það að ég hefði áhyggj-
ur af prófunum eða að þurfa að tala
fyrir framan bekkinn heldur eru
það reglurnar sem ég á í basli með.
Akademískar reglur eru hreint helvíti
fyrir mig. Ég get ekki einu sinni bak-
að pönnukökur eftir uppskrift heldur
verð að breyta eftir mínu höfði,“ segir
Stefán sem útskrifaðist með BA-próf
í þroskaþjálfun árið 2013. „Annars er
ég ennþá skíthræddur við skóla – al-
veg logandi hræddur. Það þyrfti mik-
ið átak til að koma mér þangað aftur
þótt það séu ekki nema tvö ár síðan
ég útskrifaðist. Einn daginn sest ég
kannski aftur á skólabekk. Það væri
mikill sigur ef ég gæti klárað eitthvað
tengt raungreinum.“
Gengur í huganum
Þrátt fyrir prófið starfar hann sem
leiðsögumaður hjá Saga Travel með-
fram tónlistinni. „Ég hef alltaf haft
áhuga á fólki en minn áhugi ligg-
ur helst í krökkum sem ég sé sjálf-
an mig í. Það er svo gefandi að geta
haft áhrif á líf fólks til að ná árangri.
Leiðsögustarfið passar betur með
tónlistinni og þegar upp er staðið er
margt í náminu sem nýtist í leiðsögn-
inni líka. Þar þarf ég að lesa hópinn
og lesa í getu hvers og eins. Oft erum
við að fara inn í erfiðar aðstæður sem
fólk er ekki vant, eins og inn í hella.
Þá er mikilvægt að geta áttað sig á
hverjir geta hvað á þeim tíma sem
tekur fyrir rútuna að keyra á stað-
inn,“ segir hann og játar því aðspurð-
ur að hann sé náttúrubarn. „Ég hleyp
mikið og þá oftast út í móa og upp
á fjöll. Eins stunda ég veiði og þá er
veiðin sjálf ekki aðalatriðið heldur
stoppa ég gjarnan hjá klettum, sit
Fjögurra barna faðir Stebbi Jak er söngvari Dimmu og fjögurra barna faðir. Mynd SiGtryGGur Ari
Feðgar Stefán tekur fjölskylduna gjarnan
með á tónleika.
náttúrubarn Stefán veiðir rjúpur.