Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 36
Helgarblað 14.–17. ágúst 201532 Fólk Viðtal og horfi út í loftið, spái og spekúlera. Svo á kvöldin, ef ég á erfitt með að sofna, þá fer ég ákveðna gönguleið í hausnum. Við enda leiðarinnar er laut þar sem er engin truflun. Alltaf þegar eitthvað angrar mig þá fer ég þangað í huganum. Ef áhyggjur eru af stærri toganum geng ég lengra en enda alltaf á sama stað. Þetta er ekki eitthvað sem ég las mér til um heldur kom bara sjálfkrafa.“ Stefndi á ólympíuleikana Íþróttastjarna er kannski ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar maður sér Stefán en hann er nú samt að æfa á fullu fyrir Reykja- víkurmaraþon Íslandsbanka. „Ég var fjári efnilegur hlaupari sem unglingur, var í unglingaúrvali og hafði það markmið að komast á ólympíuleikana í Sydney. Hlaup eru því ekkert nýtt fyrir mig. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig og verð mjög órólegur ef ég geri það ekki. Ég hleyp fyrir Styrktarfélag gigtveikra barna en þeir höfðu sam- band við okkur í Dimmu að fyrra bragði. Þar sem vinir mínir nenntu þessu ekki ákvað ég að taka þetta bara að mér. Þetta verður engin áskorun. Árið 2008 hljóp ég hálft maraþon með botnlangakast og því hlýt ég að geta tekið heilt mara- þon í dag með ekkert botnlangak- ast. Ég hleyp annan hvern dag frá tíu km upp í 15 km. Samt hef ég ekki grennst um eitt kíló. Enda er það ekkert markmið í sjálfu sér.“ Of gamall til að ofmetnast Á meðan við spjöllum gefur Stefán sér tíma til að sitja fyrir með ung- um aðdáanda. Eftir myndatökuna viðurkennir hann að svona atvik séu orðin nokkuð algeng. „Ég hef bara gaman af þessu enda er ég að bjóða upp á þetta. Ég væri mjög lélegur ef ég myndi segja nei. Það þarf kjark til að koma og spyrja um mynd,“ segir hann og þvertekur fyrir það að vel- gengnin stígi honum til höfuðs. „Ég mun seint ofmetnast. Ég er orðinn of gamall í það. Enda finnst mér ekkert merkilegra það sem ég er að gera en það sem einhverjir aðr- ir eru að gera. Það var aldrei neinn draumur hjá mér að verða frægur en mér finnst skemmtilegt að fá að tjá mig á þessum vettvangi. Samt hef ég alveg verið í hljómsveitum þar sem kannski tveir mæta á tón- leika en verið alveg jafn glaður. Það er bara þessi tjáningarþörf sem þarf útrás. Ég er í rauninni feiminn en þegar ég stend á sviðinu finnst mér ekkert neitt mál. Þar ræð ég öllu, þar meikar allt sens. Og það sama á við í hinni vinnunni minni. Þar er ég líka fronturinn og þar verður fólk að hlusta á mig. Og því fleiri áhorf- endur því betra. Ég er meðvitaður um eigin getu og ef ég hugsa til baka þá held ég að ég hafi öðlast sjálfs- traust til að þora að taka af skarið þegar ég var 11 ára. Þá ákvað ég að ætla að verða Íslandsmeistari tólf ára. Og varð ekkert hissa þegar það tókst því ég hafði ákveðið það. Það sama er með Dimmu. Það var aldrei neinn efi í mínu hjarta að þessi plata myndi ganga vel. Ég vissi að hún myndi ekki floppa. Þetta er ekki að ofmetnast heldur gott mat á eigin getu. Ég veit hvað ég get og hvað ég get ekki og er ekkert að gera það sem ég get ekki. Eins og að dansa.“ Hann neitar því að bransan- um fylgi mikið sukk og svínarí. „Við erum engin unglömb, þannig séð. Auðvitað er sullað í bjór en krakk- arnir koma oft með mér í gigg enda er ekkert þar sem er rætt eða fram- kvæmt sem þau mega ekki heyra eða sjá. Við erum ekkert að haga okkur eins og bjánar. Annars hef ég sjálfur ekki djammað síðan í júní – sem er náttúrlega afar órokkaralegt.“ Í þetta skipti þarf Stefán að dvelja í borginni í fjóra daga. Á meðan stendur Hilda vaktina heima. „Mín draumastaða væri ef við gætum búið heima á sumrin en fyrir sunn- an á veturna. Það væri best. Annars reyni ég ekki að hugsa mörg ár fram í tímann, aðstæður breytast of hratt til þess. Ef ég ákveð eitthvað eitt gæti það útilokað möguleikann á öðru og í þessum bransa gerast hlutirnir svo hratt. Ef þú ert bundinn í báða enda er sveigjanleikinn ekki fyrir hendi. Kannski þarf ég allt í einu að flytja til Reykjavíkur og þá geri ég það bara. Þetta er ekkert flókið. Heimilið er þar sem rassinn er,“ segir hann og ypptir öxlum þegar hann er spurð- ur hvort von sé á nýrri plötu frá Dimmu. „Við höfum bara ekki haft tíma til að setjast niður og ræða það. Það eru nokkur spennandi verkefni í farteskinu sem við þurfum að klára fyrst og svo sjáum við hvað gerist.“ n „Þar sem vinir mínir nenntu þessu ekki ákvað ég að taka þetta bara að mér Með Hildu Stebbi og Hilda á tónlistarhátíð árið 2011. Feðgin Stefán með Júlíu dóttur sína nýfædda. Tónlistarmaður Stefán kann á flest hljóðfæri en hann ætlaði sér aldrei að verða söngvari. Mynd SigTryggur Ari REGAL hunda- og kattafóður - góð næring fyrir dýrin þín Smáralind • Kringlunni • Reykjanesbæ • sími 511 2022 • www.dyrabaer.is Inniheldur EKKI • Hveiti, soja eða maís • Aukaefni • Erfðabreytt matvæli • Sykur eða mjólkurafurðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.