Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 41
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 Skrýtið Sakamál 37 30 ár í fangelsi – án dóms n Jerry Hartfield fékk loksins að mæta fyrir rétt n Töfðu málið í sex ár eftir að villan komst upp J erry Hartfield fékk í vikunni loksins annað tækifæri til að standa í dómsal og svara til saka fyrir glæp sem hann seg- ist ekki hafa framið. Hartfield hefur beðið í 35 ár eftir þessu tæki- færi, en hann hefur, tæknilega, setið í fangelsi án dóms og laga í þessi 35 ár vegna mistaka við meðferð máls hans. Annar fangi hjálpaði honum Það var árið 1977 sem hann var ákærður og dæmdur fyrir morðið á Eunice Low, 55 ára konu sem starfaði við að selja strætisvagnafarmiða. Yf- irréttur í Texas ómerkti dóminn yfir Hartfield árið 1980 vegna vandamála við það hvernig kviðdómurinn, sem sakfelldi hann, hafði verið valinn og krafðist þess að ný réttarhöld færu fram. Þremur árum síðar ákvað ríkis- stjóri Texas að dómurinn ætti ekki að vera dauðadómur, heldur lífstíðar- fangelsi. Vandamálið er að í raun var enginn dómur til að breyta þegar ríkisstjórinn ákvað þetta, þar sem fyrri dómur hafði verið ómerktur og engin ný réttarhöld höfðu farið fram. Hartfield sat samt áfram í fangelsi og ekkert fréttist af nýjum réttarhöld- um. Það var svo árið 2006 sem annar fangi benti honum á að hann sæti í raun í fangelsi án dóms og laga og að enginn eiginlegur dómur hefði fallið. Hirðuleysi En hvernig getur svona gerst? Sak- sóknari segist vissulega vera ábyrg- ur en vísar ábyrgðinni einnig á Hart- field sjálfan og segir að hann hefði sjálfur átt að láta í sér heyra miklu fyrr. Vandamálið er að Hartfield er alvarlega þroskahamlaður og hef- ur afar lága greindarvísitölu. Þegar málið var tekið fyrir sagði dómarinn að allir hefðu brugðist. „Hirðuleysi saksóknaraembættisins varð til þess að málið tafðist í þrjátíu ár. Þrátt fyrir það liggja mistökin einnig hjá Hart- field sem sýndi ekki fram á það með skýrum hætti að hann vildi að rétt- arhöldin yrðu haldin sem allra fyrst,“ sagði hann. Verjandi Hartfield segir þá ótrú- legt að maðurinn skyldi geta verið í fangelsinu allan þennan tíma án þess að nokkur áttaði sig á aðstæð- um. Biðin hefði verið ótrúleg og jafn- framt ófyrirgefanleg. Hann reyndi að fá Hartfield lausan þar sem brot- ið hefði verið á stjórnarskrárbundn- um réttindum hans, en dómari og saksóknari segja báðir að Hartfield hefði sjálfur átt að óska eftir því að réttarhöldin yrðu haldin. Það var ekki fyrr en árið 2009 sem staðfest var að Hartfield sæti í fang- elsi án þess að hafa hlotið dóm. Það var hins vegar ekki fyrr en í ár sem ákveðið var að taka málið upp aft- ur. Í millitíðinni sat Hartfield í fang- elsi. „Ég hef ekki kennt neinum um þetta og er ekki reiður. Ég vil bara að þetta verði gert rétt svo ég geti haldið áfram með líf mitt. Ég lifi í guðsótta og hann leyfir mér ekki að vera bitur,“ sagði hann árið 2013 þegar fjallað var um málið. Morðið á Eunice Low Eunice Low var myrt á grimmilegan hátt. Hún hafði verið barin til bana með haka, svo stungin með brotinni glerflösku. Sá sem myrti hana beitti hana svo kynferðislegu ofbeldi eftir að hún var látin. Fingraför Hartfield fundust á strætisvagnamiða rétt hjá morð- staðnum. Hann játaði á sig morðið en hefur síðan haldið því staðfast- lega fram að hann hafi verið neyddur til að játa og þvingaður af lögreglu- mönnum. Ljóst er að réttarhöldin verða erf- ið og án efa langdregin. Mikið af vitn- um, sem kölluð voru fyrir réttinn árið 1977, eru látin eða finnast ekki. Þá hefur eitthvað af sönnunargögnum týnst eða skemmst. n Bíður dóms Hartfield segist vilja að málið verði afgreitt svo hann geti haldið áfram með líf sitt.„Ég vil bara að þetta verði gert rétt svo ég geti haldið áfram með líf mitt Annar fangi aðstoðaði hann Það var annar fangi sem tók eftir því að Hartfield hefði í raun aldrei verið dæmdur. Mynd úr safni stór- útsala allt að 70% afsláttur af vönduðum útihúsgögnum fyrir íslenskar aðstæður Kauptúni 3, 210 Garðabær | S. 771 3800 Opið: mán.-föS. 12-18 OG lau. 12-16 www.signature.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.