Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 44
Helgarblað 14.–17. ágúst 201540 Lífsstíll Fæst í öllum helstu apótekum og Heilsuhúsinu.www.provision.is Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land. NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Nýjar umbúðir Augnheilbrigði Stelpur rokka n Verkefni sem styrkir ungar stelpur til tónlistarsköpunar n Sjá mikinn árangur t ónlistarverkefnið Stelpur rokka hefur það að mark­ miði að styrkja ungar stelpur til tónlistarsköpunar. Stelpur rokka standa fyrir rokkbúð­ um þar sem þátttakendur geta fengið kennslu, hvatningu, aðstöðu til tón­ listariðkunar og myndað tengsl við aðrar stelpur sem hafa áhuga á tónlist. Auður Viðarsdóttir er einn forsprakki verkefnisins en hún segir viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar, eftirspurn­ ina mikla og að rokksmiðjurnar séu nú þegar farnar að skila dýrmætum menningarauð út í samfélagið. Styrkja tónlistarstelpur „Þetta gengur út á að efla og styrkja ungar stelpur, transkrakka og kon­ ur í tónlistarsköpun og skapa rými þar sem þær geta prófað sig áfram í tónlist og kynnst tónlistarheiminum. Við erum frjáls félagasamtök og ekki rekin í hagnaðarskyni heldur fyrst og fremst af hugsjón sjálfboðaliða.“ Auður segir Stelpur rokka hafa hingað til einbeitt sér að tveimur megináherslum í starfi sínu. „Annars vegar að hvetja ungar stelpur og konur til þess að láta til sín taka í tónlistarheiminum og jafna þeirra hlutfall þar. Og hins vegar að ýta almennt undir sjálfstraust ungra stelpna. Það er svo algengt að þær fari að stíga til baka og hafa minni trú á sjálfum sér, sérstaklega í sköpunarvinnu á unglingsárunum. Margar þeirra eru að glíma við full­ komnunaráráttu og áhyggjur af því hvað öðrum finnst og þora kannski ekki að láta vaða. Hjá okkur fá þær endalausa hvatningu á þessum svið­ um og við erum að sjá árangurinn bæði hjá stelpunum sjálfum og í tón­ listarsenunni á Íslandi.“ „Við erum að springa út“ Verkefnið byggist á erlendri fyrir­ mynd sem spratt upp í Svíþjóð og Bandaríkjunum fyrir um 15 árum síð­ an. Í kjölfarið hafa sambærileg verk­ efni blómstrað um allan heim og eru nú til regnhlífasamtök sem halda utan um verkefni af þessum toga. Þangað leitar íslenski hópurinn eftir fræðslu og leiðsögn til þess að bæta starfið hérlendis enn frekar. „Ég myndi segja að við værum bara að springa út um þessar mund­ ir, bæði styrkja innviðina okkar, efla fræðslu og sjálfboðaliðastarf sem og sækja okkur fræðslu erlendis. Við erum alltaf að skoða möguleika á að fara á nýja staði og viljum vera sem aðgengilegastar fyrir allar stelp­ ur, sama hvaða bakgrunn þær eru með og hvar á landinu þær búa. Eft­ irspurnin er mjög mikil og við höf­ um aldrei lent í vandræðum með að fylla námskeið. Skráningin í vor fór mjög hratt af stað og fylltist fljótt á sumarnámskeiðin okkar. Við bætt­ um þá bara við plássum því við vilj­ um hafa pláss fyrir allar stelpur sem hafa áhuga. Svo reynum við að vera sýnilegar yfir vetrartímann en við erum til að mynda með uppákomu utan dagskrár á Iceland Airwaves og í haust verðum við með nýjar rokksmiðjur fyrir 12–16 ára stelpur og transkrakka.“ Smiðjurnar eru ýmist einn eða tveir dagar en í haust verður boðið upp á tónlistarmyndbandasmiðju, plötusnúðasmiðju, rappsmiðju og raftónlistarsmiðju. Mikill árangur „Við sjáum ótrúlega mikinn mun á þátttakendum við upphaf hvers nám­ skeiðs og svo í lokin. Við fáum undan­ tekningarlaust jákvæða endurgjöf og þær eru ánægðar með kennsluna og árangurinn sinn. Það hafa hljómsveitir haldið áfram eftir að þær voru stofnað­ ar hjá okkur og komið fram á nokkrum stöðum. Ein hjómsveitin sem stofn­ uð var í Rokkbúðum í sumar er búin að skrá sig til leiks í rokksmiðjurn­ ar í haust og hyggst nú gera tónlist­ armyndband við tónlistina sína. Það verður ótrúlega spennandi. En það er þó alls ekki nauðsynlegt að hafa verið í Rokkbúðum til að koma í smiðjurnar!“ Auður telur Stelpur rokka­verk­ efnið aðeins einn anga af annars stórri og merkilegri byltingu í tengslum við að virkja sköpunarkraft kvenna í sam­ félaginu. „Verkefni sambærileg Stelpum rokka spretta upp á mörgum svið­ um en þau eiga það öll sameiginlegt að virkja sköpunarkraft kvenna. Þau eru valdeflandi, skapa tengsl og gefa bæði stelpunum persónulega og sam­ félaginu í heild alveg rosalega mikið. Þær stelpur sem hafa verið hjá okkur fá hvatningu og jákvæða reynslu sem eflir þær á svo mörgum sviðum, við sjáum t.d. hvað þær verða óhrædd­ ar við að bóka gigg og láta bara vaða ef tækifærin gefast. Þá er markmið­ inu aldeilis náð!“ segir Auður en hún er í óða önn við að skipuleggja rokksmiðjurnar sem hefjast í septem­ ber. Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.stelpurrokka. org. n Kristín Sesselía Einarsdóttir er 15 ára og hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Rokk- búðum á vegum Stelpur rokka. Hún efast um að án þessa verkefnis væri hún jafn mikið í tónlist og raunin er í dag. Hvers vegna tókst þú þátt í Rokkbúðunum? „Af því að ég hafði mjög mikinn áhuga á tónlist og langaði að gera eitthvað þar sem ég gæti kynnst öðrum stelpum í þessum bransa og komist út úr mínum hefð- bundna ramma á þessu sviði.“ Kunnir þú á hljóðfæri áður? „Ég kunni pínulítið á gítar og svo var ég búin að æfa á hljómborð í tvö ár. Í dag er ég mest í því að syngja og spila á gítar en ég gríp líka í hljómborðið.“ Hvað fannst þér skemmtilegast? „Hljómsveitaræfingarnar voru skemmtilegastar því mér finnst svo gaman að vera með og kynnast öllum þessum hæfileikaríku stelpum. Svo var líka rosalega gaman á tónleikunum sem eru haldnir í lokin.“ Hvað fannst þér erfiðast? „Mér fannst erfiðast að byrja að syngja og vera opnari. Ég var svo feimin og hafði aldrei sungið fyrir framan neinn áður. Rokkbúðirnar hjálpuðu mér mjög mikið með það.“ Hvaða áhrif höfðu Stelpur rokka á framhald þitt á tónlist- arsviðinu? „Þær hvöttu mig áfram og höfðu jákvæð áhrif á mig persónulega. Svo hefði ég ekki verið að gera það sem ég er að gera í dag nema út af þessu verkefni. Núna er ég á fullu í tónlist og mörgu því tengdu. Svo get ég ekki beðið eftir að fara aftur í Rokksmiðjurnar sem hefjast í haust.“ „Rokkbúðirnar hjálpuðu mér við að opna mig“ Hugsjónakona Auður Viðarsdóttir vill styrkja unglingsstelpur og gefa þeim kjark til að rokka! Mynd SigtRygguR aRi Rokkstelpur Þessar flottu stelpur tóku þátt í Rokkbúðum sumarsins. Þær heita Elínborg, Kristín Sesselja, Ása og Hrafnhildur Ósk. Út fyRiR kassann Kristín tómasdóttir skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.