Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Page 45
Helgarblað 14.–17. ágúst 2015 Lífsstíll 41 N orræn hönnun hefur undan- farna áratugi náð fótfestu á al- þjóðlegum markaði og mynd- að sér sérstöðu. Finnsk hönnun er þar engin undantekning og ljóst er að Íslendingar kunna að meta hana. Í dag opnaði Finnska búðin útibú í Kringlunni, en fyrir er hún staðsett á Laugavegi. Mun þetta vera önnur búðin í Kringlunni sem selur einungis finnska hönnun, en eins og margir vita opnaði Iittala verslun þar fyrr á árinu. Finnska búðin í Kringlunni mun sérhæfa sig í fatnaði og skóm og mun nú bjóða upp á enn meira úrval frá Marimekko. „Verslun okkar að Lauga- vegi 27 mun einblína meira á heim- ilið,“ segir Piia Mettälä, einn eigenda verslunarinnar. n FYRIR MEÐFERÐ EFTIR 2-7 DAGA EFTIR MEÐFERÐ ekki gera upp a mil li, al lir eiga skilid Baby Foot! , FÆST Í V E RS LUNUM UM LAND A L LT Gulur, rauður, grænn eða blár? n Að velja réttan lit á heimilið n Mismunandi tilfinningar fylgja litunum G ott er að huga vel að litavali og íhuga hvaða áhrif mað- ur vill að hvert rými kalli fram þegar litasamsetning er valin fyrir húsgögn eða veggi. Hönnunarhornið telur hér upp atriði sem sniðugt er að hafa í huga við litaval. Gulur er litur gleðinnar og ein- beitingarinnar. Gul rými eru aðlað- andi, björt og hlýleg og því huggu- legt að nota gulan í stofuna. Líkt og rauði liturinn eykur þessi litur efna- skipti og getur því verið lystaukandi. Varast skal að nota gulan sem aðallit rýmis eða nota hann of mik- ið vegna þess að í miklu magni get- ur hann snúist upp í andhverfu sína og styrkt gremju og reiðitilfinningar. Sérstaklega skal varast dekkri gula tóna. Rauður eykur orku og spennu og skapar þannig líflegt umhverfi. Sumir segja að ef maður horfir lengi á rauðan lit geti blóðþrýstingur og púls hækkað. Rauður er litur matar- lystarinnar og því engin tilviljun að bæði McDonalds og Coca Cola nota rauða litinn í vörumerki sínu. Margir veitingastaðir kjósa einnig að inn- rétta með þessum lit sökum áhrif- anna. Ef þú ert hins vegar að passa aukakílóin skaltu forðast það að nota rauðan lit á heimilinu. Grænn er litur lífsins og náttúr- unnar. Hann er endurnærandi og ferskur og passar af þeim sökum inn í öll rými heimilisins. Blár litur er talinn hafa róandi áhrif á manneskjuna. Því er sagt að hann sé bestur inn í svefnherberg- ið og telja sérfræðingar að hann geti jafnvel bætt svefn og svefnlengd. Rannsóknir hafa enn fremur sýnt fram á að blár litur geti hjálpað til að lækka blóðþrýsting og þeir sem sofa í bláum rýmum sofa alla jafna leng- ur en aðrir. Vegna þessara róandi áhrifa er einnig góð hugmynd að nota bláan lit inni á baðherbergi til að búa til „spa“ umhverfi. Hins vegar getur þessi litur stundum orðið ansi kuldalegur og því gott að blanda með hlutlausum eða hlýjum litum. Hvítur er litur hreinleika og sak- leysis. Hann er afar mikið notað- ur á íslenskum nútímaheimilum enda æðislegur grunnlitur í rými og passar vel við alla aðra liti. Hvítur er bestur til notkunar í þröng rými og upplifum við hvít rými oft stærri en þau í raun og veru eru. Það er næstum því óhætt að segja að hvítur klikkar aldrei. Svartur er tilvalinn til að skapa dramatískt umhverfi. Hann minnkar rými og getur verið ansi drungaleg- ur og því skal varast hvar hann er notaður. Á sama tíma er hann hlý- legur og auðvelt er að blanda svört- um við alla aðra liti því hann dregur fram áhrif annarra lita þegar þeir eru notaðir saman. Mismunandi lög og áferð svarta litsins geta komið ansi skemmtilega út. Fjólublár knýr fram hugmynda- ríka og skapandi orku. Tilvalinn litur til dæmis í umhverfi barna. Sumir vilja meina að maður eigi alls ekki að nota fjólubláan lit í svefn- herbergi því þar á maður að hvíla hugann, en ekki örva, líkt og fjólu- blár gerir. Dökkfjólublár er talinn vera konunglegur og lætur rými oft virðast „ríkulegri“ á meðan notkun á ljósari tónum eiga það til að virð- ast „ódýrari“ í augum manna. Vand- meðfarið er að nota rétta fjólutóna í rými. Bleikur er litur ástarinnar og kvenleikans. Hann hefur róandi áhrif á manneskjuna og er til dæm- is þekkt hugtak innan sálfræðinn- ar sem kallast „The Pink Effect“, þar sem ofbeldisfullir fangar hafa mark- visst verið settir í bleik rými til að ró- ast. Mælst er til að þessi litur sé ekki notaður þar sem mikill umgangur er, heldur í athvarfi heimilisins. n „Sumir segja að ef maður horf- ir lengi á rauðan lit geti blóðþrýstingur og púls hækkað. Fallegir litir Gleði og einbeiting fylgir gula litnum. Hönn- unar- Horn Kolfinna Von Arnardóttir kolfinna@artikolo.is Aðdáendur finnskrar hönnunar geta nú glaðst Finnska búðin opnuð í Kringlunni Marimekko Kopaja- kjóll Búðin mun sérhæfa sig í fatnaði og skóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.