Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Blaðsíða 46
Helgarblað 14.–17. ágúst 201542 Menning Ó líkt flestum stúlkum á sínum aldri dreymdi Patti Smith ekki um að sofa hjá Jim Morrison eða Keith Rich­ ards. Hana dreymdi um að vera eins og þeir. Og þegar hún spratt eins og fullmótuð fram á um­ slagi fyrstu plötu sinnar, Horses, töffaraleg með jakkann hangandi yfir öxlina, var takmarkinu náð og vel það. Fyrsta lagið „Gloria“ var þekkt bæði í flutningi Jim og Van Morris­ on, en Patti tekst, með talsverðum textabreytingum, að gera það alger­ lega að sínu. Önnur lög plötunnar vísa í hetjur hennar bæði úr tónlist og bókmenntum, enda Patti með læsari rokkhetjum. Horses hef­ ur æ síðan verið talin með bestu frumraunum (og plötum) allra tíma. Verkamaður í Vottum Jehóva En leiðin þangað var löng og ströng. Móðir Patti var í Vottum Jehóva og uppreisnin gegn uppeldinu er ljós strax í fyrstu setningu plötunnar: „Jesus died for somebody‘s sins but not mine.“ Átján ára gömul hóf hún störf í verksmiðju og þrem árum seinna eignað­ ist hún dóttur. Allt virtist búið í haginn til að Patti Smith hyrfi inn í verka­ mannafen New Jersey, en hún vildi það öðruvísi. Hin nýfædda dótt­ ir var gefin til ætt­ leiðingar og Patti fluttist til New York. Þar dembdi hún sér á bólakaf í listasenuna, bjó á Chelsea­hót­ elinu, skrifaði leikrit með Sam Shepard og átti í ástarsambandi við ljósmyndar­ ann Robert Mapplethorpe, sem hún lýsti seinna eftirminnilega í bókinni Bara börn sem kom út á íslensku í hittifyrra. Hún skrifaði fyrir rokk­ blöðin Rolling Stone og Creem, en ákvað loksins, þegar hún var orðin 27 ára gömul (sem þykir nokkuð hár aldur í rokkheimum) að stofna eigin hljómsveit. Hestar og hálsbrot Patti Smith Group spilaði reglu­ lega á hinum goðsagnakennda stað CBGB‘s þar sem Patti og Debbie Harry tókust á um hvor yrði drottn­ ing pönksenunnar. Árið 1975 kom svo frumraunin út. Næsta plata, Radio Ethiopia, var enn hrárri og pönkaðri. Hljómsveitin spilaði vítt og breitt þar til Patti féll af sviði og hálsbrotnaði, en eftir strangt endur­ hæfingarferli átti hún glæsta endur­ komu með plötunni Easter. Meðan á upptökum hennar stóð var Bruce nokkur Springsteen í næsta herbergi að taka upp og Patti fékk lánað hjá honum lag­ ið „Because the Night“ sem hún kláraði textann við. Lagið sló í gegn og Patti Smith Group urðu vinsælli en nokkru sinni. Undir lok 8. ára­ tugarins kom svo út platan Wave sem naut minni athygli, en innihélt þó lagið „Dancing Barefoot“ sem U2 átti seinna eftir að uppgötva. Endurkoma og Íslandsásókn Og síðan gerðist ... ekki neitt. Patti giftist gítarleikaranum Fred „Sonic“ Smith úr hljómsveitinni MC5, sem hafði jafnframt þann kost í för með sér að hún þurfti ekki að skipta um eftirnafn. Formóðir pönksins virðist að mestu hafa orðið heimavinnandi húsmóðir, en sonur hennar átti síðar eftir að giftast Meg White úr White Stripes. Árið 1988 kom hin ágæta plata Dream of Life út, en annars heyrðist lítið frá henni þar til eiginmaðurinn lést skyndilega úr hjartaáfalli árið 1994. Bob Dylan dró hana aftur á tónleikasviðið, og síðan hefur Patti haldið áfram að gefa út plötur og fara í tónleikaferð­ ir. Árið 2005 kom hún í fyrsta sinn til Íslands og hélt eftirminnilega tón­ leika á NASA. Þar spilaði hún með­ al annars nýtt lag gegn Kárahnjúka­ virkjun, líklega fyrsta mótmælalagið ort gegn þeim framkvæmdum. Ári síðar sneri hún aftur og hélt órafmagnaða tónleika í Há­ skólabíói. Hún spilaði einnig á Náttúruverndartónleikum í Hörpu í fyrra og kom fram víðs vegar um bæinn ásamt Russell Crowe á menningarnótt árið 2012. Nú er hins vegar komið að fyrstu heilu tónleikum Patti Smith með rokk­ hljómsveit hérlendis í heilan áratug, og það sem meira er, meistaraverk­ ið Horses verður flutt í heild sinni í tilefni 40 ára afmælisins. Ef einhver getur veitt Igga Pop samkeppni um að teljast hápunktur tónleikasum­ arsins, þá er það Patti Smith. n Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Svalasta kona í heimi n Patti Smith leikur Horses í heild sinni í Hörpu n Með bestu frumraunum allra tíma Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com „Allt virtist búið í haginn til að Patti Smith hyrfi inn í verka- mannafen New Jersey, en hún vildi það öðruvísi. Eilífðartöffari Patti Smith kemur fram á tónleikum í Hörpu 17. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.