Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2015, Side 48
Helgarblað 14.–17. ágúst 201544 Menning Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is ALLAR GERÐIR LÍMMIÐA Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Fagna hálfri öld frá komu Armstrongs Um hundrað listamenn koma fram á Jazzhátíð Á miðvikudag hófst Jazzhá- tíð sem haldin er í 26. sinn í Reykjavík. Hátt í hundrað tón- listarmenn – íslenskir, sænskir, norskir, þýskir, ítalskir, banda- rískir og svo framvegis – koma fram á um tuttugu tónleikum í Hörpu. Sér- stök áhersla er lögð á konur í djass- tónlist, nýsköpun, íslenska útgáfu og samstarfsverkefni innlendra og er- lendra djasstónlistarmanna. Þá munu átta útgáfutónleikar verða haldnir sem hluti af hátíðinni. Lokatónleikar Jazzhátíðarinnar sem fara fram klukkan 16.00 á sunnu- dag í Norðurljósasal Hörpu eru til- einkaðir trompetleikaranum Lou- is Armstrong, en hálf öld er frá því að trompetleikarinn hélt goðsagna- kennda og áhrifamikla tónleika í Há- skólabíói. Á tónleikunum verða flutt mörg af þekktustu verkunum frá ferli Lou- is Armstrong, með áherslu á efnisskrá hans með All-Stars hljómsveitinni frá 1947 til lokadags. Þá verður flutt efni frá fyrstu spilaárum Armstrong þegar hann hljóðritaði með hljómsveitum sínum Hot Five og Hot Seven. Ragn- heiður Gröndal og Sigtryggur Baldurs- son syngja við undirleik hljómsveit- ar sem er skipuð Snorra Sigurðarsyni (trompet), Hauki Gröndal (saxófónn, klarinett), Samúel Jóni Samúels- syni (básúna), Önnu Grétu Sigurðar- dóttur (píanó), Matthíasi Hemstock (trommur) og Tómasi R. Einarssyni (kontrabassi). Þá mun Vernharður Linnet djasssérfræðingur fjalla um sögu Louis Armstrongs. n Metsölulisti Eymundsson 5.– 11. ágúst 2015 Allar bækur 1 LeynigarðurJohanna Basford 2 Konan í lestinniPaula Hawkins 3 Enchanted Forest Johanna Basford 4 Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante 5 M. Marotta's Animal Kingdom Millie Marotta 6 Iceland Small World- lítil Sigurgeir Sigurjónsson 7 KrakkaskrattarAnne Cathrine Riebnitzsky 8 Iceland In a Bag Ýmsir höfundar 9 NicelandKristján Ingi Einarsson 10 Secret Garden Johanna Basford Joanna Basford Á dögunum kom út langþráð önnur breiðskífa rokksveit- arinnar Agent Fresco. Destri- er kemur fimm árum eftir hina kraftmiklu A Long Time Listening. Flóknar taktbreytingar, vel slípað þungur rokkgítarinn, dramat- ískur söngur en poppaðar laglínur blönduðust saman í undarlega gríp- andi kokteil sem vakti umtalsverða athygli. Agent Fresco var stofnuð árið 2008 af þremur strákum sem námu hljóðfæraleik í tónlistarskóla FÍH. Þeir fengu flippaðasta gaurinn í skólanum til að taka að sér sönginn og tveimur vikum síðar sigraði hún Músíktilraunir. Stuttskífan Lightbulb Universe kom út í desember sama ár, en fyrsta breiðskífan árið 2010. Nú eru liðin tæp fimm ár og næsta plata loksins tilbúin. DV hitti Þórarin Guðnason gítarleikara, Hrafnkel Örn Guðjónsson trommara, Vigni Rafn Hilmarsson bassaleikara og, Arnór Dan Arnarson söngvara á heimili þess síðastnefnda. Þar drukku þeir kók með klaka, borðuðu heilsusúkkulaði og ræddu um langa og dramatíska fæðingu stríðshestsins Destrier. Flókin lög sem eldast vel Tóti: Ég byrjaði að semja fyrir plötuna 2011 og nokkur laganna á plötunni eru alveg frá þeim tíma. En ég held að það sé bara til merkis um að tónlistin eldist vel að hún sé ekki orðin þreytt núna! Svo voru lög að detta inn næstu árin, til 2013. Arnór: Við vinnum á annan hátt en flestar aðrar hljómsveitir. Vign- ir og Keli eru aðeins komnir inn í lagasmíðarnar en yfirleitt semur Tóti grunnana að lögunum einn, tekur upp og sendir á mig. Í lok 2013 vor- um við með flest lögin tilbúin, sum- arið áður var Tóti alveg á fullu að klára að semja. Hvernig koma lögin til þín? Tóti: Það er rosalega misjafnt. Ég er yfirleitt að vinna með eitthvað mús- íkalskt konsept í hverju lagi. Ég er með banka af svoleiðis hugmynd- um í símanum, sem ég hef tekið upp bara þegar ég er úti að labba eða heyri eitthvað áhugavert. Ég hripa allt niður og sest seinna niður og vinn úr hugmyndunum. Þá sem ég grunn að hljóðfærapörtunum og sendi á Arnór og hann semur laglín- ur og texta – og það tekur mislanga tíma. Svo æfum við lögin og breytum þeim þá eitthvað aðeins. Þannig að lögin verða aldrei til í æfingahúsnæðinu? Tóti: Nei. Þetta er kannski svo- lítið sérstakt fyrir rokkhljómsveit, en er venjan í fullt af annarri tónlist. Ég veit eiginlega ekki hvort það væri hægt að semja svona tónlist margir saman. Ég held að maður myndi aldrei ná sama flækjustigi. Mér finnst svolítið leiðinlegt hvað mikið af tónlist í dag eru bara lúppur sem eru stöðugt að breytast örlítið. Það er allavega eitthvað sem heillar mig alls ekki. Kvíði og reiði Elstu lögin á plötunni eru samin stuttu eftir að síðasta plata kom út og því kannski meiri tenging við fyrri plötuna en í textunum. Arnór: Á A Long Time Listening var ég að fjalla um það sem ég hafði upplifað árin áður, þegar ég flutti heim til Íslands frá útlöndum og missti pabba minn úr krabbameini. Ég hafði gengið í gegnum sorgarferli sem mér fannst áhugavert og við þró- uðum heildarkonsept í kringum það. Það sem ég er að fást við á þessari plötu er líkamsárás sem ég varð fyrir árið 2012. Ég er ekki bara að einblína á hana heldur fjallar hún um allt það sem kom út úr henni. Þetta var eitt- hvað sem breytti mér mikið. En það var líka mjög áhugavert og listamað- urinn inni í mér vildi túlka þessar til- finningar – reiði sem ég hafði aldrei fundið fyrir áður. Nafnið á plötunni tengist þessu. Ég var búinn að vera með þetta orð lengi á heilanum mér finnst það svo fallegt, en á sama tíma „muscular“ og stórt. Það er svo ná- lægt Destroyer, en orðið þýðir stríðs- hestur. Með A Long Time Listening hafði ég melt tilfinningarnar áður en með þessa plötu fór ég bara strax að reyna að semja um þær. Ég áttaði mig ekki á því hvað ég þurfti að vinna mikið í sjálfum mér fyrst. Ég var mjög lélegur í að stoppa og anda. Ég eyddi mörgum nóttum í að vinna í átta tíma án pásu en ekkert gott kom úr því. Ég leyfði mér ekki að fara út í bjór með Löng og ErFið Fæðing stríðshEsts n Destrier, önnur breiðskífa Agent Fresco, er komin út n Fimm ár frá síðustu plötu n Kvíði og reiði söngvarans móta tónlistina Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Nýtt upphaf Góðir dómar um nýju plötuna með Agent Fresco hrúgast inn og sveitin stefnir á tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin. MyNdir SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.