Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 6

Fréttatíminn - 04.12.2015, Side 6
SHAPE DELUXE heilsurúm m/classic botni Shape deluxe heilsurúm: • Lagar sig fullkom lega að líkama þínum • 26 cm þykk heilsudýna • 2 cm latexlag bólstrað í áklæði • 4 cm gel memoryfoam • 4 cm shape memoryfoam • Non-slip efni á botni dýnunnar • Engir rykmaurar • 5 ára ábyrgð! • Ofnæmisprófuð • Burstaðir stálfætur Stærð cm. Fullt verð Jólatilboð 100x200 129.900 103.920 120x200 164.900 131.920 140x200 184.900 147.920 160x200 209.900 167.920 180x200 234.900 187.920 Jólatilboð 20% afsláttur NATURE’S DIAMOND heilsurúm 25% AFSLÁTTUR Nature’s Diamond heilsudýna með Classic botni og löppum nú á jólatilboði í Dorma. Verðdæmi: Stærð: 180x200 cm. Fullt verð: 204.900 kr. Aðeins 153.675 kr. Jólatilboð 180 x 200 cm Aukahlutur á mynd: rúmgafl. Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 MEIRA Á dorma.is Aðeins 19.900 kr. TVENNUTILBOÐ dúnsæng + koddi O&D dúnsæng – Stóri björn · 50% dúnn og 50% smáfiður Fullt verð: 19.900 kr. + Dúnkoddi – Stóri björn Fullt verð: 5.900 kr. Fullt verð samtals: 25.800 kr. Hafðu það notalegt um jólin Komdu í Dorma Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni. SHAPE B Y N AT U R E ’ S B E D D I N G 20% AFSLÁTTUR JÓLA- TILBOÐ  Fundur Fjórir Flóttamenn taka til máls ásamt Fulltrúum rauða krossins Flóttamenn segja sögu sína á leiksviði F jórir flóttamenn segja sína sögu á stóra sviði Borgarleikhússins á laugardaginn. Auk þeirra taka þrír fyrirlesarar frá Rauða krossinum til máls. Skipuleggjendur segja að þarna eigi að vera einlæg samverustund sem er öllum opin og að kostnaðarlausu. Málefni flótta- manna hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu og því ætti að vera áhugavert að heyra sjónarmið flóttafólks. Leikararnir Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson halda utan um dagskrána sem hefst klukkan 13 á laugar- daginn. „Ekkert er leikhúsinu óviðkomandi. Það er musteri skemmtunar og gleði en um leið musteri mannúðar og mannskiln- ings. Hlutverk þess er meðal annars að varpa ljósi á málefni líðandi stundar, rýna í samtímann bæði með leiksýningum og einnig með öðrum hætti með því að halda á lofti vitsmunalegri umræðu um þjóðfé- lagið, stjórnmálin, menningu og listir. Það sem brennur á fólki um allan heim þessi misserin er hinn stórbrotni flóttamanna- straumur,“ segir í tilkynningu frá Borgar- leikhúsinu. Fjórir flóttamenn segja sögu sína á fjölum Borgarleikhússins klukkan 13 á laugardag. Halldóra Geirharðsdóttir.  samgöngur millilandaFlug Frekar um aðaldal en eyjaFjörð Húsavíkurflugvöllur betri kostur en Akureyri? Tvisvar nýverið hefur beinu millilandaflugi til Akureyrar verið beint til Keflavíkur vegna veðurskil- yrða eða þess að óvanir flugmenn treystu sér ekki til að lenda. H úsavíkurflugvöllur í Aðaldal hentar mun betur til milli-landaflugs en Akureyrar- flugvöllur, að því er fram kemur í leiðara Hermanns Aðalsteinssonar, ritstjóra þingeyska vefmiðilsins 641, þar sem hann ræðir umfjöllun undanfarið um kosti Húsavíkur- flugvallar (Aðaldalsflugvallar) um- fram kosti flugvallarins á Akureyri í sambandi við millilandaflug. „Það hefur komið a.m.k. tvisvar fyrir nú nýlega,“ segir Hermann, „að lenda hafi þurft á Keflavíkurflugvelli við heimkomu þegar til stóð að lenda á Akureyrarflugvelli, vegna veður- skilyrða, eða þá að óvanir flugmenn þorðu ekki að lenda á Akureyrar- flugvelli.“ „Í framhaldi af þessu hafa eðli- lega vaknað upp spurningar um hvort ekki væri nær að horfa til Húsavíkurf lugvallar sem betri kosts fyrir beint millilandaflug fyrir Norðlendinga. A.m.k. einn bæjar- fulltrúi á Akureyri hefur velt þess- ari spurningu upp og er það fagn- aðarefni þegar Akureyringar sjálfir eru farnir að sjá það sem augljóst hefur verið í augum okkar Þingey- inga lengi, að Húsvíkurflugvöllur er einfaldlega mun betri kostur fyrir millilandaflug heldur en Akureyrar- flugvöllur.“ Hermann rekur síðan ástæður þess, meðal annars að með tilkomu Vaðlaheiðarganga verður aksturs- tími frá Akureyri til Húsavíkurflug- vallar innan við 40 mínútur sem er svipað og fyrir fólk á höfuðborgar- svæðinu að aka til Keflavíkur. Auð- velt er að lengja Húsavíkurflugvöll í báða enda, nóg pláss, engar bygg- ingar og engin há fjöll í næsta ná- grenni. Núverandi þjóðveg, sem liggur við norðurenda brautarinnar, væri hægt að leggja í stokk undir brautina. „Stærsta vandamál Akureyrar- f lugvallar er staðsetning hans í þröngum Eyjafirðinum. Sama hvað gert er við þann völl að þá lækka fjöllin sem umkringja hann ekk- ert,“ sagði Friðrik Sigurðsson, for- seti sveitarstjórnar Norðurþings og flugrekstarfræðingur, í viðtali á sjónvarpstöðinni Hringbraut ný- verið, sem vísað er til í veffréttinni. Hins vegar er, segir enn fremur, langt í há fjöll í nágrenni Húsavíkur- flugvallar og lágar heiðar í nágrenni hans ættu ekki að vera til vandræða í aðflugi fyrir stórar flugvélar. Því er svo bætt við í umfjöllun þingeyska vefmiðilsins að veðurfarsleg skil- yrði séu betri við Húsavíkurflugvöll en Akureyrarflugvöll. Ritstjóri 641 bendir þó á að beint millilandaflug frá Húsavíkurvelli sé ekki raunhæfur kostur í dag. Til þess skorti ýmislegt. „Lengja þarf flugbrautina svo að hún nái 2300 metrum, en í dag er brautin 1600 metrar. Bæta þarf búnað við Húsa- víkurflugvöll til þess að beint milli- landaflug um völlinn geti orðið að veruleika. Bent hefur verið á það að það skorti burðarþolsmat fyrir Húsavíkurflugvöll og því ekki ljóst hvernig hann þolir stórar flugvélar. Úr því þarf að bæta, segir Hermann. Líklega þyrfti að stækka flugstöðina eða byggja nýja, svo hún gæti nýst gagnvart vegabréfaeftirliti, vopna- leit og aðskilnaði farþega. Svo þyrfti að tryggja aðgengi að þotueldsneyti. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Langt er í há fjöll í nágrenni Húsavíkurflugvallar. Mynd/Húsavíkurflugvöllur 6 fréttir Helgin 4.-6. desember 2015
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.