Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 8

Fréttatíminn - 04.12.2015, Síða 8
H lutverk D-vítamíns í bein-heilsu er vel þekkt en D-vít-amín virðist einnig geta haft áhrif á fleira, eins og geðheilsu. Þessi grein sem við vorum að birta styður þá kenningu að samband sé milli D- vítamínskorts og þunglyndis,“ segir Ingibjörg Gunnarsdóttir forstöðu- maður Rannsóknarstofu í næring- arfræði og yfirnæringarfræðingur Landspítala Háskólasjúkrahúss en hún er verkefnisstjóri íslenska hluta Evrópuverkefnisins MooDFOOD. 14 rannsóknarstofnanir í 9 löndum taka þátt í MooDFOOD verkefninu sem fjallar um tengsl næringarástands og þunglyndis og er umfang verkefnis- ins um 1,4 milljarðar króna. Nýta sér gögn Hjartaverndar „Evrópusambandið kallar reglulega eftir ákveðnum tegundum af rann- sóknum á þeim sviðum þar sem talið er að staða þekkingar sé ekki nægilega mikil,“ segir Ingibjörg en árið 2013 var kallað eftir hugmynd- um að rannsóknum á sviði næringar og þunglyndis. Rannsóknarhópur- inn MooDFOOD varð fyrir valinu en Hjartavernd og Rannsóknar- stofa í næringarfræði eru fulltrúar Íslands í hópnum. „Okkar aðkoma í verkefninu er fyrst og fremst í faraldsfræði þar sem við notum gögn úr öldrunar- rannsókn Hjartaverndar en þar er meðal annars að finna upplýsingar um styrk D-vítamíns í blóði, fitu- sýrusamsetningu í rauðum blóð- kornum, fæðuval og þyngdarbreyt- ingar allt niður í barnæsku. “ Stórir skammtar hjálpa ekki Fyrstu niðurstöður íslenska hluta verkefnisins birtust í Journal of Nutritional Science í vikunni. Þar er sýnt fram á það að þeir sem mæl- ast með lágt D-vítmín í blóði eru lík- legri til þess að hafa verið þunglynd- ir á einhverjum tímapunkti. „Okkar greiningar benda samt ekki til þess að fólk myndi hafa gagn af mjög stórum skömmtum af D-vítamíni til þess að bæta geðið, heldur eru það eingöngu þeir sem eru mjög lágir sem voru líklegri til að vera þung- lyndir. Margir samverkandi þættir geta haft áhrif á D-vítamín í blóði, en það virðist mikilvægt að koma öllum upp fyrir 30 nmól/l, meðan hærri D-vítamín gildi myndu líklega ekki skila bættri geðheilsu miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Þannig að allir ættu að taka inn eitt- hvað af D-vítamíni en kannski ekki allt of mikið.“ Mælir með síld og laxi um jólin Ingibjörg segir að verkefnið sé í full- um gangi þar sem meðal annars sé verið að nota gögn sem liggja fyrir víða um Evrópu til að skoða tengsl á milli næringarástands og þung- lyndis í stórum faraldsfræðilegum rannsóknum og að bráðlega fari fleiri greinar að birtast. Undirbún- ingur íhlutandi rannsóknar stendur einnig yfir, þar sem markmiðið er að rannsaka áhrif næringarmeð- ferðar á geðheilsu. En fáum við nægt D-vítamín úr matnum, þar sem sólarljósið er ekk- ert þessa dagana? „Næstu mánuði þegar ekkert er sólarljósið þurfum við að fá D-vítam- ín úr matnum, bætiefnum eða lýsi og það er mikilvægt að fólk passi upp á þetta. Við erum mjög gjörn á að taka vítamín og lýsi á morgnanna og ef það gleymist þennan morguninn þá er það svo fast í okkur að við þurfum að bíða til næsta morguns, en auðvi- tað má þá bara taka það í hádeginu eða um kvöldið. Það að velja D-vít- amínbætta mjólk kemur okkur ansi langt, þannig að ef fólk velur hana frekar en þá venjulega þá hjálpar það til við að halda D-vítamíngildum í blóði innan eðlilegra marka. Þetta er kannski sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem gleyma oft að taka D- vítamín sem bætiefni. En svo er ráð- lagt að borða feitan fisk reglulega og við getum gert vel við okkur með síld og laxi um jólin .“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ný rannsókn bendir til mikilvægis D-víta- míns fyrir geðheilsu  Heilbrigðismál Tengsl næringar og geðHeilsu Ný íslensk rannsókn, sem birt var í Journal of Nutritional Science í vikunni, styður þá kenningu að samband sé milli D-vítamínskorts og þunglyndis. Rannsóknin er hluti af risavaxna samevr- ópska verkefninu MooDFOOD. Ingibjörg Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri íslenska hlutans, segir niðurstöður benda til þess að stórir skammtar af D-vítamini hjálpi ekki til að bæta geðið, heldur sé mikilvægt að halda sér rétt ofan við lágmarksmörk. Allir ættu því að taka inn D-vítamín en ekki of mikið. Ingibjörg Gunnarsdóttir er forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands og yfirnæringarfræðingur Landspítala Háskólasjúkrahúss. Hún er verkefnisstjóri íslenska hluta Evrópuverkefnisins Mood Food sem fjallar um tengls næringarástands og þunglyndis. Mynd/Hari ICEMART · AUSTURSTRÆTI 5 · NEÐRI HÆÐ Í VERSLUN ICEWEAR MAGASÍN · OPIÐ ALLA DAGA ÍSLENSKU HANDVERKI OG HÖNNUN Full búð af... Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is 8 fréttir Helgin 4.-6. desember 2015
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.