Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 16
S i g u r ð u r Pá l s s o n
16 TMM 2006 · 2
unum til vorra daga, bókmenntasagan, hugmyndasagan, saga arkitekt-
úrs í sambandi við mismunandi leikhús og leikhúsbyggingar, mynd-
listarsagan, jafnvel tónlistarsagan – þú ert með þetta allt. Þú ert ekki með
nærri því svona mikinn fjölbreytileika ef þú ert bara í bókmenntum.
Ég kom heim að loknu námi 1974, og sumarið eftir var ég eiginlega
alveg hættur að hugsa um þessa bók. En einn júlídag, nánar tiltekið
sjöunda sjöunda sjötíu og fimm, sat ég inni á Mokka, þá kemur Sigfús
inn og er enn þegar þar er komið sögu með gólúasinn skrúfaðan í
munnvikið. Hann var með fallegar hendur, Dadason, og langa fingur, og
hann gengur nálægt borðinu mínu, tekur upp þessa bók, lætur hana
falla fyrir framan mig og segir,“ og Sigurður gerir röddina ráma: „ ‚Voilà!‘
Svo hélt hann áfram að afgreiðsluborðinu og fékk sér kaffi!“
Hvernig varð þér við?
„Ég var með ákveðnum innri rósemdaræfingum búinn að sætta mig
við að þessi bók kæmi aldrei út, af því það er svo erfitt að bíða. Bíða eftir
einhverju sem þú átt von á, ekki síst ef þú berð einhverjar tilfinningar til
þess, skilurðu. Klukkan er orðin og hvað er að ske? Þá er betra að fá að vita
að ekki sé lengur von; maður reynir þá að taka því. Biðin er verst af því
hún heldur áfram, það er eins og að vera hlekkjaður við klett og tíminn
breytist í eitur – eins og hjá Loka á klettinum. Það var orðið eins konar
modus vivendi hjá mér að bíða ekki eftir henni – en þá var hún komin!“
Ekki beið Sigurður einn eftir bók sinni. Margir sem höfðu fylgst með
skáldskap hans í menntaskóla biðu eftir að heyra meira frá honum, og
margir sem fóru í gegnum París höfðu fengið að lesa úr handritinu eða
hlustað á Sigurð lesa upphátt úr því, þannig að hugmyndin um bókina
var komin víða. Nú var hún komin, og hvernig voru viðbrögðin?
„Ég minnist þess ekki að breytileiki mannlegs lífs, sem góðborgari nefnir öryggis-
leysi og óttast meiren Grýlu, hafi fyrr verið ákallaður svo sönnum rómi sem ímynd
hamingjunnar.“ (Erlingur E. Halldórsson, TMM 3–4 1975)
Fékkstu gagnrýni?
„Já já, hún var ágæt, kom nú frekar seint minnir mig og eitthvað voru
menn að gæta sín á fullyrðingum. Nema kannski einmitt í þessu riti,
TMM, þar kom afar lofsamleg umsögn. Ég bjóst raunar ekki við neinu
sérstöku enda var ég ýmsu vanur og reyndi snemma að losa mig við
áhyggjur af gagnrýni. Ég fékk afar slæma krítík á það fyrsta sem ég birti
í skólablaði MR sextán ára – umsögnin kom í næsta tölublaði á eftir. Það
var auðvitað rosalega sjokkerandi en viðbrögð hópsins í kringum mig
drógu úr áhrifunum. Félagar mínir áttu ekki orð yfir þessi skrif, fannst