Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 39
F j ó r a r g e r l a p r u f u r ú r f r a m a n d i f r a m ú r s t e f n u l j ó ð l i s t
TMM 2006 · 2 39
ig að lúta hefðbundnari kröfum skáldskapar um eiginlega fegurð og ná
sams konar eða meiri tengslum við hið háleita. Verkefnið, sem var sjö ár
í smíðum, er skiljanlega ekki það auðveldasta og í það er vísað í bókinni.
Sem dæmi má nefna að fyrsti kafli verksins hefst á orðunum „Awkward
grammar appals a craftsman“, og I-kaflinn á orðunum „Writing is in-
hibiting“. Þar af fóru margir mánuðir einfaldlega í kortlagningu orða, að
finna þau orð orðabókarinnar sem innihalda einungis einn sérhljóða og
rannsaka í þaula hvað væri hægt að skrifa við þessi skilyrði, upp á hvað
hver sérhljóði býður. Til að herða enn frekar ólina valdi Bök að skil-
greina ákveðna þræði sem hann yrði að vefa í gegnum verkið allt, þemu
sem yrðu að koma við sögu í hverjum kafla. Í öllum köflum yrði að vísa
til ritlistarinnar, lýsa matarveislu, lostafullu svalli, svipmynd af sveitalífi
og sjóferð, eins og áður segir. Leggja yrði áherslu á innrím, og stefnt
skyldi að því að nota öll orð orðabókarinnar sem innihalda einn sér-
hljóða og aldrei færri en 98% þeirra.
Bök sleppir stafnum Y, og reyndar Ö líka, sem finnst auðvitað ekki í
enska stafrófinu þó það sé í nafninu hans.4
„Ég hélt fyrirfram að textinn yrði illskiljanlegur, en málfræðilega
réttur, og því kom það mér verulega á óvart að uppgötva fjölmargar
óhuggulegar tilviljanir sem gáfu til kynna að ég væri haldinn paranoju.
Mér fór að þykja sem tungumálið væri eitt allsherjar samsæri, næstum
því eins og þessum orðum væri ætlað að vera raðað upp, nákvæmlega
svona, að þau ættu ekkert með að vera annars staðar en þarna, þar sem
hver sérhljóði sýndi sinn eigin sjálfstæða persónuleika: hið hofmannlega
A, hið harmræna E, hið lýríska I, hið spaugsama O, hið klúra U.“5
Hið hoffmannlega A: „Hassan can watch cancan gals cha-cha-cha, as
brass bands blat jazz razzmatazz (what a class act). Rap fans at a band-
stand can watch jazzbands that scat a waltz and a samba. Fans clap as a
fat-cat jazzmann and a bad-ass bassman blab gangsta rap – a gangland
fad that attacks what Brahms and Franck call art: A Balkan czardas, a
Tartar tandava (sarabands that can charm a saltant chap at a danza).“
Hið harmræna E: „Whenever Helen sleeps, her fevered rest meekens
her; hence she re-emerges enfeebled – her strength, expended; her
reserves, depleted. The extended fevers, when severe, entrench her
enfeeblement. She clenches her teeth, then exerts herself; nevertheless
she feels strengthless (her meek self rendered even meeker).“
Hið lýríska I: „Writing is inhibiting. Sighing, I sit, scribbling in ink
this pidgin script. I sing with nihilistic witticism, disciplining signs with
trifling gimmicks – impish hijinks which highlight stick sigils. Isn’t it
glib? Isn’t it chic? I fit childish insights within rigid limits, writing