Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 46
E i r í k u r Ö r n N o r ð d a h l
46 TMM 2006 · 2
aðarlausu, sem þeim er svo frjálst að kaupa fyrir morð fjár. Og já, allir
sem taka þátt fá þetta boð. Síðan eru prentaðir óhóflega risavaxnir
hlunkar með litlu letri fyrir þá sem segja já, og hlunkarnir eru svo seld-
ir í nokkrum þúsundum eintaka til hégómagjörnu skáldanna og grun-
lausra ættingja þeirra.
Bandaríska ljóðskáldið Gary Sullivan ákvað einu sinni að athuga
hvort það væri hægt að yrkja ljóð sem væri svo ömurlegt að það hrein-
lega fengist ekki birt. Ljóð hans Mm-hmm hefur síðan öðlast nokkra
frægð í enskumælandi avant-garde ljóðheiminum:
Yeah, mm-hmm, it’s true
big birds make
big doo! I got fire inside
my „huppa“-chimp(TM)
gonna be agreessive, greasy aw yeah god
wanna DOOT! DOOT!
Pffffffffffffffffffffffffft! hey!
oooh yeah baby gonna shake & bake then take
AWWWWWL your monee, honee (tee hee)
uggah duggah buggah biggah buggah muggah
hey! hey! you stoopid Mick! get
off the paddy field and git
me some chocolate Quik
put a Q-tip in it and stir it up sick
pocka-mocka-chocka-locka-DING DONG
fuck! shit! piss! oh it’s so sad that
syndrome what’s it called tourette’s
make me HAI-EE! shout out loud
Cuz I love thee. Thank you God, for listening!
Ekki leið á löngu þar til Gary fékk boð um að ljóð hans yrði prentað
öllum komandi kynslóðum til stórkostlegrar uppljómunar. „Ljóð þitt,
Gary, hleypir ímyndunaraflinu á flug og veitir lesandanum ferska og
einstaka sýn á lífið,“ stóð meðal annars í bréfinu. Gary deildi ljóðinu
með fleiri ljóðskáldum á póstlistanum Subpoetics, hvar hann nefndi stíl
ljóðsins Flarf og fljótlega fóru sum hinna skáldanna að senda inn sínar
eigin tilraunir til flarfheita. Einn flarfista, K. Silem Mohammed, hefur
lýst upphaflegri fagurfræði hópsins þannig: „Meðvitað ólögulegt inni-
hald, form, ólöguleg stafsetning og hugsun almennt, frjálslega stolið úr
netspjallsblaðri og póstfarstexta, oft í þeim tilgangi að skapa lærða
blöndu hins andstyggilega, hins væmna og hins barnalega.“
Gary var fyrstur til að prófa að lesa upp Flarf-ljóð, þar sem hann skaut