Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 86
F r i ð r i k Þ ó r ð a r s o n
86 TMM 2006 · 2
Friðrik hafði miklar mætur á skáldskap en ekki fékkst hann sjálfur mikið við
vísnagerð. Eina vísu lærði ég þó eftir hann. Efni hennar er sótt í íranska goðafræði
þar sem segir frá nornakyni nokkru sem geri sér það til dundurs að fleka drýsla til
samneytis við sig:
Vestur á Volgusöndum
voteygar kvensnifter
falleruðum með fjöndum
futuunt acriter.
Í blaðinu „Forskerforum 1/2006, s. 22–23 er viðtal, „Ei overjordisk akademikar-
reise“ við einn af uppáhaldsnemendum Friðriks, Dag Trygve Truslew Haug, í til-
efni af enn einum fræðimennskuverðlaunum til hans. Þar segir m.a.:
Korleis Haug fekk kompetansen sin i gresk og indoeuropeisk er elles ein søt
historie.
– Fridrik Thordarson, ein av desse overvintra lærarane, som diverre døde for
eit par månader sidan, såg på oss studentar då vi møtte opp på latin og spurde.
„Kan de noko gresk då?“ „Nei“, måtte vi vedgå. „Men det må de kunne“. Så møtte
vi opp på gresk. Der møtte vi Thordarson igjen. Han spurde. „Kan de noko sansk-
rit då?“ „Nei“, måtte vi vedgå. Og så lærde vi oss sanskrit.
Bréfið hér á eftir skrifaði Friðrik Þórðarson Einari Olgeirssyni 13. febrúar 1971 og
er birt til minningar um þennan einstæða fræðimann. Það er birt stafrétt. Í bréfinu
segir Friðrik frá ferð sinni til Kákasuslanda að fræðast um tungu Osseta, en hún
var eitt helsta rannsóknarefni hans lengst af.
Ossetíska tilheyrir norðausturgrein íranskra tungumála og er þannig einn af
mörgum meiðum indóevrópskra mála eins og íslenska. Hún er töluð sitt hvoru
megin við Kákasusfjallgarð, í Suður-Ossetíu í Georgíu (höfuðstaður Tskhinvali,
íbúatala u.þ.b. 100 þús.) og Norðurossetíska lýðveldinu í Rússlandi (höfuðstaður
Vladikavkaz, íbúar 600–700 þús.). Alls munu rösklega 600.000 manns eiga osset-
ísku að móðurmáli.
Forfeður Osseta voru Alanar, og annað nafn á Norður-Ossetíu er Alanía. Þar er
bæinn Beslan að finna sem kunnur er vegna þess harmleiks sem átti sér þar stað
2004. Alanar brutu undir sig þessi svæði á 6. öld, en áður höfðu frændur þeirra,
Skýþar og síðar Sarmatar, farið þar um. Þessir írönsku þjóðflokkar réðu áður fyrr
yfir víðlendum ríkjum sem m.a. spönnuðu yfir núverandi Úkraínu og Suður-Rúss-
land, og eru Ossetar einu leifar þessara fornu stórvelda.
Ossetar komust undir rússnesk yfirráð um miðja 17. öld en voru ekki formlega
innlimaðir í rússneska keisararíkið fyrr en 1774.
Norður-Ossetía er eitt af 21 lýðveldi Rússneska sambandsríkisins, en Suður-
Ossetía var sjálfstjórnarhérað innan vébanda Georgíu til ársins 1990. Þá svöruðu
georgísk stjórnvöld sjálfstæðiskröfum Suður-Osseta með því að svipta þá sjálf-
stjórn. Rússneskar hersveitir urðu að ganga á milli, og síðan standa málin í stampi.
Gamalt þjóðarheiti Osseta er As, sem sumir vilja telja nafn hinna fornnorrænu
goða ása runnið frá.