Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Page 95
TMM 2006 · 2 95
Stella Soffía Jóhannesdóttir
Saga sem er engin saga
Umfjöllun um Eitt er það land
eftir Halldóru B. Björnsson
Fyrir fimmtíu árum kom út lítil bók, um margt óvenjuleg, sem ber heit-
ið Eitt er það land og er eftir Halldóru B. Björnsson (1907–1968). Hún
hefur að geyma stuttar frásagnir úr æsku Halldóru sem ólst upp í borg-
firskri sveit í upphafi tuttugustu aldar. Fjölskyldan var barnmörg og er
systkinahópur Halldóru þungamiðja frásagnarinnar. Einkum er fjallað
um uppátæki barnanna á bænum og daglegt líf, en frásagnir af sam-
ferðafólki fá einnig að fljóta með, aðallega af konunum sem stóðu börn-
unum næst og ólu þau upp.
Halldóra fór ekki alltaf troðnar slóðir í lífi sínu, það sést glöggt á rit-
höfundarferli hennar. Raddir sem voru fáheyrðar á opinberum vett-
vangi í hennar tíð voru áberandi í verkum hennar, til dæmis raddir
íslenskra kvenna sem sinntu hversdagsstörfum sínum og raddir skálda
frá fjarlægum heimshornum sem höfðu aldrei heyrst á íslenskri tungu
áður, auk borgfirsku barnaraddanna.
Eitt er það land ber með sér áhuga á fornum tímum. Fornir hættir og
siðir viðgangast í sveitinni og nútíminn hefur varla hafið innreið sína.
Hið daglega líf gæti virst fábreytilegt, en það er aðeins á yfirborðinu því
hjá flestum heimilismönnum er yfirleitt nóg að gerast. Börnunum leiðist
að minnsta kosti aldrei enda lifa þau meira og minna í eigin heimi,
ósnert af áhyggjum hversdagsins.
Bókin er óvenjuleg sjálfsævisaga vegna þess að þar er einblínt á æsku
höfundar. Það sem er þó hvað sérstæðast við söguna er að hún er frásögn
af jaðrinum í tvöföldum skilningi, enda tilheyrir Halldóra bæði kvenna-
hópnum og barnahópnum, hvorutveggja hópum sem eru undir í sam-
félaginu og raddir þeirra heyrast sjaldan – þær eru þaggaðar.