Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 106
106 TMM 2006 · 2
Me n n i n g a rv e t t va n g u r i n n
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
Efnið sem vakti mesta athygli í síðasta hefti þessa tímarits var Nóbelsverð-
launaræða Harolds Pinter, en það voru ekki einu verðlaunin sem féllu þessu
gamalreynda leikskáldi í skaut á árinu 2005. Þá hlaut hann líka Wilfred Owen-
verðlaunin (kennd við breskt ljóðskáld sem féll 25 ára í heimsstyrjöldinni
fyrri) og Franz Kafka-verðlaunin, og í ár hefur hann þegar hlotið Evrópsku
leiklistarverðlaunin. Hann segir frá því í viðtali við dagblaðið Guardian 14.
mars að líf hans hafi þó ekki verið allt með sykri og rjóma í fyrra þrátt fyrir
heiðurinn. Hann var að jafna sig eftir vonda byltu þegar hann fékk fréttirnar
um Nóbelsverðlaunin, og meðan hann var að semja ræðuna sína fékk hann
upphringingu frá lækni sínum sem hafði verið að skoða úr honum blóðprufu
og skipaði honum að koma þegar í stað á spítalann. „Hvað meinarðu með
,þegar í stað’?“ spurði Pinter hissa. „Á næstu fimm mínútum,“ svaraði lækn-
irinn.
„Ég var búinn með ræðuna og var kominn á sjúkrahúsið eftir tíu mínútur,“
segir hann svo við blaðamann. „Þar var ég drifinn inn á gjörgæslu undir eins
og átti allt í einu afar erfitt um andardrátt. Kringum mig hópaðist fjöldi lækna
auk konu minnar sem var miður sín af áhyggjum. Þá áttaði ég mig á því – í
fyrsta og eina skiptið á ævinni – að ég væri við dauðans dyr. Af því ef maður
getur ekki andað þá er allt búið. Og svo illa hafði aldrei verið komið fyrir mér
áður. En ég dó ekki, læknarnir komu mér yfir það versta og hér er ég staddur
núna.“
Pinter var fluttur af spítalanum í upptökustúdíó þar sem hann flutti ræðuna
sitjandi í hjólastól. Það gekk ágætlega, segir hann, það eina sem hann lagði sig
fram um, bæði við að semja og flytja ræðuna, var að missa sig ekki út í tilfinn-
ingasemi.
Það er erfitt að ímynda sér að ræðan skuli vera samin af dauðveikum manni,
svo vel er hún samin og skipuleg, svo máttug í boðskap sínum. Í lok viðtalsins
er Pinter spurður hvort hann sé hættur að skrifa. Hann svarar því til að hann
hafi ort ljóð síðan hann var unglingur og því muni hann halda áfram þangað
til hann hrökkvi upp af. „En ég hef sagt það áður og segi það enn: Ég hef skrif-
að 29 fjandans leikrit. Er það ekki nóg?“