Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Síða 112
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
112 TMM 2006 · 2
af öllu tagi, málverk, höggmyndir, listvefnaður og svo framvegis, en kjarninn í
safneigninni er frönsk myndlist frá lokum 19. aldar og fyrri hluta hinnar 20.,
verk manna á borð við Delacroix, Ingres, Monet, Cézanne og Gustave Courbet.
Auk þess geymir höllin einstakt safn af rússneskum og grískum íkonum frá
15.–18. öld.
Það rifjast kannski upp fyrir langminnugum Reykvíkingum að við nutum
góðs af lokun Petit Palais, því þaðan kom sýningin Náttúrusýnir í Listasafni
Íslands vorið 2001. Meðal annars gátum við þá rýnt með eigin augum í heims-
fræg listaverk á borð við „Stúlkurnar á Signubökkum“ eftir Courbet og „Sólar-
lag við Signu“ eftir Claude Monet og velt fyrir okkur margslungnum áhrifum
þessara og annarra meistara á íslenska myndlistarmenn 20. aldar.
Ókeypis er inn í Petit Palais eins og önnur söfn Parísar sem eru á vegum
borgarinnar. Það er eitt af því sem hinn vinsæli borgarstjóri, jafnaðarmaður-
inn Bertrand Delanoë, tók upp á til að gleðja þegna sína.
Tónlistin í sumar
Sumartónleikar í Skálholtskirkju hefjast 30. júní og standa til 7. ágúst sem er
frídagur verslunarmanna. Dagskráin er bæði viðamikil og mikilfengleg og er
áhugasömum bent á vefsíðuna www.sumartonleikar.is til að fá nánari upplýs-
ingar þegar nær dregur.
Opnunartónleikarnir eru kl. 20 föstudagskvöldið 30. júní, og fyrstu helgina
eru gestir kammerkórinn Carmina undir stjórn Andrew Carwood, Gunnar
Eyjólfsson leikari og gömbuleikararnir Alison Crum og Roy Marks frá Eng-
landi. 1. júlí kl. 15 flytur hópurinn harmljóðið „Absalon, sonur minn!“ eftir
Josquin des Prez. Helgina 8.–9. júlí flytja kammerkórinn Hljómeyki og Re-
naissance Brass verk eftir fyrra staðartónskáld sumarsins, Úlfar Inga Haralds-
son, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar.
Helgina 13.–16. júlí er annað staðartónskáld sumarsins, Doinu Rotaru frá
Rúmeníu, í öndvegi ásamt Caput-hópnum. Meðal annars frumflytur hópurinn
nýtt verk hennar fyrir flautu, selló og slagverk og nýja gerð þekktasta verks
hennar, „Clocks“ fyrir flautu, óbó, gítar, slagverk, sembal og selló. Fyrstu tón-
leikarnir eru kl. 20 fimmtudaginn 13. júlí, þá verða flutt fjögur verk eftir Rot-
aru. Sama kvöld kl. 21.15 verður dagskráin „Skálholt á barokktímanum – 400
ár frá fæðingu Brynjólfs biskups“ í tali og tónum. Dr. Árni Heimir Ingólfsson
tónlistarfræðingur talar um íslenska tónlistarhandritið Melodía (Rask 98 8vo)
og félagar úr kammerkórnum Carminu ásamt barokkhóp flytja söngva úr
handritinu undir stjórn Árna Heimis. Sömu listamenn verða á dagskrá laugar-
dagsins og sunnudagsins með fjölbreytta útfærslu á þessum þemum.
27. til 30. júlí verður Bachsveitin í Skálholti í aðalhlutverki undir stjórn Kati
Debretzeni fiðluleikara. Að kvöldi þess 27. verða flutt verk eftir Alessandro
Scarlatti og á eftir verður dagskráin um Skálholt á barokktíma í tali og tónum.
Á laugardaginn kl. 15 og 17 og á sunnudaginn kl. 15 er Mozart í öndvegi.
Lokahelgina 3.–7. ágúst er Bachsveitin enn í aðalhlutverki en nú ásamt sveit-