Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 116
M y n d l i s t
116 TMM 2006 · 2
Paiks, ef hægt er að nefna listsköpun slíku nafni er á sviði vídeólistar. Saga
vídeósins sem miðils listamanna er vissulega ekki ýkja löng en þó er hún
lengri en margir gera sér grein fyrir. Hún hófst áður en Paik kom til Íslands
– og áður en íslenska ríkissjónvarpið var stofnað – með sýningu sem Paik hélt
í Þýskalandi árið 1963. Seint á sjöunda áratugnum blandaðist vídeóið inn í
gjörninga Paiks með Moorman eftir að þeir urðu lögreglumál í Banda-
ríkjunum
Rætur hugmyndanna
Nam June Paik var fæddur í Kóreu árið 1932 og bjó þar til 17 ára aldurs. Þá
flutti hann með foreldrum sínum til Hong Kong og þaðan til Tókíó ári síðar
þar sem hann lagði stund á nám í tónlist, listasögu og fagurfræði. Paik fékk
ungur áhuga á Arnold Schönberg og skrifaði lokaritgerð um tónlist hans við
háskólann í Tókíó. Schönberg var fulltrúi módernisma í tónsmíðum og taldi
að tónskáld þyrftu að brjótast undan hefðinni til að geta skapað nýja tegund
af tónlist. Að námi loknu fannst Paik að hann yrði að komast í nánari snert-
ingu við evrópska menningu til að skilja betur klassíska og móderníska tón-
listarhefð álfunnar. Hann hélt til Þýskalands í framhaldsnám árið 1956 þar
sem annar kennarinn hans, tónskáldið Wolfang Fortner, hvatti hann til að
kynna sér rafeindatækni í upptökuveri vestur-þýska útvarpsins í Köln árið
1959. Tveimur árum áður hafði Paik sótt sumarnámskið í nýrri tónlist þar
sem hann hitti í fyrsta skipti tónskáldið Karlheinz Stockhausen og ári síðar
annað tónskáld, John Cage. Kynni Paiks af þessum listamönnum áttu eftir að
hafa mikil áhrif á hann. Árið 1959 tók hann þátt í f lutningi á fjöllista-tón-
leikhúsverki Stockhausens, Originale, í nokkur skipti sem leiddi beinlínis til
þess að hann fór sjálfur að fást við gjörninga. Aðgerðir hans á sviðinu í þessu
verki sem kallaði á frjálslega túlkun flytjenda hafði mótandi áhrif á aðferðir
hans við flutning eigin gjörninga. Cage var þó ekki síður mikilvægur áhrifa-
valdur.
John Cage var frumlegur og áræðinn myndbrjótur, eða öllu heldur tón-
brjótur, sem kollvarpaði hugmyndum manna um tónlist og tónlistarflutning
um miðja 20. öld. Eitt af þekktari verkum hans er líklega tónverkið 4'33" frá
árinu 1952 fyrir píanó, en flytjandanum er ætlað að sitja í fjórar og hálfa mín-
útu án þess að spila eina einustu nótu. Hugmynd Cage var í stuttu máli að gera
áheyrendur næma á hljóðin í umhverfinu og verða sér meðvitaðir um þau.
Cage var ekki fyrstur til að láta sér detta í hug að búa til list úr hljóðum frek-
ar en tónum og niðurnjörvuðum nótum. Árið 1913 hafði ítalski tónlistarmað-
urinn og fútúristinn Luigi Rossolo sent frá sér stefnuyfirlýsingu um hljóðlist
þar sem hann lofaði vélina sem uppsprettu tónlistar og hvatti til notkunar
nútímalegra umhverfishljóða í tónsköpun. Sama ár gerði franski myndlistar-
maðurinn Marcel Duchamp sinn fyrsta ready-made Roue sur bicyclette sem
var settur saman úr tveimur tilbúnum hlutum, gjörð af reiðhjóli og kolli.
Duchamp hafði komist að þeirri niðurstöðu að hugmyndin og verknaðurinn