Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Qupperneq 118
M y n d l i s t
og vídeóið sem var ekki aðeins ætlað að hylja Moorman heldur átti staðsetning
tækjanna á líkama tónlistarkonunnar að gera tæknina mannlegri.
Vídeóið teygt og togað
Áhugi Nam June Paiks á vídeói kviknaði í framhaldi af áhuga hans á tónlist og
tilraunum hans til að breyta tónlistinni í gjörninga. Paik hafði notað hljóðupp-
tökur á segulböndum í sínum fyrsta gjörningi, Hommage à John Cage, árið
1959 til að ráðast gegn hefðbundinni hljóðfæraskipan, og tveimur árum seinna
dróst athygli hans að sjónvarpstækninni. Áhugi hans beindist í upphafi ekki að
myndinni á skjánum sem slíkri heldur að eiginleikum rafeindatækninnar sem
sjónvarpið byggir á. Í árslok 1961 pakkaði hann öllum bókunum sínum niður
í kassa til að einbeita sér að lesefni sem fjallaði um rafeindatækni og hegðun
vídeómerkisins. Það sem var áhugavert við vídeómerkið í hliðrænni tækni eins
og þá var eingöngu notuð var óstöðug hegðun rafeindanna og óákveðni. Hún
gaf vídeómerkinu og sjálfri myndinni fljótandi eiginleika sem vakti áhuga
Paiks, enda í samræmi við hugmyndir hans um mikilvægi óákveðinna þátta og
hendinga í allri listsköpun. Niðurstaðan af lestri hans og persónulegum rann-
sóknum á virkni birtist á sögulegri sýningu sem hann hélt í Gallerí Parnass í
Wuppertal í Þýskalandi í mars árið 1963.
Sýningin var í senn fyrsta einkasýning Paik og fyrsta sýningin sem vitað er
um að haldin hafi verið á því sem síðar var kallað vídeólist. Paik var á þessum
tíma ennþá með allan hugann við tónlistina eins og yfirskrift sýningarinnar,
Exposition of Music – Electronic Television, bar með sér. Þarna voru líka verk af
ýmsu tagi sem tengdust tónlist og hljóðum. Klavier Integral var t.d. píanó sem
búið var að festa á ýmsa hversdagslega hluti og Random Access samanstóð
meðal annars af nokkrum 45 snúninga vínýlplötum sem hengdar höfðu verið
á pinna með reglulegu millibili og áhorfendur gátu spilað á. Á einum veggnum
var síðan verk gert úr hljóðsegulböndum sem búið var að líma upp á vegg
þannig að gestir gátu strokið eftir þeim til að framkalla hljóð. Loks var búið að
dreifa hinum 13 sögulegu sjónvarpstækjum um gólf gallerísins. Sumum var
stillt upp á kassa eins og skúlptúrum, önnur lágu á gólfinu, á hvolfi eða á hlið-
inni og eitt tækið sneri skjánum að gólfinu. Ekkert þessara tækja sýndi raun-
sæja vídeómynd. Í öllum tækjunum nema Rembrandt TV, sem sneri skjánum
niður í gólfið þannig að ekkert sást nema flöktandi bjarmi frá skjánum, var
Paik búinn að fikta við myndina. Nokkur tækjanna voru þannig stillt að áhorf-
endum gafst tækifæri til að taka þátt í því að móta „myndina“. Þetta átti við um
Point of light sem var tengt við hljóðhöggsgjafa þannig að áhorfandinn gat
stækkað eða minnkað ljósapunkt sem sást á skjánum með hljóðstyrkstakka.
Participation TV var hins vegar tengt við hljóðnema í gegnum fótstig. Áhorf-
endur gátu kveikt á hljóðnemanum með því að stíga á fótstigið og framkallað
elektrónskt mynstur á skjánum með því að tala, öskra eða syngja í hljóðnem-
ann, en styrkur raddarinnar ákvarðaði hvernig mynstur birtist á skjánum.
Þekktasta verkið af þessum þrettán frumtilraunum Paiks með vídeóið og jafn-
118 TMM 2006 · 2