Tímarit Máls og menningar - 01.05.2006, Side 130
B ó k m e n n t i r
130 TMM 2006 · 2
unina. Dauðinn er öfgafullt dæmi um raunveruleikann og rekst á gerviheim-
inn. Hann er valdur að því að þessar ómögulegu persónur verði að manneskj-
um.
En það getur verið erfitt að lesa sig í sátt við að það þurfi dauðann til að færa
persónurnar hverja nær annarri. Fyrir utan að maður veit ekki hvort breyting-
arnar á persónunum vari. Sagan er sterk og áhrifamikil, Guðrún Eva leysir vel
alla hnúta söguflækjunnar og kemur talsvert á óvart, en eftir sitja einhver ónot
yfir að vera skilin eftir í lausu lofti með tilganginn, – hvað meinar hún með því
að velta upp öllum þessum spurningum um lífið, sársaukann og siðferðið? Hún
stríðir, tælir, ofbýður, vekur, ergir, spyr – og svarar ekki. Sagan er ótemja.
Skepnan var sjálfsagt ekki sköpuð til að vera tamin.
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Bók með óþarfan farangur
Stefán Máni: Túristi. Edda útgáfa 2005
Stefán Máni er drulluskemmtilegur rithöfundur. Sumt af því sem hann hefur
skrifað hef ég lesið mér til talsverðrar skemmtunar, og vil ég hér nefna sér-
staklega skáldsöguna Hótel Kalifornía (2001) sem Stefán skrifaði og lýsti and-
lausu lífi frystihúsþræls í smáþorpi.
Stefán Máni skrifaði líka bók sem heitir Svartur á leik (2004) og gerist í und-
irheimum Reykjavíkur. Stutt er síðan ég las hana án þess að vera sérstaklega
skemmt en dáðist samt að því hvað Stefán hafði greinilega vandað sig og líklega
grandskoðað einhverja afkima þeirra skuggalegu heima sem bókin lýsir.
Undirheimarnir frá sjónarhóli Stefáns eða öllu heldur söguhetju hans voru
staður þar sem vonska og skefjalaust ofbeldi réð ríkjum, þar sem engum var
að treysta og menn seldu sig og vini sína hiklaust væri rétt verð í boði. Kraft-
miklir bílar, leður, vindlar, dóp og hávær rokktónlist ásamt villtu kynlífi þar
sem konur eru leikföng ef ekki skiptimynt. Mér fannst Stefán ítrekað vera að
reyna að koma því til mín hvernig tilfinning það er að aka kraftmiklum vönd-
uðum bíl á ofsahraða um götur Reykjavíkur að næturlagi í ólöglegum erinda-
gjörðum með Whitesnake og In the Still of the Night á 120 desíbelum í græj-
unum. Við þær aðstæður líður söguhetjum Stefáns best: Í hávaða og leðurlykt
en harkalegt ofbeldi í vændum. Þetta geta lesendur eflaust reynt hver á sínum
bíl og sjálfur er ég Whitesnake aðdáandi en á bara gamla Corollu og er alltaf
hálfragur við hraðan akstur vegna lögreglunnar, en ég held að Stefán hafi
komist býsna nálægt því sanna. Þetta er á köflum mjög flott saga þótt hún sé