Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 105
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2007 · 2 105
Stúlkan harmar mjög hlutskipti sitt, henni hugnast alls ekki ljósa hárið í stað
fjaðranna og mjúku handleggirnir í stað flugsterkra vængja. Lokaerindi kvæð
isins er svona (Ritverk I, 240):
Frjálsa lofthafið, föðurbólið,
fríðan og breiðan himingeim,
misst hefi ég, og móðurhólið;
mannkinda hrakin niður í heim,
hlýt eg að sitja í svartri treyju
saman við smá og huglaus börn,
og kúra hér á kaldri eyju,
kalla mig allir fagra meyju,
og vita ekki’ að eg er örn.
Jónas skírði kvæðið „Arngerðarljóð“ eins og viðeigandi er, en nafnið er ekki í
frumgerðinni.
Meira um þýðingar og aðrar bækur
Tvær heimsfrægar óhamingjusamar franskar konur rak á fjörur okkar í jóla
bókaflóðinu. Önnur var endurútgefin Frú Bovary eftir Gustave Flaubert, sem
kom fyrst út í þessari þýðingu Péturs Gunnarssonar 1995 (Bjartur). Hin er
Theresa eftir François Mauriac sem Kristján Árnason þýddi og nýtt forlag,
Hávallaútgáfan, gaf út. Báðar eru þekktustu söguhetjur höfunda sinna, en þær
eiga líka sameiginlegt að höfundarnir hafa hafnað þeim.
Eins og Milan Kundera nefnir í bók sinni, Tjöldin, sem kom út í þýðingu
Friðriks Rafnssonar í fyrra (JPV) fór Flaubert að skrifa bókina um Emmu Bov
ary að hvatningu vina sinna sem leiddist rómantískt flug hans í fyrri bókum.
En hann gerir það, segir Kundera, án ánægju, eins og „„refsingu“ sem hann er
„stöðugt að þusa yfir og væla um“ í bréfunum sínum: „Mér finnst Bovary
drepleiðinleg, hundleiðinleg, efniviðurinn er svo lágkúrulegur að mér verður
flökurt“, o.s.frv.“ (bls. 91) Enda þarf kvenlesandi að hafa sig allan við að standa
með Emmu og tekst það með herkjum fram yfir miðja bók; eftir það fjarar
hratt undan henni. Á móti kemur frábært umhverfið í sögunni, sprelllifandi
bær fullur af fólki, og þýðing Péturs er hreinasta sælgæti. Hann sagði mér
leyndarmál sitt þegar ég hafði orð á því við hann hvað honum tækist firnavel
upp við stílinn á sögunni, sem er í senn gamall og nýr og svo hraður og spenn
andi að maður hlakkar til hverrar setningar. Hann sagðist hafa lesið Fjölni til
að hressa upp á 19. aldar orðaforðann. Það á einkar vel við því skáldsagan kom
fyrst út í París 1857.
Mauriac sagði á prenti að Theresa væri „ógeðfelld“ persóna, segir þýðandi í
formála og var bara pirraður þegar saga hennar komst í hóp bestu skáldsagna
á frönsku að mati valinkunns bókmenntafólks. En þessa vanþóknun finnur
lesandi ekki eins sterkt og hjá Flaubert, maður skynjar hlýja strauma til Ther