Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 106
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
106 TMM 2007 · 2
esu, og þó er hún í augum heimsins „verri“ manneskja en Emma. Theresa gerði
í alvöru tilraun til að drepa eiginmann sinn, það gerði Emma ekki þó að Karl,
maður hennar, sé ennþá leiðinlegri en Bernharður, maður Theresu. Bernharð
ur hefur þó að líkindum aðra verri ókosti en Karl veslingurinn, að þeim er ýjað
kurteislega í sögunni en þroskaður (kven)lesandi skilur fyrr en skellur í tönn
um. Umhverfi Theresu er mun þrengra en Emmu, og við kynnumst ekki eins
litríku mannlífi hjá Mauriac og hjá Flaubert. En við komumst mun nær The
resu sem manneskju og þær rifjast upp fyrir manni allar leiðu konurnar á fyrri
tíð (ætli hún sé að fullu liðin?) sem skorti svo bagalega vitsmunalega ögrun í
lífi sínu. Endir sögunnar er opinn – við getum samið hann sjálf, og ég vil halda
því fram að hún hafi menntað sig – lært ensku til dæmis – og orðið þýðandi
fagurbókmennta. Sé hana fyrir mér á kaffihúsi með bók og blað og orðabók,
skrifa nokkrar línur, súpa svo á kaffinu, kveikja sér í sígarettu (það mátti þá á
opinberum stöðum) og horfa áhugasömum augum á mannlífið í kringum sig.
Meðal annarra merkra erlendra skáldsagna sem TMM hafa borist og ekki
hefur verið getið áður í þessum pistlum eru Brestir í Brooklyn eftir Paul Auster
í þýðingu Jóns Karls Helgasonar (Bjartur), dásamleg saga um Nathan Glass
sem heldur að hann sé að deyja, en árin sem hann ætlaði að eyða í leiðindum
fyllast – alveg óvart – af lífi og fjöri, ást og sorg.
Ég kallaði Bresti í Brooklyn „sjálfshjálparbók“ í umsögn á tmm.is en bað
höfund um leið afsökunar á orðbragðinu. Þó að hún kenni manni ýmislegt um
lífið og hvernig eigi að lifa því er þetta fyrst og fremst yndisleg skáldsaga. Nær
væri að kalla Hugarfjötur eftir Paulo Coelho sjálfshjálparbók (þýðandi Karl
Emil Gunnarsson, JPV), en það er snúið að gagnrýna þá bók vegna þess að höf
undur er svo ósvífinn að flétta gagnrýni á hana og aðrar bækur sínar inn í
textann. Sögumaður Hugarfjötra er spegilmynd af Coehlo sjálfum, auðugur og
vinsæll rithöfundur bóka eins og Alkemistans og – eins og hann segir sjálfur:
„ég er dáður af lesendum mínum og hataður af gagnrýnendum (sem dáðu mig
þar til ég var búinn að selja 100.000 eintök en frá þeirri stundu var ég ekki
lengur „misskilinn snillingur“).“ Sögumaður er sem sagt vinsæll og veit af því,
eins og skáldið sagði, en hann er óhamingjusamur af því konan hans yfirgaf
hann, og hún yfirgaf hann af því hún var ekki hamingjusöm. Sagan er svo af
leit hans að konunni og hamingjunni og í leiðinni fáum við talsverðar vanga
veltur um hvað skipti máli í lífinu.
Undantekningin eftir Christian Jungersen, ungan danskan höfund, fjallar
um öfund og róg á svo áhrifamikinn hátt að manni verður bumbult við lest
urinn (Ólöf Eldjárn þýðir, MM). Ekki er rétt að segja miklu meira um hana.
Grámann gaf út Krossmessu eftir Jógvan Isaksen (Gulaugur Bergmundsson
þýddi), spennusögu frá Færeyjum sem hefst á grimmilegum morðum á bresk
um umhverfisverndarsinnum við höfnina í Þórshöfn. Það kemur í hlut blaða
mannsins Hannis Martinssonar að komast að því hverjum er svona mikið í
mun að stöðva mótmæli við grindardrápi Færeyinga. Önnur norræn spennu
saga með alþjóðlegu ívafi er Nótt úlfanna eftir Tom Egeland (JPV, þýð. Kristín
R. Thorlacius og Áslaug Th. Rögnvaldsdóttir), æsispennandi tryllir sem hefst á