Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 47
TMM 2008 · 3 47
G r a s a f e r ð a l o k
„Snemma lóan litla í“. Fyrra ljóðinu lýkur á því að systirin hleypur þegar
hreppstjórinn finnur hana á förnum vegi, síðara ljóðinu á því að
krumminn étur alla unga litlu lóunnar. Í heimi sögunnar verður „úti-
legumaðurinn“ tvífari hreppstjórans og hrafnsins, óheillakrákan sem
ber ábyrgð á brotthvarfi systurinnar úr lífi sögumanns. En hvort hún
hafi hlaupist á brott eða orðið dauðanum að bráð þennan dag í fjallinu
eða einhvers staðar annars staðar löngu síðar … skáldið lætur lesendum
eftir að svara því.
Grasaferðalok Torfhildar
„Grasaferð“ Jónasar Hallgrímssonar er fráleitt eina verkið í bókmennta-
sögunni sem lýkur án þess að allir lausir endar hafi verið hnýttir. Nægir
að minna á sögulokin á skáldsögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki, frá
1935. Lúinn Bjartur, fjörgömul Hallbera, fársjúk Ásta Sóllilja og börnin
eru á leiðinni í Urðarsel. „Björt litla stóð álengdar með fíngurinn uppi í
sér, og horfði á móður sína, en gamla konan settist til höfða henni, með
ungbarnið sofandi í kjöltu sér, eins og segir í vísunni: / / rennur blóð
eftir slóð / og dilla ég þér jóð“.13 (s. 525). Hvað örlög bíða þessara pers-
óna? Um það vitum við ekki grand. Eða hvað?
Í smásögunni „Fugl á garðstaurnum“ sem birtist í Sjöstafakverinu
árið 1964 er líkt og Halldór sé að setja síðbúinn punkt aftan við Sjálf-
stætt fólk. Sérsinna gamall bóndi, ýmist kallaður Knútur eða Harðhnút-
ur, liggur fyrir dauðanum: „Kjúkurnar í horuðum beinastórum hönd-
um hans voru allar úr greinum geingnar af laungum samskiftum við
frumstæð amboð, en hnúarnir voru hvítir af lángri legu. Litaraftið á
kinnfiskasognu andlitinu var glært og skeggið einsog sinubrúskur og óx
beint uppí loftið sem hann lá þar á bakið.“14 Útlitið minnir ekki mikið á
Guðbjart okkar Jónsson, meðan hann var og hét, en um leið og karlæg-
ur auminginn opnar kjaftinn og svarar sendinefnd hreppstjóra, oddvita
og prests hvernig honum líði, þá er eins og bóndinn í Sumarhúsum tali
í gegnum hann: „Vel, sagði karlinn. Alt á réttri leið. Mér skammottar
þetta aftur með hverjum deginum. Kanski drepst ég í kvöld. En ég er
ekki meiri aumíngi en þið fyrir því. Segið þið nokkuð títt, piltar?“15 Og
þegar Knútur bætir því við að hún Bjáma gamla rétti sér vatn og þess
háttar og skipar henni að sussa á spangólandi tíkina úti á hlaði þá er eins
og verið sé að endurvekja samband Bjarts og Hallberu. „Bak eldavélinni
stóð kytra lítil á hálfa gátt, þaðan var svarað hálf ólundarlega: O ætli hún
megi sosum ekki spangóla segi ég, héld greyið megi sosum spangóla.“16
Í bók sinni Uppskafningar (Palimpsests) frá árinu 1982 fjallar Gérard