Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 86
86 TMM 2008 · 3
A n d r i Fa n n a r O t t ó s s o n o g S t e i n a r Ö r n A t l a s o n
þar sem það getur komist í tæri við „sól, sand, bjór og guggur“ – „eigum
við að ræða það eitthvað?“
Starfsmaður í þjálfun
Daníel eða sjálfið engist um á milli Georgs og Ólafs í allsherjarkreppu og
veltir fyrir sér hlutverki sínu og stöðu í heiminum – „hver er ég?“ – en
Daníel á greinilega óuppgerðar sakir við sjálfan sig, yfirsjálfið og þaðið.
Við getum vissulega breitt yfir kvilla okkar og sjúkdómseinkenni (t.d.
með lyfjagjöf), en við getum einnig kosið að fara leið Daníels og litið á
einkennin sem vísbendingar um að taka líf okkar til gagngerrar endur-
skoðunar. Í stað þess að bæla einkennin mætti reyna að hlusta, í stað
þess að reyna að eyða þeim væri nær að reyna að skilja undirliggjandi
formgerð einkennanna. Þunglyndi er til að mynda skilgreint sem óreglu-
legt svefnmynstur, lystarleysi, skapsveiflur, að vera niðurdreginn o.s.frv.,
við því má svo taka lyf (sem nýleg rannsókn hefur reyndar sýnt fram á
að hafi álíka mikil áhrif og lyfleysa), en þar með er algjörlega farið á mis
við þá einföldu hugmynd að það sé munur á yfirborðseinkennum
(svefnleysi, lystarleysi og skapsveiflum o.s.frv.) og undirliggjandi orsök
þeirra sem er breytileg frá einu tilfelli til annars.9
Fyrir Daníel er lífið ráðgáta sem hann botnar ekkert í og hann veit í
raun ekkert hvað hann vill: „Ég þarf bara að fá breik … að losna undan
þessu rugli … ég þarf að átta mig á því sem ég vil.“ Daníel er kjölfestan
í þáttunum vegna þess að veruleiki dulvitundarinnar og yfirsjálfsins
hverfist um hann. Halda má fram að Næturvaktin sé þroskasaga Daní-
els, en sem slík er sagan þroskasaga af meiði sálgreiningar og skýring á
því af hverju hann er starfsmaður í þjálfun (enda breytist hann í þátt-
unum, ólíkt Georg og Ólafi sem eru enn í sömu hlutverkum í skurð-
inum í Svíþjóð í síðasta þættinum). Eins og í sjálfinu eiga stöðug átök sér
stað í vitundarlífi Daníels. Staða Daníels sem sjálfið innan stöðvarinnar
hvetur til þess að hann reyni að taka líf sitt í eigin hendur – „Þú verður
að móta þér einhverja stefnu!“ segir Georg við hann – og það er andleg
áskorun sem miðar að því að koma á jafnvægi milli gerendanna þriggja
í sálarlífinu,10 þroskahugmynd sem ekki verður leyst á lífeðlisfræðilegu
plani – „Þú ert ekki lengur í kjötborðinu“ hefur Georg aftur á orði.
Georg og Ólafur sem yfirsjálf og dulvitund eru virkir þátttakendur í
þeirri baráttu sem á sér stað í persónuleika Daníels. Daníel vill fara sínar
leiðir og sleppa undan föðurvaldinu: það sést á því að hann finnur sig ekki
í læknisfræðinni og hættir námi, en pabbi hans er læknir og Daníel er
ætlað að beygja sig undir lögmál föðurins og fylgja í fótspor hans. „Ertu