Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 139
TMM 2008 · 3 139
B ó k m e n n t i r
síðan hefur beina tilvísun í næsta ljóð á undan (17 – sem er eitt „lífsgátuljóð-
anna“; bls. 12, 13, 16, 17, 18, 25, 30, 33 og 35, en þau tengjast síðan beint „René-
ljóðunum“ bls. 5, 24 og 32, en „efnislega“ fléttast öll ljóðin síðan saman í fyrr-
nefndum meginþræði: Áminningu um feigð og svar skáldskaparins við þeirri
áminningu). Þannig má leita merkingar bæði innan heildarramma bókarinnar
og/eða með „málfræði og sögu“ (eins og áðan); leistótt sauðfé hefur annan lit á
fótum en skrokk, vera e-m leistur í annan skó, er leistur fortíðarhyggja og lopa-
mórall? O.s.frv. En burtséð frá öllum „oftúlkunum“ býður skáldið hér lesanda
sínum að opna gáttir undirmeðvitundar, virkja eigið ímyndunarafl; líta á þetta
litla sorgarráð sem dæmi um ljóð „sem svo er örlátt við lesanda sinn að það
leyfir honum að standa á gati sem hann einn getur stoppað í“ – og þráðinn til
þess arna finnur hann innan bókar í þematísku hugarflugi sem verður að hefja
sig yfir (eða kafa undir) vitandi vit og rökvísa skynsemd.
Þrátt fyrir smæð sína og fátækt eru örljóðin því ekki „ljóð í tötrum“ – ekki
ljóð sem þarfnast félagslegrar hjálpar utan bókar til að koma sér á framfæri við
lesanda sinn, þótt þau gefi það sjálf í skyn. Þrátt fyrir fjölda tilvísana í tiltekin
atvik, nafngreindar persónur, staði og tímaspursmál sem bókin botnar ekki
frekar og gætu vísað til einkalífs höfundar utan bókar, má njóta þeirra (í
þematísku samhengi) á eigin forsendu – sem er draumur, tónlist, myndlist,
skýjamynd, skuggi, hugsýn, ofskynjun, skynvilla, skynbrenglun, vitund-
arspuni, hugflæði, óvitund, dulvitund, endurskyn … véfrétt eigin djúpsálar.
Lesandinn verður að horfa inn, ekki út, þótt orðin sýnist benda í aðra átt.
Meginerindi bókarinnar setur skáldið fram í þeim ljóðum hennar sem ég
kýs að nefna „lífsgátuljóðin“ og „René-ljóðin“ (sbr hér að ofan). Þar glímir
skáldið við feigðina sem er ósigrandi en teflir skáldskapnum gegn henni sem
vitaskuld er bitlaust vopn nema ljóðin sjálf séu svo öflugur skáldskapur að
vitnisburður þeirra sé listrænn ódauðleiki. Draumkennd (súrrealísk) og afar
margslungin táknvísan ljóðanna, hönd í hönd við þroskað íslenskt myndmál
og mjög markvissa beitingu tungumálsins, tryggja ljóðunum fullan rétt til
þeirrar kröfu. En túlkun þeirra felst í óvitund sérhvers lesanda og verður hver
að glíma fyrir sig, það er lykillinn að veröld þessarar bókar.
Tilgangur skáldskaparfræði ekki síst, er að lesa út úr skáldskapnum hug-
myndir hans um eðli sitt, hlutverk og gildi, leita í skáldskapnum hans eigin
málsvarnar fyrir veru sinni og erindi hverju sinni. Með það í huga er nið-
urstaða mín af „frumtáknslestri“ bókarinnar þessi (greiningin sjálf, af fyrr-
greindum ástæðum, varðar engan nema lesandann): Sú aldagamla hugmynd
að listræn sköpun sé endurskin guðlegrar sköpunar fær í bókinni byr undir
báða vængi þótt skáldið sé moldarbarn sem trúir ekki á guði mannanna en
vísar þess í stað til goðmögnunar jarðar og goðsagna sem eiga sér rót í elsta
átrúnaði og spruttu af þeirri mögnun. Listrænn ódauðleiki skáldskaparins
felst þá í sívirkum sköpunarmætti hans fremur en því orðspori höfundar sem
hann markar, getnaðarþrá skáldsins eða boðskap, og er hvorki ætlað að
tryggja höfundi sínum eilífð í þessu lífi né öðru – hann er svar við dauðanum
en ekki dauða höfundarins, ábending á óendanleika en ekki staðgengill lífs