Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 2
Mynd | Hari Glæný Vísnabók með geisladiski Fæst í helstu bókabúðum Útgefandi Tónagull Helga Rut Pétur Ben Mæja Vísnagull -Vísur og þulur fyrir börn í fangi H öf un du r Tó nl is t M yn dl is t Skattar Umræða um skattamál hefur beint kastljósinu að forsetafrúnni Dorrit Moussaieff forsetafrú í flokki með farandverkafólki Samkvæmt íslenskum lögum verður forsetafrú Íslands að vera fjarverandi meira en 183 daga á ári til að losna undan skattskyldu hér á landi. Hún fylgir því sömu meginreglu og farandverkafólkið sem kemur í gegnum erlendar starfs- mannaleigur og vinnur sam- kvæmt þessari reglu og losnar við skattskyldu á Íslandi. Dorrit hefur þó ýmis réttindi vegna hjónabandsins, til að mynda heldur forsetafrúin full- um launum forsetans falli hann frá á undan henni. Forsetafrú Íslands flutti lög- heimili sitt til Bretlands í árslok 2012, meðal annars til að forðast auðlegðarskatt og tekjuskatt hér á landi. Samkvæmt lögum hefði hún þurft að greiða auðlegðar- skatt af öllum sínum eignum hvar sem er í heiminum. Sem enskur skattborgari þarf hún þess ekki. Almenna reglan er sú að hjón eru með lögheimili á sama stað. Forsetafrúin kemst hinsvegar hjá því að greiða skatta sem henni bæri almennt að gera, samkvæmt lögum hér á landi, vegna heimilda sem eru hugs- aðar í lögum til allt annarra hluta. | þká Forsetafrúin fylgir sömu meginreglu og farandverkafólk sem kemur í gegnum erlendar starfsmannaleigur og losnar við skattskyldu á Íslandi. Fyrrum starfsmaður Cross- fit Reykjavík er grunaður er um að mynda konur án þeirra vitneskju, í kynferðis- legum tilgangi. Málið hefur borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Starfsmaður Crossfit Reykjavík er grunaður um að hafa tekið myndir á farsíma sinn af fáklæddum kon- um í búningsklefa líkamsræktar- stöðvarinnar. Konurnar vissu ekki af því að maðurinn myndaði þær enda reyndi hann að láta lítið fyrir því fara. Manninum er gefið að sök að hafa myndað konurnar til notk- unar í kynferðislegum tilgangi. Málið komst í hámæli á föstudag og er á borði kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu. Um er að ræða tvö tilvik þar sem grunsemdir vöknuðu hjá tveimur konum sem æfa í líkams- ræktarstöðinni um að verið væri að mynda þær með farsíma. Í öðru tilvikinu kom konan auga á símann og gekk á starfsmanninn og spurði hann hvor hann væri að hann væri að mynda hana. Hann neitaði því í fyrstu en sam- kvæmt heimildum Fréttatímans hefur hann nú játað brotin. Lög- regla verst frétta. Maðurinn var í hlutastarfi, í litlu starfshlutfalli, á stöðinni en var gert að hætta störfum samstundis og fær ekki að koma þangað framar. Eftirlits- myndavélum hefur verið komið upp í líkamsræktarstöðinni eftir atvikin. „Við viljum auðvitað að fólkið okkar viti að við lítum málið alvarlegum augum og höfum brugðist við með þeim hætti sem við getum,“ segir Hrönn Svans- dóttir, framkvæmdastjóri Crossfit Reykjavík. Lögreglumál Starfsmaðurinn játaði og er hættur Starfsmaður Crossfit myndaði konur í leyni Konurnar vissu ekki að starfsmaðurinn væri að mynda þær. Mynd | Rut Bryndís Kristjánsdóttur skattrann- sóknarstjóri vill ekki greina frá því hvort hún hafi vitað af því að þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar tengdust aflandsfélögum þegar skarst í odda með henni og fjármálaráðherra þegar gögn um aflandsfélög í eigu Íslendinga voru boðin embættinu til kaups. Bryndís sagði þá efnislega að þau skilyrði sem ráðherrann setti fyrir kaupunum kæmu í veg fyrir að hægt væri að ganga til samninga við seljandann. Bjarni vildi að tryggt yrði að gögnin væru ekki ólöglega fengin og að tryggt væri að fjármunir sem embættið gæti sótt til skattsvikaranna væru meiri en kostn- aðurinn. Komið hefur fram að gögnin eru hluti af Panama-gögnunum svokölluðu sem tengj- ast lögmannsstofunni Mossak Fonseca. „Ég gef ekkert upp um einstök mál. Það á við um þetta eins og annað,“ segir hún. Málið er þó heit kartafla þar sem um sömu gögn er að ræða að stofni til og Pan ama skjölin, þar sem er að finna upplýsingar um hlutafélagið Wintris, sem er enn í eigu eiginkonu Sigmundar Davíðs og aflandsfélög sem tengdust ráðherrunum Bjarna Benediktssyni og Ólöfu Nordal fyrir hrun. | þká Panamaskjöl Vissi skattrannsóknarstjóri um tengsl Sigmundar og Bjarna? Skattrannsóknarstjóri þögull sem gröfin Bryndís Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri. Ný gögn um Jón Ásgeir Jó- hannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur svara því ekki hvaðan milljarðarnir komu sem þau geymdu í skatta- skjólum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir að gögn sem Stundin og Kjarninn hafa birt hljóti að kalla á skattrannsókn á Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingi- björgu Pálmadóttur. Gögnin leiða í ljós að Jón Ásgeir og Ingibjörg geymdu milljarða króna í skatta- skjólinu Panama í Mið-Ameríku, þvert á fyrri yfirlýsingar. „Það er enginn fjársjóður á Tor- tóla eða einhvers staðar í suður- höfum,“ sagði Jón Ásgeir Jóhann- esson fjárfestir í viðtali við Stöð 2 í september 2009. „Ég á fyrir Diet Coke, það er nóg.” Indriði bendir á að litlar líkur séu á því að ársreikningar hafi ver- ið lagðir fram árlega, eins og skylt sé samkvæmt lögum frá 2010, þar sem tilvist félaganna hafi verið haldið leyndri. Milljarðar flæddu úr stórfyrirtækjum til félaga í eigu einkaaðila á sínum tíma. Mörg þeirra urðu gjaldþrota eftir hrun og áttu engar eignir. Menn vilji vita hvað varð um þessa peninga? Indriði segir að í skjölunum séu fyrst og fremst stofngögn sem upplýsi ekki hvaðan milljarðarnir komu sem voru í félögunum við stofnun þeirra. Það þurfi að svara því hvaða eignir voru í skatta- skjólunum sem kröfuhafar höfðu ekki aðgang að. Til þess þurfi upp- lýsingar um hvaðan fjármunirnir komu. Þær upplýsingar gætu enn átt eftir að koma upp úr kafinu. „Ég hef verið bú sett er lend is til fjölda ára. Þar af leiðandi er ég skatt greiðandi á Íslandi ein ung- is að því leyti sem tek ur til minna per sónu legra eigna, fyr ir tækja og tekna inn an lands. Það hef ur löng- um verið ljóst að ég hef stundað viðskipti er lend is, og er það ekk ert laun ung ar mál, og í gegn um það tengst fjölda fé laga er lend is, sem í ein hverj um til vik um kunna að flokk ast sem afl ands fé lög,” segir Ingibjörg Pálmadóttir í yfirlýsingu til DV í á miðvikudagskvöld. Panamagögnin Því er enn ósvarað hvaðan peningarnir komu Kallar á skattrannsókn á Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir ný gögn kalla á skattrannsókn á hjónunum Jóni Ásgeiri og Ingibjörgu Pálmadóttur. 2 | fréttatíminn | Helgin 22.APRÍl–24. APRÍl 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.