Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 22.04.2016, Blaðsíða 22
Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur í áratugi sinnt rannsóknum á hegðan og líðan barna og unglinga. Hann hefur áhyggjur af því að börn í dag séu mögulega ofvernduð í kerfi skóla og frístunda sem leyfi þeim ekki að njóta þess ferðalags sem æskan á að vera. „Það hafa verið jákvæðar breytingar á sumum svið- um, eins og hversu mikið hefur dregið úr vímuefna- neyslu ungs fólks en svo sjáum við aðrar neikvæðar breytingar og þá kemur fyrst í hugann kvíði, sérstak- lega hjá ungum stúlkum,“ segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus í félagsfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur í fjölda ára sinnt rannsóknum á líðan barna og unglinga auk þess að hafa skrifað fjölda fræðigreina um efnið. Aukinn kvíði er stórmál Þórólfur telur aukinn kvíða ungra stúlkna meðal annars vera komin til vegna aukinnar pressu hvað varðar próf og útlit en að það sé eflaust margt annað sem spili inn í, sem nauðsynlegt sé að skoða betur. „Það eru aldrei nein einföld svör þegar við fáum svona sterkar vísbendingar um miklar breyting- ar en þegar það gerist svona ört á jafn stuttum tíma þá verður maður að draga þá ályktun að það sé eitthvað í umhverfinu sem hafi breyst. Ég held að það sé mikilvægt að við veitum þessu athygli og skoðum þetta sérstaklega. Það gerist því miður aftur og aftur að við gleymum unga fólkinu, það á það til að verða afgangs því það er ekki þrýstihópur sem biður um breytingar. Aukinn kvíði hjá ungu fólki er stórmál sem við verðum að veita athygli.“ Lifum ekki í glansmynd „Við erum greinilega að upplifa einhverjar þjóð- félagsbreytingar. Það kann að vera að við séum ekki að undirbúa unga fólkið nægilega vel til að takast á við lífið. Kannski höfum við gengist við þessari glansmynd sem við drögum upp af lífinu, um að allt eigi að vera slétt og fellt, en það er mynd sem er ekki raunsæ. Við þurfum að kenna unga fólkinu að takast á við erfiðleika, við megum ekki taka reynsluna frá því. Við megum ekki leggja of mikla áherslu á endanlegu útkomuna og gleyma því að kenna fólki að njóta ferðarinnar. Ung- lingarnir þurfa að læra að takast á við óvissu því hún er hluti af lífinu, læra að það er í lagi að gera mistök því þannig lærir maður. Við megum ekki taka leikinn út úr lífi barna því frjáls samskipti barna og unglinga eru mikilvægur hluti af reynslu sem er ekki skipu- lögð. Við erum önnum kafin við að skipuleggja líf barna en þannig takmörkum við reynslu þeirra.“ Leyfum þeim að vera í friði „Við verðum að átta okkur á því að eitt af því sem hefur breyst eru tækifæri unglinga til að taka þátt í lífinu, vinna og taka ábyrgð. Með því að taka þátt í allskonar verkefnum þá læra krakkar að takast á við hluti sem þau læra ekki í skólanum. Í skólanum byggist námið á stífu prógrammi með ákveðnum leiðbeiningum en þar fá börn ekki að vinna með alvöru verkefni sem þau vita ekkert hvernig á að leysa. Börn þurfa að læra að fara út í óvissuna og hugsa út fyrir kassann og taka áhættu því þann- ig er lífið. Ungt fólk verður að fá að glíma við al- vöru verkefni og þau verða að fá að leika sér meira. Og svo þurfa þau að fá að eiga sinn heim í friði.“ | hh 22 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 22.APRÍL–24. APRÍL 2016 Ný sending ingu í kvíða og depurð, það sé svo margt sem spili inn í. Honum finnst þó líklegt að við séum enn súpa seyðið af kreppunni. „Reynsla Finna eftir kreppuna var sú að alvarleg kvíða- og þung- lyndiseinkenni fóru að gera vart við sig fimm árum eftir kreppu. Menn berja sig í gegnum skaflana fyrst eftir áfall en svo leiðir eitt af öðru og niðurstaðan er að aukinn tilfinn- ingalegur vandi kemur upp seinna. Fjölskyldur ná kannski ekki endum saman og það verða stór og lítil áföll sem geta leitt meðal annars til skiln- aða sem fara illa í krakka og valda þeim miklum áhyggjum.“ Verðum að viðurkenna kvíðann „Kvíði er einn þeirra þátta sem hamlar börnum á grunnskólaaldri,“ segir Halldór K. Júlíusson, sálfræð- ingur og forstöðumaður Þjónustu- miðstöðvar Vesturbæjar, en um þriðjungur tilvísana frá skólum og foreldrum grunnskólabarna til sér- fræðiþjónustunnar í Vesturgarði varðar kvíða. Annar þriðjungur til- vísana varðar einbeitingarvanda og athyglisbrest og um þriðjungur er af öðrum ástæðum. Þjónustumiðstöðv- arnar hafa boðið þessum börnum í viðtal og á sérstök kvíðastjórnunar- námskeið. „Þetta er áhyggjuefni þar sem kvíði meðal barna getur verið mjög hamlandi og íþyngjandi,“ seg- ir Halldór. „Ástæður kvíða eru að hluta erfðir en að hluta er kvíði til kominn vegna umhverfis og upp- eldis. Af þeirri ástæðu er hægt að fyrirbyggja þróun kvíða hjá mörgum börnum með því að kenna foreldr- um að taka á kvíðaeinkennum og hjálpa börnunum að horfast í augu við og sigrast á ástæðulausum ótta strax áður en kvíðinn verður vanda- mál.“ Ungt fólk þarf að leika sér meira Kvíði snýst um öryggi og vissu „Krakkar í dag vita að þeim á ekki að líða illa og þau leita sér fyrr aðstoðar, sem er auð- vitað mjög jákvætt.“ „Í grunninn snýst kvíði um öryggi og vissu og mig grunar að ungt fólk í dag búi ekki yfir þeirra vissu að því eigi eftir að vegna vel í líf- inu. Fólk af minni kynslóð gerði ráð fyrir því að allir sem menntuðu sig gætu eignast heimili og fundið vinnu við hæfi en það er ekki þannig í dag,“ segir Steinunn A. Sigurjóns- dóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíða- meðferðarstöðinni. Steinunn heldur fyrir lestra í skólum. Þar finna kenn- arar fyrir auknum kvíða unglinga. „Kvíði er náttúrulegt viðbragð lík- amans sem hjálpar okkur að takast á við hluti en verði kvíðinn langvar- andi breytist hann í streituástand sem dregur úr einbeitingu, veikir ónæmiskerfið og veldur vöðva- bólgu, svefntruflunum og vanlíðan. Við erum ekki að tala um kvíðarask- anir, heldur almennan kvíða sem getur haft alvarlegar afleiðingar verði hann langvarandi. Mín tilfinn- ing er sú að kvíðinn byggi á áhrifum samfélagsmiðla, fjárhag og afkomu foreldra og áhyggjum yfir því að komast ekki í menntaskóla. Ég fæ til mín nemendur með mikinn kvíða yfir því að vera undir 9,5 í meðalein- kunn í 10. bekk.“ Auk aukins kvíða segir Steinunn niðurstöður skimana í gagnfræða- skólum og rannsóknir Rannsókna og greininga einnig geta bent til þess að ungt fólk sé meðvitaðra um til- finningar sínar. „Krakkar í dag vita að þeim á ekki að líða illa og þau leita sér fyrr aðstoðar, sem er auð- vitað mjög jákvætt.“ Steinunn segir lítinn mun á milli kynja þegar komi að klínískum kvíða en þessi mikli munur gæti rennt stoðum undir þær vangaveltur að stelpur séu næmari en strákar á aðstæður og ytri kröfur samfélagsins. | hh ÉG FÆ TIL MÍN NEMENDUR MEÐ MIKINN KVÍÐA YFIR ÞVÍ AÐ VERA UNDIR 9,5 Í MEÐALEINKUNN Í 10. BEKK. VIÐ ERUM ÖNNUM KAFIN VIÐ AÐ SKIPULEGGJA LÍF BARNA EN ÞANNIG TAKMÖRKUM VIÐ REYNSLU ÞEIRRA. Steinunn A. Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni. Þórólfur Þórlindsson, prófessor emeritus í félagsfræði við Háskóla Íslands. Mynd | Emma Björk Hjálmarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.